Kennarablaðið - 01.07.1900, Qupperneq 9
153
að gert er ráð fyrir því, að á sumum heimilum só enginn bók-
læs maður, er geti kent unglingum lestur. Þegar á þessa öld
kemur, koma að vísu fram uppástungur um yfirgripsmeiri al-
þýðufræðslu en í bóklestri einum og kristindómi, en þar lendir
að mestu við orðin tóm; þó vex óneitanlega fræðsla almenn-
ings og fræðslufýsn, eftir því sem á öldina líður, og loks kem-
ur svo, að þingið samþykkir iög um uppfræðslu barna í skrift
og reikningi, og staðfestir konungur þau 9. janúar 1880. Þótt
aðgangur só all-auðveldur að lögum þessum, virðist eigi að
síður vel við eiga, að kennarar hafi þau prentuð í sjálfu kenn-
arablaðinu, og skulu þau því sett hór.
1. grein.
Auk þeirrar uppfræðsluskyldu, sem prestar hafa, skulu þeir
sjá um, að öll börn, sem til þess eru hæf að áliti prests og
meðhjálpara, læri að skrifa og reikna.
2. grein.
Reikningskensla skal að minsta kosti ná yfir samlagning,
frádragning, margföldun og deiling í heilum tölum og tuga-
brotum.
3. grein.
Rita skal prestur árlega í húsvitjunarbókina álit sitt um
kunnáttu hvers barns í skrift og reikningi, sem og' um hæfi-
legleika þess til bóknáms, og skal prófastur í skoðunarferoum
sínum hafa nákvæmt eftirlit með, að slíkt só gert.
4. grein.
Komist prestur að raun um, að unglingar á einhverju
heimili njóti eigi fullnægjandi uppfræðingar í þessu tilliti, annað-
hvort fyrir hirðuleysi eða mótþróa húsbænda, ber honum í sam-
einingu við hreppsnefndina, eða, bæjarstjórnina að gera ráðstöf-
un til, að þeim verði um svo langan tíma sem með þarf komið
fyrir á öðru heimili í sókninni, eða fyrir utan hana, þar sem
þeir geta fengið hina nauðsynlegu tilsögn. Kostnaðinn, sem
af þessu leiðir, eru foreldrar eða fósturforeldrar skyldir að greiða,