Plógur - 29.03.1899, Page 3

Plógur - 29.03.1899, Page 3
19 landið, breytist búnaðurinn, viss- ari og meiri arður fæst af hverj- um jarðarbletti, sem ræktaður er, minni yfirferð þarftil að afla heyja (og matjurta) og þar af leiðandi minni vinnu kraft — alt verður auk þess fljótvaxnara, og má hirða fyr inn, — arðurinn verður fljót- teknari, vissari. Oræktarbúnaðurinn — hann mætti og nefna villibúnað, — líkist mikið hirðingjabúnaði, og á honum byggist sauðfjárhald og útigönguhesta. Ræktunarbúnað- urinn aftur á rnóti — hann má nefna menningar búnað — líkist akuryrkju búnaði. A honum bygg- ist nautpeningsra'ktin (kúahald). Það er því margt, sem bendir til þess að auka betri kúahald í stað útigöngudýrahalds. Kúabú eru ei svo mantifrek, sem úti- göngupeningsbú, arðurinn vissari. En fleira þarf en nóg og gott fóður (töðu eða vatnsræktað star- gresi) til að kúm gcti liðið velog verið arðsamir bjargargripir. Eft irfarandi línur eiga að benda á ymislegt fleira, sem stutt gæti að því að kúnum líði vel og bænd- ur hafi gott gagn af þeim II. Ilt atlæti: ilt skap, íllur vani — Iireyting hugsunarháttar. — Heið- ursstaða. — Fóstrur vorar, — Hróp- legt vanþakklæti.— Kýrin þarf að hafa gott at- læti, og þess ætti að gæta þegar 1 uppeldinu. Geðbrestir og dutl- ungar kúnna geta verið afleiðing af illu atlæti við kálfana í upp- vextinum. Umgengni manna hef- ir nieiri áhrif á lundarfar og siðu nautgripa en annars búpenings, vegna þess að þeir eru háðir meiri daglegum afskiftum manna. Þessvegna er mönnum líka hættast við að skeyta skapi sínu á þeim. Og af því stafar það, að mörgum liggur óhýrra orð til nautpenings en sauðtjár og hrossa. Mönnum er svo hætt við að finna meira ti! þess, sém þykir ókostur við það, sem daglega er umgeng- ist en þess, sem til kosta lieyrir. Kúnum er á lasað fyrir óþægð, forvitni, óhreinlæti o. s. frv. þær eru nefndar ýsmum óvirðingar- nöfnum með til heyrandi ókvæð- isorðum, er lýsa illu geði, eða venju manna. Þetta alt er skaðlegt. Gagn- vart kúnum þarf kugsunarháttur- inn niikið að breytast. Þær ættu að njóta velvildar í aðbúð og um- ta.li. Fjósmenskan á að skoðast sem heiðursstaða, gagnstætt því er víða hefir tíðkast, og til þess veljast, ef unt er, hreinlátur, geð- góður, velvildarfullur maður. Auðsætt er, hve nauðsýnlegt er að búa vel að kúnurn og sýna þeim allan sóma. At þeim fáum vér daglega næringu árið um kring. Þær eru heimilisvinir vor- ir, vitja húsa vorra á hverju kveldi þegar þær fara út; færa björg í bú. Þær eru fóstrur vorar og fyrstu nærendur, næst móðurinni.

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.