Plógur - 01.01.1903, Blaðsíða 4

Plógur - 01.01.1903, Blaðsíða 4
4 hann, að þeir finni að það borgi sig, að kaupa „Litla Plóg“. Bændur! látið Plóg njóta þess, að hann berst fyrir því, að betra nijaltalag komht á, að hver sá sem vill, geti eptirleiðis fengið ár- lega um 20 kr. meiri arð af hverri meðalkú, en hingað til hefur átt sér stað. — Fáein orð um vigt á sauðfé. Eptir Austfirding. Vegna þess, að eg hef hvergi í „Plóg“ eða öðrum blöðum, séð minnst á, að vigta sauðfé, vil eg leyfa mér að vekja máls á því, ef ske kynni, að einhver vildi ljá því eyrun. — Eg veit að eins af örfáum mönnum, sem hafa það fyrir reglu að vigta sauðfé, en það er ekki nóg, sú regla þarf að verða al- menn, til þess, að engir, sem fé eiga, fari a mis við þá kosti, er af henni leiða. Að vigta sauðfé á vetrum, á vissum tíma, álít eg hafa mikla þýðingu, bæði í tilliti til hirðingu fénaðarins úti og inni og kyn- bótatilrauna þess dýraflokks, sé nokkuð hugsað um þær. Marga fleiri kosti hefur þessi regla í för með sér, sem eg hirði eigi að nefna nú. Eg er sannfærður um, að sér- hver fjárhirðir, sem lætur sér annt um starf sitt, hirðir fénaðinn með meiri nákvæmni, þegar hann veifi að þetta eptirlit er haft nieð hann. Sé vigtin nákvæm, eins og hún þarf að vera, þá sést, hvort fé'1' aðurinn hefur viðhaldsfóður, van- haldsfóður eða afurðafóður. En öllum mun koma saman um það’ að til þess að geta vænst tilhlýo1' legra afurða af sauðfénu, þurfi þa® að hafa viðhaldsfóður. En það er ekki allra, að dæma um þetta eptir sjón; vigtin verður vissast* og óhlutdrægasti dómarinn. þessa hefur vigtin sérlega mikla þýðingu fyrir þá húsbændur, seit* ekki geta sjálfir hirt fénað sinn- Þegar vigtartöflum fjölgar svo, að hægt er að sjá samanburði 3 þeim, er auðvelt að sjá, hvort fet1' aðurinn rýrnar, stendur í staðeða tekur framförum. Þetta síðast' nefnda er áríðandi í tilliti til ký11' bótatilrauna. — Helztu reglur, sem eg hef vtt' að notaðar við vetrarvigt sanð' fjár og eg álít að dugi um sinn> eru þessar: Vigta skal 1 sauð' kind af hverjum 10 kindutn °£ þar af leiðandi 10 af 100; velja verður ringasta, miðlungs vænsta féð til vigtunar. ÁvalE verður að vigta sömu kindurna1” veturinn yfir, og verður því anfl' aðhvort að gefa hverri þeirra naf° eða númer; ennfremur skal halóa vigtartöflu yfir hverja fénaðarteg' und, ær, lömb, sauði og hrúta- Fyrsta dag hvers mánaðar eg heppilegastan vigtardag.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.