Plógur - 30.10.1899, Qupperneq 7

Plógur - 30.10.1899, Qupperneq 7
7i af áburðarefnunum burt, meðvatn- inu annaðhvort niður í undirlögin eða beinlínis af yfirborðinu, eftir því hvernig jarðv. er háttað. Ekki ætti samt að bera útþyntan áburð á sama blett ár eftir ár, nema því að eins að borið se á jafnframt fastur áburður að haustinu. En slík teðsla á túnum, er sú lang- bezta og ábatavænlegasta, semég þekki. Þá fyrst er vel borið á tún og eins ogbezt hentar. Fastiraburður borinn á snemma að haustinu, hlíf- ir grasrótinni, og verhanafyrir biti af hestum ogáburðurinn rignir rnest allur ofan í jörðina að vetrinum. En útþyntur voráburður leysiststrax UPP °g eykur mjög jurtagróður- inn. Með þessu lagi má fá alt að því hálfu meiri töðu af tún- tim en með gamlalaginu,— Reynd þú þetta, sem máske efast um að þetta sé satt. Kafli úr inngangsorðum að 120. ára gönilum Búalögum — — — „Þessi Búalög eru prent- uð ei einasta alrnúa til leiðbeiningar — ------heldur og til fróðleiks: því af þeim má sjá,. hversu verð rnargra þarflegra hluta er stigið upp á þess- um dögum, sem mætti sýnast víst merki landins fátæktar og fordjörf- unar; því bágt mun að bevlsa, að peningar séu nú fleiri 1 landinu én var fyrir ioo árum. Af þeim má og sjá hversu fólki er aftur farið að elju eður dugnaði eða hvorutveggja, einn- in ráðvendni. Ttl eru þeir húsbænd- ur, sem halda öllu í peninga, en svelta fólk sitt að mat. — — — Hin- ir eru miklu fleiri, sem láta fólk sitt ganga í öllu sjálfræði þörfum framar. Því satt er það, að allur fjöldi vinnu- fólks er nú orðið svo vansiðað, það þolir lítinn eftirrekstur, og fer úr vistinni jafn vel fyrir skikkanlegt og nauðsynlegt aðhald. Hafmatar veit- ingar voru allar til forna skamtaðar við skyr. Nú hafa fæstir húsbændur efni á því; þó eru dæmin, að þar sem skyr er veitt 1 sífellu, að þar þykist fólk ei geta við verið fyrir skyr-leiða. Og þar sem gefið er vetr- arsmér, leggja sumir mathákar það að jöfnu við klakann úr læknutn. Að eg tali ei um kálamt eða léttmeti. Hvað verkum fólks viðvíkur, þá er það ei betra. Til forna héldu bænd- ur uppi túngörðum sínum, og þá átti vtnnumaðurinn að hlaða 5 faðma á dag; nú halda menn varla uppi hey- görðum eða bæjarhúsum; og ef vinnu- menn eiga að þjóna að slfkum verk- um fara þeir úr vistinni, og vilja þó hafa árlega-----vaðmáls hundrað í kaup". — — — — — Meðal-dagsv. (Búa-Iög). t. Að skera 10 geldinga og raka allar gærurnar og hafa álnarlangt kerti. 2. að taka upp 20 liesta af krísi í meðal skóg. 3. að höggva 100 raftviði í góðum skóg og birkja þá alla. 4. að skera tvítuga gröf, 10 feta breiða og 20 torfur niöur og reiðutort'u að auk, 5. að smíðafjórð- ungs kerald. 6. að velta fjórðungs - landi (það mun eiga að vera akur- lendi).

x

Plógur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.