Alþýðublaðið - 05.03.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.03.1927, Blaðsíða 4
4 ALBVÐUBLAÐIÐ drukkið fyrsta teiginn, þá hefði hún ekki heldur drukkið þann sið- asta, er varð henni að bana. Pessi vesalings fluga hefir sjálf- sagt aldrei ætlað sér að steypast ofan í glasið. Hún hefir ef til vill séb aðrar flugur sitja á barm- inum og gera sér gott af áfeng- inu. Það voru hófdrykkjuflugur, sem kunnu að fara með vín. Hún heyrði þær ef til vill taLa um yl- inn fyrir 'brjóstinu, fjörið, sem færðist bæði í fætur og væhgi, skapið, se.n yrði svo létt, og anda- giftina, sem ólgaði í þeirra litla heila. Þetta var freistandi fyrir vesalings fluguna, - og þið vitið, hvernig fór. Ég e.ast um, að nokkur fnaður fari að drekka áfengi með það fyrir augurn að verða ofdrykkju- maður. Það ætlar sér víst enginn íengra en á barminn í fyrstunni, en barmurinn verður mörgum tæpur. Kunnur brennivínsberserkur bauð eitt sinn presti nokkrum vín. Presturinn var bindindismaður, og þegar karl heyrði, að hann vildi ekki svo mikið sein eitt staup, varð honum að orði: „Alveg rétt, prestur minn! Fyrst kemur ■ litla syndin, -4- og svo stóra syndin á eftir,“ Vllt þú verða valdur að iitlu syndinni, ef ske kynni, að stóra syndin kærni á eftir?---------- Ég hefi nógu marga heimildar- menn fyrir því, að áhrif víns- ins geti verið skemtileg og örv- andi á vissu stigi. Ég tek þessa rnenn trúaniega. En — er sú gleði, sem vínið veitir, svo mikils virði, að henni væri ekki fómandi fyrir heill og velferð þeirra manna, sem Liafa böi, en enga gleði af áfengis- nautn? Um óratíma hefir rnann- kyninu verið predikuð sjálfsaf- neitun og fórn. Er víndrykkjan of mikil fórn á altari mannúðar- innar? Fyrirspurn. Hr. Árni Jóhannsson! Um ieið og ég þakka yður fyrir hið ágæta erindi, er þér fluttuð fyrir útvarpið s. 1. sunnudags- kvöld og nefnduð: „Ný siðabót", vil ég notá tækifærið og biðja yður um skýringu sérstaklega á einu atriði í áður nefndu erindi, — skýringu, sem yður er vafa- laust bæði ljúft og auðvelt að veita, en rnargir af áheyrendum yðar — og þar á meðal ég - bíða eftir með óþreyju. Að vísu gerðuð þér ekki ráð fyrir, að guð heyrði neinum sér- stökum stjórnmálaflokki til, en samt hélduð þér því afdráttar- laust fram, að honum væri hreint ekki sama, hver blöð vér læsuin eða hverjum vér greiddum at- kvæði. Ég skal fúslega játa, að jxessi skýiausa yfirlýsing yðar um vilja- guðs í þessu efni konx mér í al- variegan bobba. Ég hefi sem sé undan farið lesið öll Reykjavíkur- blöðin og yfirleitt öll þau blöð', er ég hefi náð í, en það er deginum Ijósara, að þeim hætti get ég ekki haldið lengur, eftir að þér hafið bent mér á þessa hlið mélsins. En nú kemst ég í mesta öng- þveiti, þegar ég á að fara að velja og hafna samkvæmt þessari nýju bendingu, því að væntanlega er hæpið að treysta á það, að minn vilji sé í samræmi við guðs vilja í þessu efni. Sumir vilja helzt lesa Alþýðu- blaðið, aðri.r „Morgunblaðið“ og. enn aðrír „Tímánn“, „Vörð“ o. s. frv., svo að eitthvað hlýtur vilji surnra þessara manna að beinast inn á skakkar brautir. Þess vegna vií ég biðja yður bæði sjálfs mín vegna og margra annara, sem líkt er farið og mér, að gefa skýr- ingu á því, huer blöð guði sé þóknanlegt að vér lesum, og hver hin séu, sem hann heiir vanþókn- un á. ' Að þessari skýringu fenginni vitum vér, hvernig og hverjum vér eigum að greiða atkvæði. því að vafalaust greiðum vér þau í samræmi við vilja þeirra b!aða, er vér eigum að lesa. Ég vænti skjótrá og skýrra svara. 22. febr. Áheyrcmdi. , Nokkur orð um ráíniugaraðferð skípstjóra í Hafnarfirfíi. Reynsla allra alda sannar, ttð ekkert er hættulegra og skaðlegra í viðskiftalíiinu en brigðmælgi. Fylgjur hennar verða ætíð ilia séðar í augum heiðvirðra manna og baka tíðum saklausum einstak- iingum þau óþægindi, sem þeir bíða jafnvel aldrei bætur. Ég vænti því, að sjómenn hér i Hafh- arfirði, bæði þeir1, sein orðið hafa iyrir brigðmælgi í viðskiftum sín- um við skipstjóra fiskiskipa hér í vetur, og eins þeir, sem opin hafa augun fyrir þeirri óreiðu, sem átt hefir sér stað íþessuefni, álijti það tímabært að skjóta þessu máli undir dóm almennings. Eins og kunnugt er, hafa sjó- mernx í Hafnarfirði cins og annar verkalýður orðið að kenna ærið á hinu mikla harðæri, sem hér hefir verið á atvinnurnálasviðinu. Úr þeinx hópi hafa menn verið ráðnir á fiskiskipin um vetrar- vertiðina og aðrir dregið sig eftir vilyrðum skipstjóranna til síðustu stundar. En þá tilkynna hlutaðeigandi skipstjórar, að þeim sé ekki auðið að efna loforð sín eða vilyrði og segja þeim upp. Heíir þetta valdið einstökum mönnum ærnu tjóni, þar sem þeir- hafa ekki leitast fyrir um skiprúnx á öðrum skipum vegna loforða og einskis verðra vilyrða skipstjóranna. En af hverju stafar þessi ófor- svaranlega brigðmælgi ? Stafar hún af ósjálfstæði skipstjóranna gagnvart útgerðarmönnum? Sé býður lægstu fáanlegu iðgjöld og fljóta afgreiðslu. Sími 569. Aðalumboð Vestugötu 7. Pósthólf 1913. svo, er full þörf á því, að ráðn- ing háseta fari franx annað hvort hjá skipstjóra án nokkurrar í- hlutunar frá útgerðarmönnum eða á skrifstofu útgerðarinnar án af- skifta skipstjóra. Ljósustu rökin fyrir þessu rnáli er fratnkoma skipstjóranna á „Ver“ og „Ými“. Þeir hafa nú undan farið látið rigna uppsögn- um yfir ráðna sjómenn. Svo langt hefir jafnvel verið gengið í öfuga átt af skipstjóranum á „Ver'\ að mönnum héðan úr bæ með afar- erfiðar heimilisástæður, er haía verið á skipinu, síðan það kom, er sagt upp fyrirvaralítið, en ut- anbæjarmenn cinhleypir og aðrir efnaðir með litla fjölskyldu hafa hins vegar haldið stöðum sínum á skipinu. Virðist sem ætterni og íengdir séu í því sambandi þjngú á vogarskálum skipstjóra en vel- ferð bæjarins og réttur íbúanna. Sumum hefir komið í hug, að í þessari fækkun háseta á togur- unum hér feldist sparnaðarhug- mynd. Má vel vera, að svo sé. En ekki mun hún einhlít vera. Eða mynrlu ekki útgérðarm'ehn í Halix- arfirði vilja reyna aðra spamaðar- hugmynd um leið, sem færi í þá átt að launa skipstjóra sína að mestu leyti af „nettó“-arði skips síns. Þnd er spor til sparnaðar. Hér er ekki tækifæri að þessu sinni að fara mörgum fleiri orð- um um þetta. En það vil ég minna alla sjóménn á að vinna að því, að þeir séu ekki því gerræði beittir, sem nú hefir átt sér stað vegna ósjálfstæðis skipstjóranna gagnvart útgerðarmönnum. Þessúm orðum er vitanlega að eins heint til þeirra skipstjóra, sem hafa gert sig seka í óhæfu þeirri, senx hér er gerð að um- talsefni. Hafnarfirði, 10. febr. 1927. Júlus Sigiirðsson. Fypis'spwrit. Ég vildi nxega beina þeirri spurningu til Alþýðublaðsins, og óska svars við herini, hvort orð- rómur sá, er þessar stundir kvað eigi gera fáförult, væri sannleik- anum samræmur, að með því að nú væri að fullu og öllu uppseld- ar til útlendra braskara, ■ um ó- konxnar aldaraðir, þær nytjar Is- lands, senx nefnast eildgos, jarð- skjálftar; eldfjöll og norðurljós, og með því að ríkisstjórn vor hafi heykst fyrir Dönurn á þeirri tvíllausa skyldu að heimta oss til handa fullveldi vort á nýlendu vorri, Grænlandi, eylandinu mikla Stígvélciði kötturinn. 3,00. Fom- kunningi kominn í nýrri útgáfa með litmyndum. Theódúm Thoroddsen: Þulei. 1,00. Frú Theódóra er orðin pjóð- fræg fyrir þulur sínar. Þessari þulu fylgir þar að auki, að Björn 'Björnsson hefir sniðið ytri bún- ing hennar. Tímorit Þjóðrœhnisfélags íslend- inga í Vesturheimt. VII. 6,00. Tímarit þetta hefir alt af verið fengur bókmentum vorum. Það er Austur-lslendingum til skammar, hve lítið þeir sinna þjóðræknis- hreyfingu landa sinna vestra, og sérstahlega er það skömm fyrir þá, að tímaritið skuli ekki hafa verið mikið keypt. Það er þó nú á þrotum, og er þhver siðastur að eignast það heilt. og gagnauðga, sem að sögulegum rétti, alþjóðarétti og hnattstöðu- rétti er vor óskoruð eign, og loks nxeð því að Grænlandsneínd vor, sem skipuð var nxeð íuliu sanx- Somulagi allra stjórnmálaflokka löggjafaTþings vors og reynist sí- starfandi, þríeinn réttur Græn- landsmálanna og þrotlaus ráð- gjafi, er daglega færir saiixeinuðu þingi voru mikils verðar og marg- háttaðar upglýsingar fyrií' luktum dyrurn að alþjóða hætti, skorti enn þá víðsýni og þjóðarmetnað, dirfsku og hagfræðilega þekkingu til þess að kveða upp lyktar- úrskurð um það, hvort vér eigunx heldur að selja Bandaríkjunum eða þá Canadamönnum nýlendu vora fyrir einn mílljarð króna, hálfan annan milljarð eða tvo milljarða, og nefndin hefir þar á ofan eigi getað gert fullnaðar- lokatillögu um það atriði, hvort sá, er söluna annast af hendi þjóðar vorrar, fengi í „pxovision“ eina mijljón króna eða tvær, þrátt fyrir niargháttaðar málamiðlani'r, — þá hafi ríkisstjórn vor með lófataki alls alþingís vors á lok- uðunx fundi kveðið svo á, að styrkurinn til skálda og lisía- manna skuli að þessu sinni þjóð- nýttur á þá leið, að hönuin sé öllum varið til bráðabirgða-hefti- plásturs handa stærsta stórsáík lands vors? Heildsili. Svar. Alþýðublaðið fe» þess dulið, hvort noklxur fótur kytmi að vara

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.