Plógur - 01.06.1907, Qupperneq 5

Plógur - 01.06.1907, Qupperneq 5
PLÓ GUR. 45 sem kallast sólkerfi. Er tiltölu- lega lítið bil á milli þessara sólkerfa, þegar alheimsvíddin er höfð í huga. Eins og nafnið bendir á, er sól í hverju sólkerfi og liringrása aðrir smærri hnett- ir óaílátanlega kring um hana. Aðdráttaraf! sólarinnar heldur hnöttum sinum (börnum) í á- kveðinni fjarlægð og bannar þeim að þjóta eitthvað út í geiminn, sem þá iangar þó injög til, lcnúðir af innra afli, er mynd- ast í þeim sjálfum, þcgar þeir snvíast um sjálfa sig. Afl þetta er kallað miðflóttaafl. Miðflótta- aflið togar í hnettina og reynir að draga þá frá sólinni, eittlivað hurt, en aðdráttaraflið heldur í á rnóti. Af samvinnu þessai'a tveggja afta hringrása hnettirnir i kringum sólina sem þeir að líkindum eru upphaflega fæddir af í vissum skilningi. Þegar sólkerfl vort er frátglið, blessuð sólin, sem lýsir oss dag- lega og vermir og viðheldur öllu lífx, ásamt jarðstjörnunum 9 (þar á meðal jörðinni) eru allar stjörn- ur, sem við sjáum á himninum sólir, eins og sól jarðarinnar. En reykistjörnur, hnettir, senv hlýða sömu lögum og jörðin, venus, mars o. s. frv. sjást ekki, sökum fjarlægðarinnar. Því að fró þeirri stjörnu, (sól) sem næst er sólkerfi voru, eru ljósgeislarnir að berast til jarðarinnar í 3V2 ár, og er hraði þeirra svo afar- mikill, að frá sólinni til jarðar- innar eru þeir ekki nema 8 mín- útur og líl sekúndur. Og þó er svo langt frá jörðunni til sólar- innar, að gangandi maður væri á leiðinni til sólarinnar i 600 ár, ef hann hefði góðan veg, og og gengi 2 þingmannaleiðir á dag og hvíldarlaust. — Byssu- kúlan er ekki lengi á leiðinni. En þó tefðist fyrir henni frá sólinni til jarðarinnar. Setjurn svo, að Páll færi til sólarinnar með byssu sína og vildi skjóta á Pétur óvin sinn þaðan. Pétur gæti þó vcrið óhræddur fyrir kúlunni í full 14- ár frá þvi Páll hlcypti úr byssunni, þangað til lnin gæti náð til hans, þótt ekki sé tekið tillit til aðdráttaraflsins á þessari leið. En lengra er þó til yztu sólarinnar frá sólkerfi voru. Ljósið væri í 100,000 ár á leiðinni til jarðarinnar. — Þetta er svo löng leið, að mannlegri skynsemi er ómögulegt að gera sér grein fyrir henni. En hvað cr svi vegalengd, í samanhurði við ótakmarkaðan alheimsgeim- inn? (í næsta kaíla sést, að þessar síðustu athugasemdir um sól- kerfin koma frumagnalcenning- unni við). — [Niðurlag]. l\yrruin og nú. « Hvernig stendur á því, að margir fullyrða, að vinnufólks- 1 ekla hafi verið óþekt t. d. fyrir

x

Plógur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.