Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 2

Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 2
IO fást til að koma þeim á fót. Nú fá menn í kaupstöðum útlend föt fyrir miklu minna verð, en ísl. vaðmáls- föt. — En að því er sjaidnast gáð, að þau endast langt um ver og eru óhollari. Samkvæmt heilsu- fræðiskenningum hentar okkur ísl. betur ullarföt en baðmullarföt. Ut- lendur fatnaður er ásjálegri en vaðmál, segja menn. Ójá, það er og mikill kostur í augum fjöldans. En það eitt vil eg segja, að vað- mal, unnin á góðum heimilum, eru full sómasamleg til klæðnaðar, en hvað þá heldur, ef vaðmálin eru unnin í verksmiðjum. Hvers vegna þarf að tolla ost- ana? —- Af því að þeir standa ís- lenzkri ostagerð fyrir þrifum. Nú eru mjólkurbú að rísa upp á ýms- um stöðum, og stúlkur farnar að læra ostagerð. Eg veit af nokkrum bændum, sem gætu haft þá vöru á boðstólum, ef markaðurinn (í kaupstöðunum) væri ekki fullur af útlendum ostum, og þá færi fleiri að leggja sig eptir nautgriparækt. Sama er að segja um útlendar kartöflur, Þær standa að nokkru leyti kartöfluræktinni fyrir þrifum, að minnsta kosti nálægt kaupstöð- unum, einmitt þar, sem opt er ó- dýrast að framleiða þær. Sundurlausar setningar. I. Enn sem komið er og mörg, mörg ár enn þá, er og verður fjárrækt- in aðalatvinnuvegur allra þeirra, sem landbúnað stunda. Hversu æskilegt sem það væri, að kúabú- in væru stærri en nú, þá er að gera við því sem er, að túnin eru enn lítil og ekki nægilega vel hirt, og þessu er ekki hægt að breyta algerlega í nánustu framtíð; það tekur mörg ár, já, jafnvel tugi ára. Þess sorglegra er að hugsa til þess, að „fjármennskan" skuli vera að deyja út með „hinum eldri mönnum". Það lítur helzt svo út, sem vér „ungu mennirnir", kær- um okkur ekki um að taka upp merki hinna „fornu hölda", sem hafa fleytt fram lífi sínu og sinna á fjárrækt, og fylgja því með kjarki og áhuga. Við að vísu hirðum fé að nafninu, en svo nær það ekki lengra. Við kunnum ekki listina þá, að lifa okkur inn í líf sauðfjárins. Forfeður okkar gátu svo að segja lesið þarfir og ósk- ir skepnanna út úr augnatilliti þeirra og atburðum, en sá lestur er nú gleymdur; það þykir tæp- ast nógu „fínt" að setja sig í spor fjárins nú orðið og geta sér svo til nauðsynja þess. En þetta þarf að lagast og mega ekki líða mörg ár og því síður tugir, áður en það verður. Eg held að þetta mundi helzt lagast, ef „hjástöður" væru teknar upp aptur, enda eru þær, má heita, ómissandi á beitarjörðum. Húsin er ekki síður áríðandi að hirða

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.