Kennarablaðið - 01.11.1899, Page 12
. 28
JJlþýðumenfun a íforþurlöndum.
Til þess að geta fengið nokkurn veginn ljósa hugmynd um
mentunarástand vort, og til þess að geta séð, hvort hér á
landi er gert tiltöiulega mikið eða lítið til að bæta það, höfum
vér ekkert betra ráð en að bera oss saman við nágrannaþjóðir
vorar. Vér viijum því í stuttu máli skýra frá, hvernig hinum
lægri skólamálum þeirra er fyrir komið og síðan bera ástand
vort og viðleitni í þeim málum saman við ástand þeirra.
1. Danmörk.
Arið 1788 linti ánauð þeirri, ei um margar aldir hafði
hvílt á dönskum bændalýð, og eftir það var fyrst farið að
hugsa nokkuð af alvöru um alþýðumentun í Danmörku. Ýms-
ir hinna vitrari og betri manna sáu, að það mundi til lítils
gagns að auka frelsi alþýðunnar, ef ekki væri jafnframt hugs-
að fyrir því að bæta mentun hennar. Auðvitað skorti alþýð-
una sjálfa þekkingu, hug og dug til að berjast fyrir þessu mál-
efni sínu; það voru stjórnin og aðallinn, sem komu til leiðar
því, er gert var. Stjórnin skipaði nefnd manna til að íhuga
skólamálin, og komst nefndin brátt að þeirri niðurstöðu, að
það, sem fyrst þyrfti að bæta úr, væri kennaraskorturinn. Pá
var stofnaður hinn fyrsti kennaraskóli Dana (1791); sá skóli
stendur nú í Jonstrup á Sjálandi. Um og eftir aldamótin var
tekið að koma betra og fastara skipulagi á skólagang barna og
kenslu í skólunum, og árið 1814 voru loks útgefin skólalög
þau, sem Danir hafa unað við að mestu leyti óbreytt alt fram
að þessum tíma. Þóttu lög þessi lengi svo fullnægjandi og
skólamálum öllum svo vel fyrir komið í samanburði við það,
sem þá átti sér stað í nágrannalöndunum, að menn eigi fundu
ástæðu til að breyta til í neinu verulegu, En nú á síðari ár-
um hafa menn æ betur og betur sannfærst um, að iögin voru
að mörgu leyti orðin á eftir tímanum, einkum að því er kjör
kennaranna snerti; því að margir danskir kennarar hafa átt
og eiga enn við næsta þröngan kost að búa. Árið 1895 var
svo flutt í ríkisþinginu frumvarp til nýrra skólalaga, Mætti