Alþýðublaðið - 21.02.1927, Blaðsíða 3
aLISÝÐUBLAÐIÐ
3
Ef jjJér sækist eftir góðri, en ódýrri handsápn, þá
biðjið nm eftirtaldar tegundir frá Kaalunds Sæbe-
fabriker, Árósum:
Mastdetaællí,
Tjæresæbe,
Iris,
Royal
Hospital,
öral,
Finest ©live,
Galdesæbe,
Boraxsápa,
Karbélsápa,
Cold Cream. —
Eiiilaver pessara teejismda fæst ©efad b|á
kaiipnaB&Met petm, sem pér veræltfl
irttt, ©Ha peim aaæsta.
væri enn verra. Af breytingu at-
vinnuveganna þar í Iandi var
kjördæmaskipunin orðin þannig,
að á einum stað kusu 21 kjós-
andi jnngmann og á öðrum jafn-
vel einir 7 menn. Þetta leiddi
auðvitað til margs konar rang-
lætis og spillingar, eins og upp-
boðs á atkvæðum í þessum litlu
kjördæmum. Urðu par miklar
deilur út af kosningarréttarmál-
inu, því að hin ráðandi stétt vildi
ekki sleppa völdum sínum, sem
á ranglætinu byggðust. Það var
ekki fyrr en lá við byltingu, að
þessu var breytt. (Frh.)
Meðrl deild.
Þar var á laugardaginn bætt
Við í fjárhagsnefndina Ásgeiri og
Magnúsi dósent. Dagskrármálið,
[ungsál.till. um lækkun vaxta, var
tekið út, þar eð aðal-flutnings-
maðurinn, M. T., var fjarverandi.
Efri deild.
Þar var til umr. frv. um bæjar-
stjórn á Norðfirði, og er það að
mestu sarna frv., sem fyrir síðasta
Jungi lá. Mælti flm., Ingvar Páls-
son, fram með því, og var því
síðan vísað til 2. umr. og alls-
herjarnefndar. Síðara málið var
þingsályktunartillaga Jónasar frá
Hriflu um útvegun veðurskeyta
frá Júlíönuvon á Grænlandi. Benti
flm. á nauðsyn þessara skeyta:
þau myndu gera veðurspárnar
hér tryggilegri. og geta forðað
mörgu mannslífi. Hann skoraði og
á ráðherrann að koma þvx til
leiðar, að simastöðvar í vérstöðv-
um yrðu látnar vera opnar svo
lengi á vertíðinni, að þær næðu
kvöldskeytum veðurstofunnar. At-
vinnumrh. tók vel í hvort tVeggja.
Kvað 'hann stjórnina vera búna að
leggja drög fyrir skeytin fyrir
löngu, en það hefðu verið svo
margir skrifstofumilliliðir erlendis,
að enn væri ekki takmarkinu náð,
og bjóst hann því við, að það
myndi fara nokkur tímí í það enn.
Jóh. Jós. lagði áherzlu á, að skeyt-
in fengjust sem fyrst, og kvaðst
atvinnumálaráðherra ekki skyldu
Játa sitt eftir liggja, en hann réði
ekki skrifstofuganginum í Höfn.
Tillagan samþ. í einu hljóði (14
atkv.) og afgreidd til stjórnar-
innar.
/
Biaðamaimslegur líjafMerl-
ingarháttiir.
Fréttasnati Dana hér ber
„slúður“ í ihaldshlöðin dönsku.
Dönsku blöðin hafa hér frétta-
ritara, eins og lög gera ráð fyrir,
en þau hafa orðið að „tjalda því,
'sem til er“, ef það er satt, að
Valtýr Stefánsson, ritstj. „Mgbl.“,
hafi þann fréttaburð með höndum.
Það hefir þótt við brenna, að sá
fréttaburður væri ekki sem allra
nákvæmastur; sérstaklega væri
honum tamt að segja Dönmn frá
því, sem léti íhaldið hér og höfuð-
menn þess sjást í iðandi tíbrá
ýkjunnar. Svo var't. d. um lof-
skeyti um Jón Þorláksson, þar
sem hann með ýmsum ofmælum
var talinn frumkvöðull að hug-
myndinni um upphitun Reykjavík-
ur með laugavatni. En fréttasnat-
inn bregður og fyrir sig hreinu
bæjarþvaðri, — kjaftavaðiil sem
fer um bæinn, hús úr húsi, rétta
boðleið. — 19. dez. birtist í „Ber-
linga-tíðindum“ skeyti frá frétta-
'snatanum með yfirskriftinni: „Al-
varlegar óspektir í bæjarstjórn
Reykjavíkur. Atvinnulausir mölva
rúður og ráðast á bæjarfulltrú-
ana.“ Fæstir munu nú muna eftir
smáþvargi, sem varð hér í sam-
bandi við bæjarstjórnarfund um
atvinnubæturnar i vetur. — Það
voru einhverjar smávegis orða-
hnippingar, og rúða brotnaði af
slysi. Þetta var auðvitað saga til
næsta bæjar fyrir kjaftakerlingu,
en þótt ólíklegt sé, varð það líka
söguefni fyrir fréttasnata Dana.
Þetta ógnarlega tilkomulitla þvarg
varð að glerbrotum og glóðaraug-
um í hans frásögn, — borgar-
stjóra hótað skemdum, Jónatan
barinn og „aðskiljanlegar" rúður
brotnar.
Nú er nóg komið. Það, sem með
þarf, er fréttaritun til útlanda, en
eltki fréttaburður. Það verður að
koma því svo fyrir, að rétt og
hlutdrægnislaust sé sagt frá því,
sem máli skiftlr, en ekki send auk-
in og ýkt skeyti, þótt þjónustu-
stúlka hjá ritstjóra „Mgbl.“ glopri
niður súpudiski eða götustrákur
skelli snjóbolta í skrifstoíugjugg-
ann hjá honum.
Ueh dagiim ©g veginifi.
Næturlæknir
er í nótt Árni Pétursson, Upp-
sölum, sími 1900.
Fulltrúaráðsfundur
verður í kvöld kl. 8 í Iðnaðar-
mannahúsinu, uppi.
Fyrirlestur
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í gær
var Iýsing á framkvæmdaskortin-
um hér á landi fram til 1870—74
og framförum þeim, er síðan hafa
orðið. Hvatti hún að' lokum til
meiri framkvæmda, því að nóg
verkefni væri fyrir höndum. M.
a. talaði hún um nauðsyn al-
mennrar skólafræðslu og lýsti því,
að I æsku hennar hafi heimilis-
fræðslan á fjölmörgum heimil-
um alls ekki verið svo glæsileg,
eins og sumir vitni nú til hennar.
Heilsufarsfréttir.
(Eftir símtali í morgun vlð land-
lækninn.) „Kikhóstinn" breiðist út,
en er mjög vægur. Er hánn kom-
ánn í tvö lælmishéruð auk þeirra,
jer hann va|r í áður. Eru það Akra-
nes og Vestmannaeyjar. „Inflú-
enza“ stingur sér niður hingað
og þangað um landið, — sú, sem
hér hefir verið. Aðrar farsóttir
eru ekki, og má yfirleitt segja,
að heilsufarið sé ágætt eftir þvi,
sem venjulegt er.
Kvöidvökurnar.
1 kvöld lesa, að því, er ráðgert
er, en e. t. v. verður þö. einhver
breyting þar á, Kristján Alberts-
son, séra Tryggvi Þórhallsson og
Þórbergur Þórðarson.
Togari strandar
Þýzkur togari strandaði'í Þor-
lákshöfn á íöstudagskvöldið.
Komust skipverjar allir, 13 að
tölu, heim til Þorleifs Guðmunds-
sonar og var þar vel tekið.
Slökkviliðið
var kallað í fyrra kvöld. Hafði
fcviknað í Aieykháfsmótum á Loka-
stíg 7. Þetta er í annað sinn á
tveggja mánaða fresti, sem kvikn-
að hefir í reykháfsmótum á húsi
þessu. Er það vítaverður trassa-
skapur af þeim, er fyrir húsa-
smíði standa, þegar mótin eru
skilin eftir og ekki að gert fyrri
en kviknar í þeim. Ef ekki tekur
fyrir slíkt á annan hátt, liggur
næst að setja það ákvæði, að slík
trössun varði a. m. k. greiðslu
kostnaðar við köllun slökkviliðs,
sem er minst á þriðja hundrað
kr. I hvert skifti, því að bæjar-
sjóður á ekki að þurfa að kosta
fitsala.
5—5© % afsláttur af öll-
um vörum.
Vefnaðarvöruverzlun
Kristliar Sigurðarðottar,
Laugavegi 20 A. Sími 571.
slíkar brennur af sínu fé. —
Einnig var slökkviliðið kallað S
íyrra kvöld í Austurstræti 8.
Hafði gleymst að taka rafmagns-
straum af línpressujárni og var
sviðnað niður x borð, sem það lá
á, en aðrar skemdir urðu ekki af
því.
Veðrið.
Hiti mestur 3 stig, minstur 5
stiga frost. Átt ýmisleg, víðast1
hæg, nema snarpur vindur í Viest-
mannaeyjum. Þurt veður. Loft-
vægislsegð fyrrir sunnan land,
sennilega á suöausturleið. Otlit:
Góðviðri á Norður- og Austux-
landi. Austlæg átt á Suður- og
Vestur-Iandi, allhvöss á Suðvest-
urlandi austan Reykjaness.
Bannlagabrot.
1 vikunni, sem leið, fundu toll-
gæzlumenn 40 genevervínsbrúsa í
iæreyska togaranum „Roynden".
Var skipstjórinn sektaður um 300
kr. án þess að málið kæmi fyrir
bæjarfógeta.
Togararnir.
Enskur togari kom hingað í gær
eitthvað bilaður.
Skipafréttir.
Fisktökuskip kom hlngað í gær
tii strigatjöldunar.
Kaupfélag Reykvikinga
hélt aðalfund í gær. Féiagið
hefir nú alveg rétt við og er
komið aftur á góðan rekspöl. Má
óefað mjög þakka það ágætri um-
sýslu kaupfélagsstjórans, Haralds
Guðmundssonar bæjarfulltrúa,
með öruggum stuðningi góðra fé-
lagsmanna.
Jafnaðarmamiaféiagið
(gamla) heldur fund á miðviku-
daginn í Ungmennafélagshúsinu.
Til umræðu verður meðal annars
‘tilraun íhaldsflokkanna að taka
kosningarréttinn af fjölda verka-
manna með því að flytja kjördag-
inn.
Misprentast
'hefir fyrir ranga stöfun í síma
nafnið á útgerðarfélaginu, sem á
þýzka togarann, sem sagt var frá
í laugardagsblaðinu. Félagið heitir
„Hochsee“. — I>á átti og að
standa i grein Finns Jónssonar,
4. d„ 8. 1., að Jóhann Eyfirðing-
ur & co. hefðu þá getað skuldað
6 þús. kr. minna en þeir skulda
nú.