Alþýðublaðið - 05.03.1927, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.03.1927, Blaðsíða 6
6 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ Ársrit Hins íslenzka garðyrkjufélags 1927“ er nýkomið, nett kver með ýmsum nytsömum fróðleik. 1 fyrstu ritgerðinni örlar þó á hug- myndum, sem eru ancjvana fædd- ar gamalmennahugsanir, svo sem það, er segir urn varnir við út- streymi úr sveitunum. Húsasmiður. Byggingarnefnd Reykjavíkur hefir viðurkent Jóhann Kr. öl- afsson trésmið, Garðastræti, fuli- giidan til að standa fyrir húsa- smíði hér í borginni. Áheit á Strandarkirkju, afhent AlþbL: Frá konu kr. 2,00, frá J. S. J. kr. 2,00. Kappglímu heldur glímuféiagið „Ármann" á Iðnaöarmannahúsinu kl. 3 á morgun. Á eftir glíinunni verður hnefaleikur. Veðrið. Hiti 0—8 stiga frost. Átt víðast norðiæg, hvergi meira en stinn- ingskaldi. Víðast þurt veður. Út- lit: Norðaustan- og norðán-átt, allkvöss á Vestfjörðum og í nótt á Suðurlandi austan Réykjaness. Snjókoma á Austurlandi og dálítdl á útsveitum Norðurlands. Þurt hér um slóðir. Skipafréttir. „Esja“ fer kl. 8 í kvöld aust- ur um land í hringferð. „Goða- foss“ fór í dag til Hafnarfjarðar og fer þaðan annað kvöld til út- Íanda. „Guilfoss“orer vestur á firði á inánudag kvöldið. Koiáskip kom hingað í morgun. BarnastúkatT„Svafa“ heldur fund á morgun kl. 12-Li stundvíslega. Áríöandi, að allir fé-f Skrifstofnherbergi óskastleigt frá miðj- um þessum mánuði, þarf að vera í mið- bænum. — Tiiboð í lokuðu umslagi, merkt „728“, sendist afgreiðslu blaðsins. Pama Rakvélablöð komin aftur; kosta 11,25 stk. Vöruhúsið. »8gar mæti. Embættismannakosn- ing o. fl. Gœzlamaðiir. Togararnir. í morgun komu af veiðum: „Draupnir“ með 90 tunnur lifrar, „Geir“ með 111 tn. og „Ólafur" með 120 tn. „Kári" kom til Viðeyj- ar með um 100 tn. Banngæzlan og ,Morgunblaðið‘. „Mgbl.“ bölsótast yfir því, að bannlagagæzlan, sé að aukas.t. „Storms'-systkininu svíður. Var og aldrei við öðru að búast úr þeirri átt. Nafnið. Bregst þér, maður, brauð og féð; bæta það mun vandann, hafirðu að eins heyrt og séð Hjalta-staða-f jandann. Spói. Ps*|il@íir er „Mjallaru-aröpinn. 5® kirlnanHakiæðnaðir verða seldir með tækifærisverði nokkra daga. Sumt af fötunum hefur verið pa'ntað, en ekki sótt, allar stærðir til. Föt saumuð eftir máli i tveim flokkum. Athugið verð og gæði. Anðrés Andrésson, Laugavegi 3. Uítopeíöid AfMðubfaðiðf Kaffistell, 6 manna . . . 14,75 Postulínsbollapör, f falleg, 0,50 Þyottabalar frá 3,90 Þvottapottar með rist og loki frá . 8,75 Vatnsfötur /ý. . , 1,90 GJerþvottabretti . 3,00 Körfur alls konar. Þvottastell frá 9,00 Bollabakkar, hnífapör og skeiðar. Góðar vörur nreð góðu verði. ¥er^taii Jóiís Mrðarsonar. íslenzk frímerki kaupir hæsta verði Bjarni Þóroddsson, Urðar- stíg 12. Heima 6—8 síðd. Frá Aiþýðubrauðgerðinni. Út- sala á brauðum og kökum er opnuð á Framnesvegi 23. Hús jafnan til sölu. Hús teldn í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 11—1 og 6—8. Nýr dívan til sölu með sér- ;stöku tækifærisverði, ef samið er strax. Vesturgötu 14. Ný net til sölu á Grettisgötu 22 C eftir kl. 6 e. m. Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fasteigna í Reykjavík og úti um land. Á- herzla lögð á hagfeld viðskifti beggja aðilja. Símar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Verzlið við Vikar! Það verður notadrýgst. Ritstjórl og ábyrgðarmaöur HallbjörE Haíldórss<m. Alþýðuprentsmiðjan. Upton Sinclair: Srniður er ég nefndur. af blæstrinum úr þokulúðrinum, sem not- aður var til ‘þess að vara fólk við að verða á vegi T S, er hann var á ferð með mann- fjölda sinn á myndatökustað. £g snéri mér að Smiði. Ég kveið fyrir að Ijúga að honum; satt að segja hafði ég hugboð um, að Jjað væri ekki svo auð- hlaupið að því aö segja honum ósatt. En ég reyndi það. „Herra Smiður! Hamby skildi eftir skilaboð; hann varð að fara ofan, en sagðist langa til þess að finna yður. Vild- uð þér koma ofan og hitta hann?“ „Já,“ svaraði Smiður, og hann gekk að dyrunum og ofan stigann án þess að bæta neinu við. Við hinir komum á eftir, Abell og Monata fyrstir; þeir voru báðir saklausir, og grunaði hvorugan neitt. Þar næst gekk Lynch, ])á Jói og síðast ég.. Spámaðurinn gekk út á strætið, og á sama augabragði þyrptist hópur af hermönnum umhverfis hann, og tveir ])eirra gripu í hand- leggi hans. Hann hreyfði ekki hendurnar né mæiti orð frá vörum. Abell flýtti sér auö- vitað að mótmæia þessu; Moneta, Mexíkö- maðurinn, greip til siðar forfeðra sinna. Hann greip hendinni innan klæða og brá hnífi. Hermaöurinn ejnn reyndi að halda honum, en Moneta hrópaði: „Sleptu mér, eða ég sníð af þér eyrun!“ Við það snéri Smiður sér við og mælti í skipandi róm: „Enginn mað- ur viðhali ofbeldi mín vegna! Þeir, er of- beldi nota, skulu fyrir ofbeldi farast.“ Mo- neta staðnæmdist, og Lynch og Jói og ég stóðum auðvitað Jíka kyrrir, og nú iögðu nokkrir menn af stað með Smið áleiðis að bifreiðunum. En þeir komust ekki langt. Rödd rauf þögnina á strætinu. Ef öðru vísi hefði stað- ið á, hefðu menn haldiö, að þetta væri kvenmannsrödd, en á þessum stað og eins og átvik öll voru æsandi mátti halda, að þetta væri rödd yfirnátíúrlegrar veru. Hún nærri því söng orðin; það var eins og silfur- lúðúr, er hljómar yfirsorustuvöll, — dýrlegt, æsandi, dáleiðandi: „Víkið úr ve-e-e-gi hins Mikla, Keisaralega Ar-n-a-r Ku-u Klux Klan!" Allir h'rukku við, en ég held, að mér hafi brugðið enn meira en nokkrum öðrum, því að ég þekti röcldina! María Magna var aftur komin fram sem „talandi leikkona"! Ég stóð á þrepunum upp að húsinu, svo að ég gat séð yfir mannfjöldann. Þarna voru fjórar flutningabifreiðar frá Eternal City, og höfðu tvær og tvær komið saman úr hvorri átt. Eitthvað um fimmtíu manns voru komnir úr þeim o^ fleiri voru á ieið- inni. En allir voru klæddir í víða, hvíta sloppa, með víða hettu yfir höfðinu og á henni tvö svört göt fyrir augu og annað fyrir nefið. Menn þessir höfðu raðað sér í hálf- hring og umkringdu alveg þennan litla hóp af hermönnum og þrýstu þeim upp að hús- veggnum. En í miðjunni á hringnum, nokkr- um fetum framar en aðrir, stóð hinn „Mikli Keisaralegi Örn“, nieð rauða stjörnu á hett- unni framaiWi enninu, með útbreidda, drif- hvíta hantlleggina og i arinari hendi töfra- sproti með rauðu Ijósi á endanum. Töfra- sprotánum var sveiflað fram og aftur í átt- ina ,til Stórskotaliðsmannanna, og það hafði bersýnilega þau áhrif, er til var ætlast, l)ví að allir stóðu þeir grafkyrrir og störðu opn- um augum. LVII. Öperu-röddin hóf aftur silfursönginn: „Vík- ið, allur skiiíll! Hörfið! Sigið undan! Á braut! — Lútið n-i-ð-u-r! Víkið úr vegi fyrir Skríl Skrílanna, hinuiri ómótstæðilega, keisaralega, æðsta yfir-skril! Hlýðiö á Hinn Háa Aðal- Drotnandi Lávarð Leyni-Hersveitanna, hinn Æðsta, Ódauðlega, Hákeisaraiega Örn yfir Ku Klux Klan!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.