Plógur - 01.12.1907, Qupperneq 6
94
PLÓGUR.
Það er býsnamargt, sem æsku-
líðurinn þarf að læra. Gott er
að læra t. d. dönsku, ensku o.
s. frv. En meiri þörf er þó á
því, að losast við ýmiskonar
hjátrú, og skaðiegl og leiðinlegt
smásálarþvaður um náungann.—
Margur er sá maðurinn, að hann
þorir ekki að éta, eða láta heim-
ilisfólk sitt éta lirossakjöt, af
því að hann óttast, álas annara.
Og satt er það, að í sumum hér-
uðum er enn fáfræðin svo rík,
að þeir þykja ekki í húsum
hæfir, sem leggja sér hrossakjöt
til munns. En meiriháttar lít-
ilmenska er það að spyrja al-
menningsálitið, hvað rnaður eigi
að éta af því sem ætt er.
Fróðleiksmolar.
VII.
Frumagnir og- í ruiiiyu'gi
(Níðuri.) Vísir menn telja víst, að
sólin hafi einu sinni endur fyrir
löngu verið heitur gufuhnöttur og
að frá henni séu allar jarðstjörn-
urnar komnar. Þær rása í
kringuin þessa stóru móður sína
eftir ákveðnum hrautum og fast
settum lögum. Sólin með þess-
um hörnum sínum kallast sól-
kerfi. En þannig er alt hið
takmarkalausa alheimsrúm fult
af óendanlega mörgum sólkerf-
um. Fastastjörnurnar eru sólir,
en börn þeirra, reikistjörnurnar
eru ekki sýnilegar sökurn fjar-
lægðar frá jörðinni til þeirra.
Þessi sólkerfi eru ekki í kyrð,
eftir ómælanlegum hringmynd-
uðum braulum svífa þau með
feikna hraða. Og hinir einstöku
linettir, innan hvers sólkerfis
rása kring um móðurhnött sinn,
sína sól, sem veitir þeim líf og
kraft. Hreyfmg þeirra er tvöfoid
eins og á hjólinu, sem samtímis
snýst um möndul sinn og rennur
áfram eftir veginum. Þannig
liefir það gengið frá því »ár var
alda« og þannig lieldur þetta líí
áfram til tímans enda. — Nei,
tíminn er eins óendanlegur, og
rúmið. En hver hnöttur, og
hvert sólkerfi á sinn aldur, hefir
orðið til — fæðst — lifir og
hreyfist og líður svo undir lok.
En önnur sólkerfi fæðast og
lifna á ný. — Það er þannig
með tilveru sólkerfa og himin-
hnatta eins og með tilverumanna,
dýra og jurta.
Eins og heimsrúmið er fult
af sólkerfum, í óendanlega stór-
um dráttum, eins er hér á jörð-
inni í óendanlega smáum mynd-
urn alt til orðið af óendanlega
mörgum og smáuin kerfurn, þessi
kerfi, sem svara til sólkerfanna
í veraldarrúminu eru /riimvœi/ir.
Eins og hnattkerfi eru mynduð
afhnöttum, þannigeru frumvægi
mynduð af frumögnum. Og eins
og hnattkerfi í alheimsrúminu
eru aðskilin hvert frá öðru með
afarmiklum fjarlægðum, er hvert
einstakt frumvægi fjarlægt hvert
öðru og er sú fjarlægð hlutfals-
lcga eins stór og fjærlægðin
milli sólkerfanna. Og eins og að
lokum bæði sólkerfin sjálf og ein-
stakir hnettir í þeim rása eftir
ákveðnum brautum, þannig er
ekki einungis hvert einasta frum-
vægi í sífeldri hreyfingu, heldur
hefir hver frumögn sína staðföstu
rás, innan takmarka frumvægj-
anna.
Hver er sá alslierjar kraftur,
sem heldur öllu þessu í jafnvægi
sem býr í öllú og er alt í öllu?
Almáttug vera!
T'fTMfhjHi’AJari UuTeuBcrg,