Plógur - 01.04.1907, Side 3
PLÓGUR.
27
hefir hún heitast barist fyrir
frelsi sinu og þjóðerni. — Þing-
völlur er því sannur lielgidómur
þjóðarinnar laugaður tárum og
blóði bestu sona hennar.
Samtal.
Tveir nágrannar, gamlir fé-
lagar, sátu heilan dag og ræddu
margt sin á milli. — Þeir hétu
Ráðsnjall og Ráðlaus. Þetta er
haft eftir þeim:
Ráðsnjall: . . . »Enga bújörð
er hægt að fá í vor handa syni
mínum; allir vilja fara að búa.
Það var öðru vísi íyrir 10 ár-
um; þá lágu jarðir í eyði, fleiri
eða færri í hverri sýslu. Þú
hlýtur nú að sjá það, Ráðlaus
minn, að þetta bendir á vax-
andi áhuga landsmanna á rækt-
un landsins og búnaðarfram-
leiðslu. En það bendir á annað
meira. Það, að búskapurinn
borgar sig. Og fleiri vilja verða
bændur en geta. Þetta er
gleðilegt tákn tímans.
Ráðlaus. Eins og þú veist,
þá er eg miklu eldri en þú.
Eg fæddist daginn sem frú Eva
ginti Adam óðalsbónda að eta
af forboðna trénu. Enn mig
minnir að þú kæmir fyrst í
heiminn, þegar Nói gamli hjó
fyrstu spýtuna í örkina sina.
Eg hefi því hlotið meiri líís-
reynslu en þú. Eg hefi altaf
átt í baráttu við þig. Þú hefir
haft sigurinn stundum en eg oft,
já sannarlega ott. — Þú getur
verið hreykinn yfir þér og fram-
kvæmdum þínum, en eg hefi
sannarlega verið þér erviður og
tafið fyrir loftkastala-gaurgangi
þjnum. Og hefði eg ekki ell
þig á röndum, haldið þér bæði
hræddum og vakandi, þá værir
þú löngu orðinn þreyttur á
framfarahjali og framfarastörf-
um, sem þú svo kallar.
ógæfa er það að bændur
halda dauðahaldi i þessa hor-
uðu jarðarskika. Þeir glíma
um hverja hunda-þúfuna eins
og prestar um brauð, og sýsla-
menn um þingmensku. Bænd-
urnir ættu að lesa það, sem »lár-
viðarskáldið« segir umgrundvöll
siðmenningarinnar. Enginn
maður er hans jafnoki. — Ráð
hans eru engin Lokaráð-, Hann
vill að bændurnir haldi hóp,
flytji sig úr daladrögunum niður
á láglendið og byggi þar stórar
borgir, nú eða þá í Reykjavik,
lengi hana og breikki og jafn-
vel dýpki hana niður fyrir allar
gullæðar, alveg á fastann völl,
sem Helgi fróði þekkir bezt. —
Þjóðmenning, siðmenning,
félagsandi, þjóðrækni, stjórn-
fræði, skáldskapur og listir þró-
ast hvergi nema í stórum stöð-
um. Búskapar bröltið drepur
andann, en þroskar einrænings-
háttinn, matar pólitikina og als-