Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 5

Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 5
21 bændurnir sjálfir að vinr a þau. í fljótu áliti sýnist nú þetta stjórnleysi húsbændunum að kenna. En ef bet- ur er að gáð, verður það ljóst, að hér er um rótgróinn þjóðarlöst að ræða, sem enginn einstakur getur lagað, svo að ráði sé. Hjúahaldið er orðið ffljög þreytandi fyrir bændur. Pétur;. Þetta er nú satt, sem þú segir, Páll. Hjúahaldið er orðið óþolandi bæði til sjós og sveita. Strákar og stelpur standa uppi í hárinu á hús- bændunum og bjóða þeim byrgitr, slíkt er sannarlega þjóðarskömm, sem þarf að Iaga. Næst þegar við finn- umst Páll, kem ég með tillögu til þess að ráða bót á heimilastjórninni. Páll: Eg hlakka til þess að heyra þá tillögu.—Þegar Valtýskan og stóri bankinn eru komin á laggirnar, og Isl. orðir dátar á dönskum herskipum, þá lagast alt í landinu, þá getur danskurinn „dresserað" okkur.(II) Pétur: Já, þá „dresserar" danskurinn okkur, og við þuríum þess sannarlega uieð. Heyrðu Páll! þú meinar þó þetta? Eg hef núekkert út á Valtýsk- una að setja. Hún er víst mesta Rieinleysisgrey. Og stóri bankinn eys I bændurnar peningunúm óspart, þeg- ur hann kemur. — Það er ég vissum. Þá þurfum við ekki að ganga með tómar buddurnar „lapm“. (E'rh.), Akuryrkja. III. Um kirkjuna á Keldunúpi seg- lr: Kirkjan á mæli korns eða Þálfa vætt matar. — — — — Um kirkjubæ er sagt, að staður- inn eigi þau ítök á Hátúnum, að þar sé fóðraðar 4 kýr og vetrungur, °g svo greiðist þaðan vætt mjöls. í Bessastaðarbók segir: Viðey skal eiga þar (á Hólmi) beit utan túns og akra handa svo mörgum hrossum, sem Viðeyingar vilja, hvort sem eftir við er farið o. s. frv. Wilchin biskup, sem skrifað hefir þessa máldaga, dó í Björg- vin 1403. Má af þessu sjá að allmikil akuryrkja hefir verið hér á landi alt fram til 15. aldar. En líklega hefir akuryrkjunni veru- lega hningað á 13. og 14. öld, því þá voru styrjaldir og hællæri í landinu, og biskuparnir kúuðu þá þjöðina mjög og drápu mestan dug úr henni. í æfisögu Guðm. biskups helga, sem skrifuð er á 14. öld, segir: Á ísl. eru eigi skógar, nema björk og lítilsháttar korn vex á fáum stöðum sunnanland.s, og þó eigi nema bygg. Fram á 18. öld hafa víða sést gömul rnerki akuryrkjunnar í forn- öld. Bj. Pallsson og E. Ólafsson segja í ferðabók sinni, að þeir hafi séð gömul akurstæði og jafn- vel akurreinarnar og plógsporin. Á meðal þeirra staða nefna þeir Munkaþvera, Hlíðarenda, Akurey á Breiðafirði, Akra á Mýrum og á Kollsá og víðar. Þeir segja, að vilt korntegund ein vaxi á Akur- ey á Breiðafirði og á Munkaþverá. en ekki sé það melur (Elymus ar- enarius). Korutegund þessi hefur að líkindum lifað frá þeim tíma, að þar var ræktað korn, og mist

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.