Kennarablaðið - 01.11.1899, Síða 9
25
pening; því að vonarpeningur eru þær, þeasar trúfræðislegu
setningar, sem troðið er inn í börnin að eins í þeirri von, að
þær síðar muni bera ávexti hjá þeim og fyrir þau.
Þannig er þá kristindómsfræðslan upp til sveita víðast
hvar, þar sem heimilin nærfelt eingöngu annast um hana.
Ég hefi orðið nokkuð fjölorður um þetta atriði, því að mér
finst það þess vert, að hugsað sé um það og rætt úm það.
Ég hefi, þótt ótrúlegt megi virðast, hingað til eigi orðið var
við mikla óánægju yfir þessu ástandi meðal hinna eldri. Gæti
hugsast, að það væri af þeirri ástæðu, að svona hefir það nú
alt af verið, menn hafa alist upp við það þannig og hafa ekki
af öðru að segja. En óánægja og leiði barnanna sjálfra ætti
að vísa oss veginn.
Nokkru betra er ástandið, þar sem barnaskólar eru. Éar
er vanalega ekki byrjað með kverkenslunni, heldur eru fyrst
kendar biblíusögur. Éetta er strax spor í áttina, þó að allvíða
muni mikið bresta á, að þetta nám fari fram eins og æskilegt
væri. Éegar börnin koma í skólann, 7—8 ára gömul, eru þau
vanalega látin byrja á fyrstu sögunni í biblíusögunum, læra
hana orðrétt utanbókar, og halda þannig áfram með hverja
söguna eftir aðra, þangað til bókin er búin. Ég geri nú að
vísu ráð fyrir, að samhliða þessum utanbókarlærdómi muni að
minsta kosti í flestum skólum gerð tiiraun til að útskýra fyrir
börnunum það, sem menn komast að, að þau ekki skilja. En
mjög er hætt við, að þessar útskýringar séu alloft helzt til
fáar og ef til vill helzt til ónákvæmar; getur verið full ástæða
til þess, því að ekki er æfinlega auðvelt að komast eftir, hvað
börn skilja og hvað þau ekki skilja. Það er oft næsta erfitt
fyrir fullorðna að setja sig í spor 7—8 ára gamals barns, ekki
sízt, ef að viðkomandi barn er ' að náttúrufari skilningslítið.
Þó að börn geti svarað vel út úr lexíunni sinni, er oft lítið
að byggja á því, ef að þau hafa lært hana orðrétt utanbókar
áður; þau venjast fljótt á að svara með orðum bókarinnar,
og það láta margir sér vel lynda, án þess að grafast frekara
eftir, hvort þau í raun og veru skilja meiningu þeirra orða,
sem þau fara með. Éetta er atriði, sem sérstaklega íslenzkir