Kennarablaðið - 01.11.1899, Qupperneq 6
22
skemtilegt. En það er svo sem ekki mjög skemtilegt að vera
hvern daginn eftir annan, hverja vikuna eftir aðra að staglast
á því sama, einsamall, útilokaður frá mannlegu félagi og allri
barnslegri gleði. Ofan á alt þetta bætist svo, að þau skilja
oft ekki eitt einasta orð af því, sem hau eru að læra, og því fer
svo fjarri, að þau hafi nokkra hugmynd um, að það sé nokkuð,
sem þau geti haft neitt gagn af eða sem komi þeim neitt við.
Þegar barnið spyr, hvers vegna það eigi að læra alt þetta, þá
fær það vanalega þetta svar: Ef að þú ekki lærir það, verður
þú aldrei fermdur. fetta svar er nú gott og blessað í sjálfu
sér; en það er þýðingarlaust að gefa börnum það, því að þau
skilja ekki heldur þýðingu fermingarinnar. Menn munu nú
segja, að fermingin standi fyrir börnunum sem nokkuð stórt og
eftirsóknarvert, sem hátíðleg athöfn, og því skal ég ekki neita.
En hvers vegna? Skyldi það ekki oft vera af því, að þau vita,
að þá losast þau við þennan lærdóm, sem þeim er svo nauða-
illa við? Því að sannleikurinn er sá, að allflestum börnum er
illa við hann, þau hata hann, hata lærdómsbókina sína og fá
smátt og smátt óbeit á því efni, sem í henni stendur. Það
er ákaflega sorglegt, að þessu skuli vera þannig varið; en það
er nú samt þannig; það get ég fuilyrt, því að ég þekki það
svo vel, hefi haft kynni af svo mörgum sveitabörnum og fengið
tækifæri til að komast eftir því, hve geðfelt eða ógeðfelt þeim
er kristindómsnámið. Já, það er ákaflega sorglegí að hljóta
að viðurkenna þetta, því þegar maður byggir á því og dregur
ályktanir af því, þá hlýtur maður að komast að þeirri niður-
stöðu, að þannig löguð kristindómsfræðsla hafi alt annað en
betrandi og glæðandi áhrif, að hún hvorki geri börnin betri
né færari til að ganga út í líflð, og það ætti þó kristindóms-
kenslan helzt að gera, og þa"ð getur hún lika gert, sé henni
hyggilega hagað. Ég ætla þó ekki að vera svo strangur að
segja, að jafnvel þannig löguð kristindómsfræðsla, sem ég nú
hefl Iýst, geti engin góð áhrif haft. í öllu falli venur hún
börnin á þolinmæði, ef til vill líka á skyldurækni og hlýðni,
þótt sú hlýðni sé að vísu nokkuð viðsjárverð, því að það er
blind hlýðni; börnin hlýða, án þess að þau fái neinar skyn