Plógur - 29.03.1899, Qupperneq 8

Plógur - 29.03.1899, Qupperneq 8
34 Að raka eftir 3 mönnum í töðu- slætti. Að tæta 4 merkur ullar á dag í söluverk. Að verka mat að öllu undan 30 kúgildum. E11 i n g a r h e y er laklegt fóður. En þó getur það verið all brúklegt fyrir sauðpening, sé það linþurkað, svo hitni í því og það mýkist upp aftur. Ætti því ávalt að hafa elt- ingarhey sérí hlöðu eða heyi. Óblikn- aða eltingu má ekki gefa lömbum framan af vetri eða ása.uðum á vor- dag, því í hvorutveggju tilfellinu get ur hún verið hættuleg, vegna sóttar og hlessings. Bóndi. Garðyrkja, Vér Isl. kaupum mörg þús. tn. af jarðeplum árl. frá útlöndum, en eigum þó eins frjósaman jarðveg til ■ þess að rækta jarðepli í, ogþærþjóð- ir, sem vér kaupum þau af. Er það og fyrir löngu slðan sýnt og sannað að jarðeplaræktin bæði gæti og ætti að vera mikill hluti af atvinnu þjóð- arinnar. I kornlausu landi, sem ís- land er, og fiskiveiðalandi, þyrfti jarð- eplaframleiðslan að vera mikil, ef neytj: væri eins mikils af þeim og álíta má hæfilegt kin engar líkur eru til þess, ac^ vér getum framleitt eins ódýr jarðepli og aðrar þjóðir gera, sem rækta jörðina með full- komnari jarðyrkjutólum og lifa í þeim löndum, sem viðskiftalífið er greiðara. Getur því ekki verið að ræða um að rækta jarðepli á Isl. til þess að fá útlenda markaði fyrir þau. En í landinu er bersýnileg vöntun á jarðeplaframleiðslu. Það sýnir hinn mikli innflutningur af þeim frá öðr- um löndum. Engin atvinnugrein í landi voru er þó jafn ábatasöm og garðyrkjan, þegar hún er vel stunduð. Gegn- ir það því mikilli furðu, hversu litla rækt vér leggjum við þá atvinnugrein. Það er líkast því, sem menn séu- gagnsýrðir af þeim hugsunarhætti að litill veigur sé í öðrum búsafurðum, en þeim, sem seljamáfyrir beinharða peninga, eða selja kaupfélögum og kaupmönnum fyrir korn, kaffi, tó- bak, baðmullarfataefni og áfenga drykki o. s. frv. Og þó hefir það verið brýnt fyrir þjóð.inni í hálfa aðra öld, hve garðyrkjan geti haft mikil og blessunarrík áhrif á velmegun þjóðarinnar. Og að sá vinnukraftur, sem varið sé á hverju heimili til að rækta t. a. m. 15—20 tn. af jarð- eplum, mundi ekki verða notaður til annars verulegs gagns. Enda hefir það sýnt sig, að þeir bændur, ergarð- rækt hafa stundað, hafa komið engu minni verkum af, með jafnmiklum fólksfjölda, en þeir, er enga garða hafa haft að hirða. (Frh.). l»eir, sem hafa fengið Plóg O' ekki vilja eða getaverið kaupendur eða útsölumenn að honum, eru vin- samlegast beðnir um að láta útgefanda hans vita það lrið allra fyrsta. Af því að Plógur er lítill. en um- talsefnið, sem hann heflr lofað að hreyfa við,er yfirgrifsmikið og næstum því ótakmarkað, þá hefirhann, til þessa mirnst á fæst af því, sem hann ætlar, sér. — En það sem Plógur lofar það mun hann efna. Ritstjóri og ábyrgðarm.: _________Sig. Þórólfson. Prentaður í Glasgow-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.