Plógur - 01.06.1907, Blaðsíða 8

Plógur - 01.06.1907, Blaðsíða 8
48 PLÓGUR. komnar á fjall með lömbum taldi hann 6 krónur. Og leit- arkostnaður o. þ. li. varð 2 kr. Samtals 236 kr. Tekjurnar voru þessar: . Ull 23 kr., 10 dilkar 80 kr. og 11 ær 126 kr. 50 a. Samtals 229 kr. 50 a. Skaðinn varð því kr. 6,50. — 1 ær með lambi kom ekki af íjalli og 1 lamb drapst undan að vorinu. Ísíðnzka kjötið. —o— í »Polit.« 24. f. m. er grein frá »húsmóður« um sauðaketið íslenzka. Hún talar þar um það sem allir vita að satt er, liver ómatur íslenzkl saltkjöt er, það er venjulega er saltað í kaupstöðum og selt til útlanda. Henni virðist aftur vera ókunn- ugt um það, að fyrir aðgerðir Hennanns Jónassonar alþingis- manns er nú farið að bæta verk- unina á nolckru af saltkjötinu. Hún furðar sig á, að ekki skuli enn vera flutt út fryst kjöt frá íslandi til Danmerkur, og er það von. Þcgar vér heyrum, að fryst kjöt er flutt til Danmerkur alla leið frá Ástralíu, og að fryst hreindýrakjöt norskt er selt í Laupmannahöfn alt árið, þá furðar mann eðlilega á, að aldrei skuli vera flutl út fryst kjöt frá íslandi. Auðvitað er orsökin skortur skipa með þeim útbúnaði. Tímarií kaupféiaganna, ritstjóri Sigurður Jónsson á Ystafelli, 1. árg. 2. hefti er ný- komið út, prentað á Akureyri. Er rit þetta gefið út aí sam- bandskaupfélagi Þingeyinga og eru ýmsar góðar greinar í þessu hefti. Er þar fyrst ræða for- ma’nnsins (Péturs Jónssonar alþm.) á aðalfundi félagsins 29. janúar þ. á., þá skýrsla um kaupfélagið eftir sama með at- liugasemdum og skýringum eflir rftstjórann. Því næst er skýrsla um kaupfélag Eyfirðinga eftir Hallgrím Kristinsson, og löng grein eftir ritstjórann um »ný- breytni í .kaupfélagsskap og samvinnumálum« veigamesta greinin í heftinu og vel rituð. Þar er fróðleg skýrsla um rjóma- búin í Þingeyjarsýslu og Eyja- fjarðarsýslu eftir sama höf., og sézt af þeirri skýrslu að skilyrði fyrir rjómabúum e§u í sýslum þessum að mun lakari en á Suðurlandi, og telur höf. því vafasamt, hvort stofnun smjör- búa í þessum hjeruðum mundi koma þar að tilætluðum notum. Reynslan heíir sýnt, að smjörbú þau, sem þegar eru komin þar a stofn, hafa átt við mikla eríið- leika að stríða, en vitanlega er sú reynsla stutt, og höf. segir, að þótt framtíðarhorfur smjör- búanna á Norðurlandi séu ekki glæsilegar sem stendur þá sé samt útlitið ekki verulega óvænlegt. Korgið blaðið skilvíslega* Ritstjóri og ábyrgðarmaönr. Sij£urður I^órólíswon. Hvítárbakka. Gutenberg.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.