Alþýðublaðið - 23.08.1935, Page 4

Alþýðublaðið - 23.08.1935, Page 4
FÖSTUDAGINN 23. ágúst 1935. pw GAMLABlÓ ■ 1 Skáldið. Áhrifamikil og snildarlega vel leikin talmynd, sam- kvæmt leikriti Kagnars Jósephsson. Aðalhlutverkin leika: Gösta Ekman, Karin Carlsson, Gunnar Ohlsson, Hjalmar Peters. Skrlf tar - námskeið byrjar bráðlega, sem verður lokið 1. okt, er því hentugt skólafólki. GuOrún Geirsdöttir, Sími 3680. Nýslátrað Allskonar nýtt grænmeti. Verzlunin Kjöt & Fiskur, Símar: 3828 og 4764. M. s. Dronning Alexandrine fer annað kvöld kl. 6 til ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Akur- eyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla í dag. Fylgibréf að vörum komi í dag. G. s. Primula. fer annað kvöld kl. 8 til Leith (um Vestmannaeyjar og Thors- havn). Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Tryggvagötu. — Sími 3025. ■ SnflondagsblaA Algýðnblaðsins. I. ár, tbl. nr. 8 o g II. ár, tbl. nr. 23 Þeir útsölumenn, sem hafa eitthvað óselt af þessum blöðum sendi þau til aígreiðslunnar í Reykjavík. Síldveiði heldur á- fram á Húnaflóa. SIGLUFIRÐI, 22./8. FÚ. Höfrungur fékk svo mikla sílcl í Húnaflóa síðast liðna nótt, að nótin rifnaði, og náðist ekki nema lítill hluti þess, >er í nótina kom. Ætla menn, að komið. hafi í nót- ina á annað hundrað tunnur, en skipið náði að eins 70 tunnum og kom með þá síld til Siglu- fjarðar í nótt. — Ásbjörn kom í dag til Siglufjarðar meö 175 tunnur síldar, einnig veidda í Húnaflóa. í gær var saltað á Siglufirði 127 tunnur. — Söltun á Siglufirði frá vertíðarbyrjun er 22 210 tunn- ur. — Skv. símsk. frt. útv. á Siglufirði. Síld til Skaga- strandar. BLÖNDUÖSI, 22./8. FÚ. 1 gærkveldi komu vélbátarnir Ægir frá Gerðum og Muninn frá Sandgerði til Skagastrandar með samtals 350 tunnur síldar. I morgun kom Valbjörn frá ísa- firði með 250 tunnur. Öll þessi síld var grófsöltuð. — I dag kom Hvidbjörnen til Skaga- strandar með 100 tunnur síldar. Þóra Tryggva* dóttir, kennarl. ÞÓRA TRYGGVADÓTTIR Fregnin um hið sviplega frá- fall hennar 16. þ. m. mun hafa komið flestum á óvart. Hún var kona á bezta aldri, aðeins 36 ára, og mátti mikils og góðs af henni vænta í störfum sínum, En hún hafði tveimur veglegum störfum að gegna, — hún var húsmóðir og eiginkona, það var einkalíf hennar, — en hún var einnig kennari og á þeim vett- vangi sá ég hver hún var. Og það duldist engum, sem sá Þóru með nemendum sínum, að starf- ið var henni yndi, hún stjórnaði og starfaði eins og vinur barn- anna og ávann vináttu, einlægni og hlýjar hugsanir frá þeim. Það var hamingja hennar. Þóra Tryggvadóttir var fædd 14. júlí 1899 að Geithellum í Suður-Múlasýslu. Faðir hennar Tryggvi Daníelsson drukknaði áður en hún sá dagsljósið, en móðir hennar Vilborg Einars- dóttir lifir enn. Þóra ólst að nokkru upp hjá móður sinni, en einnig hjá Þórhalli kaupmanni Daníelssyni í Hornafirði. Hún stundaði nám í Kennaraskólan- um, sigldi til Noregs og var þar við nám eitt ár, var síðustu árin kennari við Austurbæjarskól- ann. Hún var gift Jóhanni Jó- hannessyni, bankamanni. Henn- ar mun verða minnst með hlýju af öllum þeim, sem kyntust henni. Skólinn á þar á bak að sjá einum af bestu starfskröft- um sínum. G. M. M. GERÐARDÓMUR Frh. af 1. síðu. Niðurstaða gerðardómsins, sem allir meðlimir dómsins voru sam- mála um, fer hér á eftir, og geta, námssveinar af henni séð, hvað þeir mega, þegar þeir eiga í höggi við ósvífna meistara: i Niðurstaða gerðardómsins. Samkvæmt kröfu Ásgríms Lud- vikssonar, nemanda, í bréfi til lögreglustjóra, dags. 13. þ. m., var lagður í gerð ágreiningur milli hans og meistara hans, Hen- ry Möller húsgagnafóðrara út af námssamningi þeirra á millum, dags. 18. júlí 1934. Áður hafði meistari krafist þess af lögreglu- stjóra, að nemandi yrði fluttur til sín, samkvæmt 13. gr. iðnað- arnámslaganna, þar sem _ hann hefði að ástæðulausu yfirgefið nám sitt. Krefst nemandi þess, að námssamningnum verði slitið. I lögregluréttarrannsókn, er fram fór, samkvæmt beiðni gerð- ardómsins, er upplýst, og viður- kent af meistara, að hann hafi látið nemanda hvað eftir annað vinna eftirvinnu og helgidaga- vinnu. Hvort tveggja þetta er bánnað í 8. og 9. gr. iðnaðar- námslaganna 31. maí 1927, og lögð refsing við i 21. gr. sömu laga. Gerðardómurinn lítur því svo á, að með þessu út af fyrir sig hafi meistari gert sig sekan í verulegu broti á skyldum sínum gagnvart nemanda, er heimili honum að slíta námssamningnum samkv. 16. gr. 2. tll. sömu la^a. í annan stað hefir meistari í áðurnefndri Iögregluréttarrann- sókn viðurkent að hafa viðhaft við nemanda þar nánar tilgreint orðbragð, sem gerðardómurinn telur óhæfilegt og ríðá i bága við skyldur meistara til að vaka yfir góðri hegðun nemanda síns. Einnig þetta er að áliti gerðar- dómsins nægileg ástæða til þess, að nemandi geti krafist náms- samningnum slitið samkvæmt áðurnefndu ákvæði. Hvorugur aðili hefir gert kröfu um skaðabætur eða málskostnað. Því úrskurðast: Námssamningi þeirra Ásgríms Ludvikssonar og Henry Möllers, dags. 18. júlí 1934, skal slitið samkvæmt kröfu nemanda. Hótel Vík. Gisti- og veitinga-hús. 1 gær var opnað nýtt gisti- og veitingahú^ í Vallarstræti 4, í íhúsa Björns-bakarís. Heitir gistihúsið Hótel Vík og er forstöðumaður þess Theodor Johnson. Gestaherbergi eru 16, þar af 7 tveggja manna herbergi. Eftir miðjan september verður opnuð veitingastofa á stofuhæð- inni. Ferðafélag íslands ráðgerir skemtiferð í Krísuvík næstkomandi sunnudag. Ekið verður í bílum að Kaldárseli, gengið þaðan vestan Undirhlíða um Ketilsstíg að Kleifarvatni og í Krísuvík. Verða skoðaðir hinir merkilegu hverir, Frá Krísuvík verður gengið að Isólfsskála og ekið þaðan í bílum til Reykja- víkur. Farmiðar fást í bókaverzl- iun Sigfúsar Eymundssonar til kl. 4 á laugardag. Skátafélagið „Ernir“. Skátarnir komi allir á áríð- andi fund að Ægisgötu 27, kl. 9 á föstudagskvöld. I DAG Næturlæknir er í nótt Bjarni Bjarnason, Leifsgötu 7, sími 2829. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apoteki. Veðrið: Hiti í Reykjavík 12 stig, 14 stig á Skálanesi. Yfirlit: Yfir norðvestanverðu Islandi er lægðarmiðja, sem hreyfist hægt norður eftir og fer minkandi. Útlit: Hæg sunnan og suðvest- anátt. Smáskúrir. ÚTVARPIÐ: 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar (plötur): — Danzlög seinustu kyn- slóðar. 20,00 Upplestur: Úr íslenzkri sjómannaæfi, II. (Guð- mundur G. Hagalín). 20,30 Fréttir. 21,00 Tónleikar (plötur) : a) Frægir fiðluleikarar; b) Erlend skógarlög. S undmeis taram ó tið. Tvö ný met í bringusundi. Lokaþáttur þess hófst á Ála- fossi kl .8 sd. í gærkveldi með þvi, að kept v;ar í 400 stik. bringu- sundi karla. Úrslit urðu þessi: 1. Ingi Sveinsson (Æ.), tími 6 mín. 50,6 sek., og er það nýtt íísl. met á þessari vegalengd á bringu- sundi. Eldra metið átti Þorst. Hjálmarsson (Á.), og var það 6 mín. 54,2 sek. Ingi er aðeins 15 ára ajð aldri, og með tilliti til þess mun þetta vera bezti ár- angur, sem náðst hefir á þessu móti. 2. var Þórður Guðmundsson (Æ.), timi: 7 mín. 01,1 sek. og 3. var Jóhannes Björgvinsson (Á.), nmi: 7 mín. 02,0 sek., hann er 16 ára og líklegur til mikils frama í íþrótt sinni. 50 stika sund, frjáls aðferð kvenna: 1. Imma Rist (Á.), tími: 0,39,9 sek., nýtt met; eldra metið átti Klara Klængsdóttir (Á.) og var það 40,8 sek. 2. Klara Klængs- dóttir (Á.), tími 39,9 sek. 3. Alda Hansen (Æ.), tími 48,6 sek. Þátttakendur í þessu sundi voru 6 alls. Imma og Klara syntu saman og varð Imma aðeins fyrri að snerta endamarkið, en klukkurnar sýndu sama tíma á báðum sundkonunum. 1500 stika frjáls aðferð karla. 1. Jónas Halldórsson (Æ.), tími 23 mín. 32,6 sek. Pétur Ei- ríksson (K. R.) tók einnig þátt í þessu sundi, en synti út af braut s-inni og því dæmdur frá verö- launum. Að sundinu loknu afhenti for- seti 1. S. 1. sigurvegurunum verð- launin. Að því loknu bauð Sigur- jón á Álafossi keppendum og starfsmönnum mótsins til kaffi- drykkju, og voru þar margar og snjallar ræður fluttar. Og að lok- um var danz stiginn frám til kl. 12 á miðnætti. Skipafréttir: Gullfoss er á Akureyri. Goða- foss er væntanlegur til Vest- mannaeyja í kvöld. Dettifoss er á leið til Hull frá Vestmanna- eyjum. Brúarfoss er í Kaup- mannahöfn. Lagarfoss er á Vopnafirði. Selfoss er í Ant- werpen. Dronning Alexandrine kom í gærkveldi. Island var væntanlegt til Kaupmannahafn- ar í dag. Prímúla er í Reykja- vík. Ágætur ánamaðkur fæst á Sellandsstíg 9. Sími 3429. Höfnin: British Pluck kom í nótt. — Laxfoss fór kl. 7 í morgun til Borgarness. Enskur togari kom í morgun að skila fiskilóðs. Spegillinn kemur út á morgun. Hjálpræðisherinn. I kvöld kl. 8y2 saméinuð helgunarsamkoma, ofursti Hal- vorsen frá Noregi talar. Allir foringjar og liðsmenn aðstoða. Söngur og hljómleikar. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur. 50j Bpegillinn kemur út á morgun. Sólubörn afgreidd allan daginn í Bókaverzlun Þór. B. Þorláks- son, Bankastræti 11. Ní JA Bló H Stjarnan frá Valencia. Þýzk tal- og tónmynd frá Ufa, er sýnir harvítuga viðureign hafnarlögreglu stórborganna gegn ógnum hvítu brælasölunnar. Aðalhlutverkin leika: Liane Haid, Paul Westermeier og Ossi Oswalda. Aukamynd: Frúin fær áminningu. Þýzk tal- og tónmynd í 1 þætti. Börn fá ekki aðgang. Sá, sem vill innrétta 1—2 her- bergi og eldhús, getur fengið ódýra leigu. Tilboð merkt: ,,Skerjafjörður“, leggist inn á afgr. blaðsins. ItykUvfk - Hveragerði. Fastar ferf ir alla daga vikunnar Frá Reykjavík kl. 10 f. h. nema mánud. og þriðjud. kl. 1 e. h. og laugardaga kl. 5 e. h. Frá Hveragecði kl. 5 e. h. nema sunnuduga 11. 6 e. h. og mánu- daga og þriðjudaga kl. 7 f. h. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Símoni Jó issyni, Laugaveg 33, búðinni, sími 3221. Jón Guðlaugsson. Nýslátrað dllkakjðt lifur og svið kaupa allir í sunnudags- matinn í kjötverzlunum okkar. Kjöt & Fiskmetisgcrðicni Grettisgötu 64, RevkMsinn, Grettisgötu 50 B, og KjðtMðinni í V erkamannabústöðunum. Hjartans þakklæti til allra, er auðsýndu kærleiksríka samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Páls Stefánssonar er andaðist 10. þ. m. Aðstandendur. Leikfimisáhgld. Þeir skólar eða félög er ætla sér að kaupa leik- fimisáhöld, hesta og kistur, á þessu hausti geri pant- anir sínar sem allra fyrst. Efni og vinna hliðstætt því besta útlenda. Gnðlaugur Hinriksson, Vatnsstíg 3. Sími 1736. IðnsamMnð bynninnamanna. Tilkynning. Þeir byggingameistarar, er efni vantar til að fullgera þau hús, sem nú eru í smíðum, eru beðnir að senda nú þégar skrá yfir það efni, sem enn er ófengið leyfi fyrir, til skrifstofu Iðnsambands byggingamaima, til þess að hún fái yfirlit yfir, hvað vantar af efni til að fullgera byggingarnar. Sömuleiðis skulu þeir byggingamenn, sem búnir eru eða ætla að taka að sér að byggja ný hús á komandi vetri, senda tilkynningu um það til skrifstofunnar, ásamt lista yfir þær byggingavörur, er þeir þurfa að nota, hversu mikið af hverri vörutegund og á hvaða tíma vörurnar skuli notaðar. Sambandsstjórnin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.