Plógur - 29.03.1899, Síða 2

Plógur - 29.03.1899, Síða 2
i8 Látum nú ioo ® af overheads- méli kosta 8 kr. en ioo ÍS af Lveiti 14. kr., af overheadsmélinu missast 40 <S? en af hveitinu 15 H, þá er eftir af overheadsméli 60 ÍS, en af hveitinu 85. þá verður eftir þessari áætlun, sem öll er í var- Tcárasta lagi, pundið af overheads- méli sem meltist, á 13 aura en af hveitinu á 16 aura. En nú er án alls efa þriðjungi lakara mél- efni í overheadsméls®, sem melt- ast, heldur en hveitiífið, og ekki einu sinni þriðjunguraf ostefni móts við hveitið; þá fer nú að verða auðreiknað í hvorri þessari korn- tegund er betra kaup fyrir lífið. Bezt er fyrir alþýðu manna að kaupa korn til brauðgerða og mala það hér heima; bankabygg, heilhrís og hveiti, sem sé ósvik- ið; þá er líka gott og, ef til vill bezt að kaupa baunir og hafra- mél að miklum mun. Sé það haft í máltíð, sinn daginn hvað, hafa þessar korntegundir í sér öil þau efni, eða því nær, senj, líkam- inn þarf með til nægilegrar feiti. Baunir hafa í sér tneira ostsefni enlíkaminnþarfnastog hafaþví nóg tilað bæta þaðupp, sem vantarí bafratnélið: Haframélið vantareinnig nokkuð af feiti, sem lítið mun gæta, ef nóg er tneð baunum. Baunir með feitu kéti er álitið einhver bezta og ódýrasta fæða, sé ekki snætt fram yfir þörf. Baunir þurfa mikla suðu, en haframél litla. Gott ákast er það líka út á mjólk. Það er engin efi á þvf, að fá- tækir menn kosta oft eins miklu uppá lífið, eða meira en þeir, sem á kræsingum lifa, af því þeir hafa ekki vit á því, hve ilt kaup að er í ódýrasta kornmatnum, og svo mun með fleiri fæðutegundir. 7 B. Búbót. 1. Stefnubreytingar — Oviss arður — Vissari arður. — Villibúnaður, menningarbúnaður. — Aukið kúahald. — Fleira en fóður. Ein af stefnubreytingum þeim, sem taka þarf nú í landbúnaðin- um, að áliti flestra, er um hann hugsa, er sú, að fara að rœkta lendur til að tryggja sér arð af þeim (grasrækt, matjurtarækt), í stað þess, eins og nú tíðkast að mestu, að nota óræktað landið: þýfð, ræslulaus, áburðarlitil, ógirt tún; þýfðar, óræstar mýrar, móa, o. s. frv.; vetrarbeit; magra, ó- ræsta sáðreiti, með óblöndnum og óhyltum jarðvegi; alt háð dutlung- um náttúrunnar, ágangi búpen- ings o. fl. Girðingalaus og óræktuð t.ún, útheysskapur og vetrarbeit, — alt þetta gefur óvissan arð, og er auk þess svo útdráttarsarnt að vinnukrafti, að bændum verða þess konar nytjar afar kostnaðarsamar, einkum í gróðurbrests-árum. En þegar farið er að rækta

x

Plógur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.