Kennarablaðið - 01.01.1900, Blaðsíða 1
JIlþvbumeníui'L d fiorðurlöndum.
3. Svíþjóð.
Urti skóla í Svíþjóð er svo rækileg ritgerð eftir dr. Por-
vald Thoroddsen í sjöunda ári Andvara, að það er í sjálfu sér
að bera í bakkafullan lækinn, að fara að rita um það mál nií
aftur. En af því að búast má við, að ýmsir af lesendum
Kennarablaðsins hafi ekki þá ritgerð við hendina, þá skal þó
hér að nýju gefið ofurstutt yfirlit yfir alþýðuskóla-fyrirkomu-
lagið sænska.
Svíar telja svo til, að aðalbaráttan um að koma alþýðu-
fræðslunni í skipulegt, og lögbundið horf hafi staðið yfir frá
1809 til 1842. í þeirri baráttu stóðu tveir flokkar öndverðir,
annars vegar bændaflokkurinn, er gerðist formælandi' aukinnar
alþýðufræðslu, en hins vegar klerkarni]-, er vildu halda henni
í svipuðu horfi og fyr. Þó var flokkagreiningin eigi fyllri en
svo, að nokkra öfluga fyigismenn höfðu bændur úr klerka-
flokknum. Þessi mentahreyfing stóð í ailnánu sambandi við
frelsishreyfingar og stjórnarbreytingar hjá þjóðinni. IDað kom
þar fram, sem oftar, að aukið þjóðfrelsi og aukin alþýðu-
fræðsla hafa reynst samborin systkin, enda ættu jafnan svo
að vera, ef vel á að fara.
18. júní 1842 gaf Svíakonungur út tilskipun þá um al-
þýðufræðslu í landinu, sem enn er í aðalatriðum eftir farið,
þótt ýmsar breytingar og viðaukar hafi að vísu síðan komið.
Tvær tilskipanir hafa að vísu síðan komið lít, hin fyrri 1882