Kennarablaðið - 01.01.1900, Síða 16

Kennarablaðið - 01.01.1900, Síða 16
64 uppeldi hinnar uppvaxandi kynslóðar? Það þykir lélegur hús- faðir, sem lætur afskiftalaust uppeldi unglinga á heimili sínu, þó að eigi séu hans eigin börn. Stjórnir ailra landa rná vel skoða sem húsfeður allrar þjóðarinnar, börn þjóðarinnar þeirra börn; en hvað má þá hugsa um þær stjórnir, sem aldrei skifta sér neitt af uppeldi sinna þjóða, sinna þjóða barna, sem aldrei leggja qrð í belg, þegar börnin eru að bollaleggja, hvað þau eigi að læra og hvernig? Yíst og satt er það, að stjórn- ina'okkar þarf eigi.síður að vekja en aðra. Pá væri vel, ef Kennarablaðið gæti orðið til þess að ýta svolítið við henni. Kennarablaðið kemur þó kennurunum sjólfmn öllum fremur að liði. Hversu mikils virði er það ekki fyrir þá, að geta skrifast á í því, sett fram hugsanir sínar og séð annara hugs- anir. Sýni það sig, að þeir finni enga þörf hjá sér til að spjalla saman og leiða hesta sína saman um „uppeldi og kenslumál", þá — já, þá er það vottur um verri anda. Ég fyrir mitt leyti er mjög þakklátur fyrir „Kennara- blaðið" og vil feginn mega senda þvi línu, þegar mig langar til að fræðast um eitthvað, eða til að létta huga minn með því að kvarta yfir einhverju við það, sem mér finst að laga mætti. Kennari. „Kennarabl.“ endurtekur enn á ný þá ósk sína, að kennararnir út um landið láti heyra til sín. Það væri og æskilegt, að vér úr þessu færum að fá að vita, hvað útsölu blaðsins hður. Kvartanir yfir útsendingu blaðsins sendist ann- aðhvort til ritstj. eða til Sigurðar kennara Þórólfssonar í Reykjavik. T^PnmrHhlHnín ^e,nur nt einu sinni á mánuði. Meðlimir ^ -'iélUfU íslenzka Kennarafélags11 fá það ókeypis, en fyrir aðra kostar það 1 kr. 25 aur. — erlendis 1 kr. 75 aur. — árgangurinn. Borgist fyrir lok júnímánaðar. Skilvísir útsölú- menn fá i/8 í sölulaun. Nýir útsölumenn- og kaupendur gefi sig fram sem fyrst. Útgefandi: Sigurbdr Jónsson, barnakennari, Reykjavík. Aldar-prent8miðja.

x

Kennarablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.