Kennarablaðið - 01.11.1899, Blaðsíða 3
19
eða uppfræðendur barnanna byggi ofan á það af þessum grund-
velli, sem nýtilegt er, en gangi ekki fram hjá því. í báðum
þessum atriðum, og engu síður í hinu síðara, brestur oft mikið
á, að menn gæti skyldu sinnar, og einmitt þess vegna er það,
að börnin breytast svo mjög, þegar þau fara að læra. Kennar-
arnir meðhöndla efnið á alt annan veg en börnin áður höfðu
vanist, og er þá við þvi buið, að þau tapi sér og skiiji hvorki
upp né niður í neinu.
Það verður aldrei um of brýnt fyrir mönnum, hversu
áríðandi það er að uppeldi og fræðslu barnanna sé þegar frá
byrjun beint 1 rétta átt. Margir eru þeir, sem verða kramar-
menn í líkamlegu tilliti vegna þess að ógætilega eða óhyggi-
lega hefir verið með þá farið, á meðan þeir voru í reifunum
eða vöggunni; en hinir eru þó enn fleiri, sem verða andlegir
kramarmenn, sökum þess að hinir andlegu hæfilegleikar þeirra
hafa verið vanræktir eða orðið fyrir óeðlilegum og skaðlegum
áhrifum á barnsaldrinum. Á öllum þeim heimilum, sem um
börn eiga að annast, hvíiir þung ábyrgð í þessu efni. Enginn
skyldi ímynda sér, að þessi ábyrgð sé minni fyrir það, þótt
börnin síðar eigi að ganga í skóla. Skólinn á einungis að
vera heimilunum til aðstoðar í þeim atriðum, sem þau eigi
eru einfær um að leysa af hendi; en af því leiðir ekki, að
heimilin megi vanrækja neitt það, sem þau megna, hvorki að
því er hið líkamlega né hið andlega uppeldi barnanna snertir.
Hversu góðir sem skólarnir eru, og hversu mikið traust sem
menn bera til þeirra, þá mega þó heimilin aldrei gleyma því,
að það eru þau, sem eiga að leggja undirstöðuna, einnig til
hinnar bóklegu fræðslu barnanna. Á heimilunum fá börnin
fyrstu hugmyndimar, og það er betra að þessar hugmyndir
sóu fáar, en Ijósar og réttar, heldur en að þær séu margar,
éf þær þá jafnframt eru rangar eða óljósar. Það er betra að
kenna því barni, sem veit lítið, en veit það vel og skilur það
litla, sem það veit, heldur en hinu, sem hefir fengið mikla en
miður áreiðanlega yfirborðsþekkingu. Starf kennarans verður
bæði erfitt og vanþakklátt, ef að hann þarf að leiðrótta marg-
ar rangar hugmyndir hjá börnunum. Áminning vor til heim-