Kennarablaðið - 01.11.1899, Side 7

Kennarablaðið - 01.11.1899, Side 7
23 samlegar eða skiljanlegar ástæður fyrir því, hvers vegna þau eigi að hlýða. Og þegar börn eru komin undir fermingu, ættu þau þó helzt að vera orðin upp'úr því vaxin að hlýða í blindni. Svo munu menn nú segja, að þótt börnin skilji ekki það, sem þau eru að læra, og þótt það sé ekki útskýrt fyrir þeim jafn- óðum og þau læra það, þá muni þó þar að koma, að þau hafi not af því, bæði fái þau útskýringu yfir þa.ð síðar hjá prestin- um, og svo muni síðar í iífinu koma fyrir þau ýms atvik, sem veki þau til umhugsunar um ýmislegt af því, sem þeim fanst dularfult og óskiljanlegt í lærdómsbókinni; það muni þá rifj- ast upp fyrir þeim og koma þeim að fullum notum á réttum stað og tíma. Ég ber ekki á móti því, að svo geti verið. Um starf prestsins í þessu efni hefi ég áður talað og endurtek það, að það hlýtur jafnan að verða mjög svo ófullnægjandi, hversu mikill áhugi sem því fylgir; og það þykist ég vita, að hvernig sem farið er með það orð, sem í lærdómsbókinni stendur, þá muni það þó aldrei verða fjötrað til fulls, svo að það þó eigi fyr eða síðar nái að senda nokkra geisla inn í hjörtu þeirra manna, sem einhvern tíma hafa, haft það um hönd. En hitt veit ég líka, að vanalega eru ekki liðin mjög mörg ár frá ferming- unni, þegar mestur hluti lærdómsbókarinnar er gleymdur, og ég efast stórlega um, að það séu einmitt þau orð eða þær setningar, er í kverinu standa, sem mönnum koma að mestu liði í lífinu. Ég vil í sambandi við þetta benda á eitt atriði. Allir vita, að nú á síðari árum hefir gengið vantrúaralda eigi all- lítil yfir þetta land, og ýmsir hafa orðið til þess bæði í ræðum og riti að útbreiða margar þær kenningar, sem gagn- stæðar eru kenningum kirkju vorrar, sem bera brigður á eða beinlínis mótmæla þeim lærdómum, sem oss í æsku voru kendir, og það er eftirtektarvert, hve fólk hefir verið leiðitamt. Éað virðist næstum standa á sama, hvað borið er á borð fyrir það; það hleypur óðara á eftir hverjum þeim manni, sem nýja kenningu flytur, stendzt ekki nokkurn hinn minsta kenningar- vindblæ. Trúarsannfæring margra manna og andlegt sjálfstæði virðist óneitanlega svo lítið, að það geti naumast minna verið; því hvergu auðvirðilegar og marghraktar sem þessar aðfluttu

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.