Plógur - 14.11.1901, Page 7

Plógur - 14.11.1901, Page 7
7i hafa gctað þrifizt þar. Og það, sem tekizt hefur að rækta þar vestra, get eg eigi séð, hversvegna *nenn ættu að vera hræddir við að reyna nú — Það er mjög opt svo, að óhugur manna og trúleysi a því að reyna eitthvað, sem áð- Vr er lítt þekkt, hefur ekki við annað að styðja^-t en þeirra eigin fi'amtaksleysi. Um það, hvort garðyrkjan ekki 'nundi hafa töluverð bætandi áhrif a efnahag bænda, ef hún væri stunduð með skynsemi og dugn- aði, þarf ekki að eyða neinuni orð- uni. En það lítur út fyrir, að sveitabændur margir álíti garðyrkj- nna ekki arðvænlegt atriði. og kem- Ur það af skorti á eigin reynslu annara. Þeir bændur, sem enn þá ekki hafafengizt við garðyrkju, ættu að leggja meira kapp á, að kynn- ast reynslu þeirra, er fengizt hafa v’ð slikt, og einnig að færa sér í nyt rit þau, sem gefin hafa verið út bl að leiðbeina almenningi í þess- ari grein, og reyna svo sjálfir Því: "Sá veit gerst, sem reynir". — Itúnaðarfélag íslands hefur, með því að koma á fót tilraunastöðinni 1 Reykjavík, unnið eitt hið þarf- asta verk, sem án alls efa hlýtur llr að styðja mjög mikið að fram- Ri'Um garðyrkjunnar, þó því að eir>s, að almenningur vilji færa sér 1 nyt þá reynslu, sem þar fæst og §eri sér meira far um, að nota leiðbeiningar og aðstoð garðyrkju- ráðanauts félagsins. Formaður Búnaðarfél. ísl. heíur auglýst, að byrjað yrði á kennslu í garðyrkju við tilraunastöðina á komandi vori. Þ>að ætti ekki að þuría að hvetja menn til þess, að nota þetta, því það liggur í augum uppi, hve brýn nauðsyn er á slíkri kennslu, því einmitt af þekkingarleysi kemur framtaksleysið í þessari atvinngrein sem fleirum. Það er vonandi, að kennsla þessi verði vel notuð og verði spor í áttina til að sann- færa menn um, að garðyrkja get- ur einnig hér á landi verið arð- vænleg. Ógirt land skyldi enginn láta sér detta í hug að rækta. Það sætir furðu, að menn skuli ekki vera farnir að sjá það af reynslunni, að fyrsta jarðabótin, sem hverjum bónda ber að gera er, að girða túnið, og þeg- ar því er lokið, þá er fyrst full- komins arðs að vænta af sléttum og öðrum umbótum á túninu. Að slétta ógirt tún, sem nú er mjög algengt, getur undir flestum kring- umstæðum ckki komið að hálfum notum, því slétturnar eyðileggjast af beit og umferð hrossa og sauð- fjár, hversu grandgæfilega sem reynt er að verja það. Ekkert gerir túnunum eins mikinn skaða eins og hrossabeit á haustin, og það er að minnsta kosti hér á Suð- urlandi ekki óalgengt, að sjá tún- in alþakin hrossum á haustin, sum- staðar af því að naumast er unnt að verjast því, meðan ekki er girt, og sumstaðar ef til vill af því, að

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.