Plógur - 01.04.1907, Side 2
26
TPLÖ GUR.
Einu sinni voru það sérréttindi,
— veitt af konunglegri náð —
göfugustu mann» á Frakklandi,
að sækja Lúðvík 14. handþurku
og þvottavatn, toga í sokka hans
og klæða hann í skyrtuna. Og
enn þá eru þeir til, sem þættust
hafa himin höndum tekið,
mundu þeir njóta þeirrar náðar,
að mega hella úr konunglegu
»næturgagni«! Eg gæti ti'úað
því, að á Þingvöllum í sumar
þroskaðist fremur sleikjuhugsun-
arháttur, sem skapar og elur
upp fyrirlitlega vesalmensku, en
fölskvalaus þjóðernistilfinning.—
Og allir þeir, sem skreyta sig
þessum alkunna svonefnda höfð-
ingjabrag taka þar ef til vill sótt,
liina illkynjuðu krossasótt, ef
þeir hafa ekki fengið hana áður.
Að vísu eru það fáir, sem sýkjast
af þessum kvilla fyrr en á fimm-
tugs og sextugsaldri. —
Það væri vel tilfallið, að fs-
lenska þjóðin héldi einskonar
alþing á Þingvelli. Ætti það vel
við, að sníða slíka þjóðsam-
komu að svo miklu leyti, sem
hægt væri, eftir hinu forna al-
þingi, að löggjafar- og dóm-
störfum frátöldum. Slíka sam-
komu ætti að kosta af almanna-
fé að nokkru leyti. Væri þá
vel, ef þangað kæmu allir helstu
menn þjóðarinnar af öllum stétt-
um. En einkum þó bændastétt-
in. Þangað kæmu fyrst og fremst
kosnir fulltrúar 144, jafnmargir
og sátu forðum í lögréttu. En
svo væri hverjum heimilt að
koma þangað að öllu leyti á
sinn kostnað, sem vildu og gætu,
og mundu þeir margir verða.
Þótt hið opinbera legði fram til
þessarar þjóðarsamkomu 20—30
þús. kr., þá væri það í alla staði
vel til fallið. Þetta þing ætti að
standa í viku, að minsta kosti.
Þar ættu ýms þjóðmál að ræðast.
Og þar gætu bændur úr hinum
ýmsu héruðum landsins komist
í kynni- hver við annan og lært
mikið hver af öðrum í búnaðar-
legu tilliti. Þar ættu fulltrúar
þjóðarinnar, að bindast ýmsum
nytsömum samtökum, er giltu
fyrir þjóðarheildina. En þangað
ættu skáld og ræðumenn að
koma, og vekja þjóðina á þessum
fornhelga stað. — Hvergi annar-
staðar á landinu væri léttara að
benda þjóðinni til sjálfrar sín,
á æfiferil hennar. Þar mundi
mega tala til lilfmninga manna
á þessum stað, þar sem hver
þúfan og lautin, — sjálft nakið
bergið er helgað dýrum endur-
minningum.
Ómetanlegt gagn gæti þess-
konar samkoma haft fyrir þjóð-
ina. Því má ekki gleyma, að
Þingvöllur hefur verið er og
verða mun hjartastaður þjóð-
arinnar. — Þar hefur þjóðin
lifað sínar sælustu stundir, og
þar hefur hún einnig glatað frelsi
sínu. Þar hefir hún sárastfundið
til þess, að hún hafi svikið sjálfa
sig og helgustu köllun sína; þar