Kennarablaðið - 01.07.1900, Side 3

Kennarablaðið - 01.07.1900, Side 3
147 En á meðan hann vann að verki þeSsu, komst hann brátt að þeirri niðurstöðu, að bækurnar mundu eigi hafa þau áhrif á lesendurna, sem hann í fyrstu hafði hugsað sór. Hann komst betur en nokkuru sinni áður að raun um það, að hversu góð- ar sem bækur eru, þá koma þær þó eigi að noturn, nema les- andinn hafi áður orðið snotinn af því, sem bækurnar hljóða um; honum kom nú í hug það, setn hann sjálfur hafði reynt, þeg- ar hann var í broddi lífsins og hafði setið og hlustað á fyrir- lestra Henriks Steffens frænda síns, sem þá var nýkominn sunnan af Jpýzkalandi og flutti svo aðdáanlegar og fjörugar ræður um stjórnmál og heimspeki, svo kröftugar, að jafnvel þeir, sem honum voru ósamdóma, gátu þó eigi annað en setið hljóðir undir þeim. Og jafnframt þessu mintist nú Grundtvig einnig þess, hvernig hann sjálfur hafði getað hriflð stúdentana dönsku í ársbyrjun 1814, hvernig hann með orðum sínum hafði reynt að vekja athygli þeirra, sem í raun og veru voru honum ókunnugir, og tekist það. Eftir þessari reynslu varð hann að gera þá ályktun, að inargt, sem eigi er mögulegt að koma. til leiðar. með bókum, jafnvel ekki með beztu bókum rituðum á móðurmálinu, jafnvel ekki með þeim bókum, sem mest eru sniðnar að alþýðu hæfi, að því er málið snertir, það getur hepnast með því að tala við þjóðina, einkum unglingana; því hjá þeim eru tilfinningarnar örastar. Þá var það, að hugmyndin um stóran háskóla fyrir al- þýðu vaknaði hjá honum. far hugsaði hann sór, að hin upp- vaxandi kynslóð ætti að safnast sanian til að hlýða á fyrir- lestra um ættjörðina, um móðurmálið og um sögu þjóðarinn- ar; þar átti að opna unglingunum aðgang að þeim fjársjóðum., sem forfeðurnir höfðu þeim eftir skilið. Og þessi hugmynd varð smámsaman ljósari og ákveðnari, og staðurinn, þar sem hann hugsaði sér að háskólinn skyldi vera, var Sórey, einn af hin- um sögufrægustu stöðum í Danmörku. Þar bjó Absalon bisk- up og ýmsir af frændum hans, og er sú ætt einna frægust orðin 1 sögu Danmerkur; á miðöldunum var Sórey verndar- múr danskrar tungu og danskrar sögu, en síðar hafði Kristján IV. stofnað þar riddaraskóla; sá skóli var viðreistur að nýju,

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.