Kennarablaðið - 01.11.1899, Qupperneq 13
29
það lengi miklum andróðri og gátu menn ekki komið sér sam-
an um það, fyr en síðastl. vetur; þá varð samkomulagi á kom-
ið og frumvarpið samþykt, að vísu með allmiklum breyt-
ingum. Yar það einkum að þakka drengilegri framkomu
kenslumálaráðgjafans. Hinn 24. marz hlutu lögin staðfestingu
konungs, og skal hór skýrt frá helztu ákvæðum þeirra.
Á aldrinum frá 7—14 ára skulu öll börn njóta kenslu.
(Þeir, sem eigi 'láta börn sín ganga í barnaskóla þá, sem standa
undir umsjón ríkisins, verða á annan hátt að sjá þeim fyrir
fræðslu, er að minsta kosti samsvari þeirri fræðslu, er skól-
arnir veita). Vanræki skólabörn að koraa í skólann, varðar
það sektum, alt að 1 kr. fyrir hvern dag.
í hverjum bekk mega vera í mesta lagi 35 börn. Skyldu-
námsgreinar eru: danska munnl. og skrifl. (að minsta kosti
287 stundir í hverjum bekk á ári), trúarbrögð, skrift, reikn-
ingur, saga, landafræði, söngur, leikfimi fyrir drengi og handa-
vinna fyrir stúlkur, og auk þessa í kaupstöðunum: teikning.
í náttúrufræði, skólaiðnaði og leikfimi fyrir stúlkur má einnig
veita kenslu, og í kaupstaðaskólunum ennfremur í stærðfræði,
lifandi máium og húslegum störfum. Öll þau áhöld, sem
börnin nota að eins í skólanum, skulu þeim lögð til af opin-
beru fé.
Kenslutíminn er að minsta kosti 41 vika á ári og skal
hver bekkur í skólum upp til sveita fá eigi minna en 18 stunda
kensiu á viku, en í kaupstöðunum minst 21 st.; er hér eigi
talin með kensla í leikflmi, handavinnu, teikningu, skólaiðnaði
né húslegum störfum.
Sveitarnefnd eða bæjarstjórn skal í samráði við skólanefnd
semja töflu, er ákveði, hvort drengjum og stúlkum skuli kent
saman, hverjar námsgreinar kendar skuli í hverjum bekk,
hversu margar stundir ætiaðar skuli til hverrar námsgreinar,
hversu mikið hver bekkur skuli læra í hverri námsgrein o. s. frv.
Þeir einir, sem tekið hafa burtfararpróf frá einhverjum
kennaraskóla í Danmörku, geta fengið stöðu sem kennarar við
hina opinberu skóla. Fasta stöðu við skólana í kaupstöðunum
og yflrkennarastöðu við skólana upp til sveita geta þeir einir