Kennarablaðið - 01.01.1900, Blaðsíða 3

Kennarablaðið - 01.01.1900, Blaðsíða 3
51 ur leyfi. Allnákvæmlega er fyrirskipað um reglugjörðir þær, er kenslurmi skuli hagað eftir, og heflr stjórnin gefið út fyrir- myndar-reglugjörðir til leiðbeiningar. Ákveðið er að skóli skuli standa 8 mánuði eða. 34Á2 viku til þess að geta orðið aðnjótandi styrks af ríkisfé. Tii sveita er styrkur þessi almennast 2/3 af kennáralaunum. í tilskipuninni 1842 var það ekki gert að beinu skilyrði, að kennarar við barnaskóla skyldu hafa tekið próf við kenn- araskóla; en 1853 er það skilyrði sett, að kennarinn skuli hafa fengið vitnisburð frá kennaraskóla um að hann væn hæfur til starfs síns, og 1882 er þannig fyrir skipað, að hann eigi að hafa staðist kennarapróf við einhvern af kennaraskól- um. ríkisins. Þessi ákvæði ná þó eiginlega ekki til annara en kennara við fóikskóla, því að það er ekki gert að beinfli skyldu, að kennarar við smáskóla hafl tekið slíkt próf; þó hafa langflestir kennarar við þá skóla nú á dögum tekið kenn- arapróf. Skólaráð og sveitamenn ráða kennarana eftir þar til settum reglum. Almenn skólaskylda var lögð á 1842 ; þó var sveitunum að nokkru leyti í sjálfsvald lagt, hvenær börnin væru látin byrja skólagöngu, að eins að það drægist ekki lengur en þangað til þau væru orðin fullra 9 ára. 1882 var það fyrirskipað, að börn skyldu aiment ganga á skóla frá því að þau væru orðin 7 ára og þangað til þa.u hefðu náð 14 ára aldri; dálitiar undanþágur geta þó fengist frá þessu. Til eru ákvæði um framhaldsskóla handa ungling- um eldri en 14 ára, og er í Svíþjóð, sem í mörgum öðrum löndum, allmikill áhugi vaknaður að efla þá skóla. 1842 var hverri sveit skipað að sjá fyrir hæfilegum húsa- kynnum handa skólum sínum. Síðan heflr því verið viðbætt, að einnig skuli séð fyrir hagkvæmum húsbúnaði, borðum og bekkjum, í skólahúsinu og nægilegum kensluáhöldum. Á ýmsu heflr oltið með kennaralaunin, bæði hve há þau skyldu vera og hvernig þau skyldu greidd. Nú er svo ákveð- ið, að lægstu kennaralaun við fólkskóla skuli vera 600 kr., og auk þess ókeypis húsnæði og eldiviður og eitt kýrfóður.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.