Alþýðublaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 4
FIMTUDAGINN 12. SEPT. 1935 GAMLA BIÖ Hin heimsfræga íshafsmynd um Tjeijuskin rússneska skipið, sem sökk í íshafinu. Mynd, sem allir verða að sjá. Hættulegur leikur. I gær 'kl. tæplega 7 var Hafn- arfjarðarbíllinn Hf. 90 austanmeg- in við Lækjartorg og var að taka; farþegia. Reið þá kúla alt í eínu inn um einn gluggann af ofsa hraða. Lögregiunni var pegar til- kynt um petta, og eftir dálitla rannsókn kom í ijós, að piltur 17 ára að aldri, hafði skotið stein- völu af teygjuslöngu frá gafli Útvegsbankans, för steinvalan um 30 metra vegalengd. Telur lög- reglan, að hefði steinvalan lent á manni hefði hún valdið stór- slysi. Pað mun tíðkast mjög mik- ið meðal unglinga hér í bænum að hafa slíkar slöngur um hönd. f . Fallegt grasbýli á fallegum stað, til sölu fyrir sanngjamt verð. Einnig 5 lítil hús með ný- tízku þægindum. IJtborgun á öllum eignunum eftir samkomu- lagi. Jón Magnússon, Njálsgötu 13 B. Heima eftir 6. Sími 2252. XfOOOOOOOOOCK Get bætt við 3 stúlkum í kjólasaumanámskeiðið. HILDUR SIVERTSEN, Aðalstræti 18. Sími 2744 og heima 3085. xxxxx>oooooo< Kartðflnr, fyrra árs uppskera, sériega góðar 10 aura y2 kg. KORNYRKJAN. (Frh. af 3. síðu.) Eflaust verður á næstu árum hægt að rækta matbaunir og rauðan og hvitan smára í tún- ræktarlandi, en þessi aukning í fjölbreytni s'kapar möguleika fyrir enn meiri nýbreytni í jarðræíkt. Sá, sem ræktar 4—5 einærar jurtir innan ramma á'kveðins sáð- skiftis, á hægra með að bæta við nýjum nytjurtum en hinir, sem enga reglubundna jarðrækt hafa. Sáðskiftið hefir það' í för með sér að gera jarðræktarstörfin að heimilisstarfi, það kemst regla á framkvæmd jarðræktarinnar. Búfjáráburðurinn notast betur í sáðskifti vegna þess, að ávalt, er hægt að. fcoma honum niður í jörðina og til þeirra jurta, er borga hann bezt, í stað þess að láta hann sólbakast ofan á tún- unum, eins og aiment tíðkast. Nú ríður á því, að láta korn- yrkjuna heppnast og beina henni í fastan farveg reglubundinnar jarðræktar. Tilraun:um í akuryrkju þarf að fjölga, en allir þeir, sem íslenzk- um landbúnaöi unna, þurfa að styðja þetta nytjamál, þ. e. um- sköpun jarðræktarinnar í regiu- bundna ræktun með fjölþættri framleiðslu. Pað er ekkert áríð- ÚTVARPIÐ. (Frh. af 1. síðu.) að þá verði fyrst og fremst flutt- ir kórsöngvar, einsöngvar og al- þýðleg músík. Kl. 21,05 til 21,30 verður upp- lestur, leikrit, samtöl og erindi um létt efni. Að því búnu hefst múslk og stendur að jafnaði til kl. 22,30. Kvöldvökurnar verða með sama hætti og áður og á sömu dögum. Það, sem aðallega befir vakað fyrir okkur í útvarpsráði er að gera dagskrána fjölbreyttari og að meir skiftist á talað orð og músík en verið hefir. Útvarpsráð hefir nú í undir- búningi val á efni og starfsmöntn- um við dagskrána. Pað hefir skift öllu útvarpsefni í 20—30 flokka og tekur sérstök nefnd innan ráðsins hvern flokk til meðferð- ar út af fyrir sig. Við væntuin þess að geta i næstu viku gengið frá efni dag- skráiinnar fram að áramótum, a. hi. k. í höfuðdrátt'um. Snorri goði kom i gær með 150 smð- iestir af karfa. FLATEYRI, 11/9. (FÚ.) Togamrnir Gulltoppur, Sindri og Snorri goði hafa lagt á land í Ríkisverksmiðjuna á Flatey rúmlega 1800 smálestir af kaxfa, sem unninn er jafnóðum. Reynslusending af frystri karfa- lifur 'er nýfarin til útlanda. Prír reknetabátar stunda enn veiðar frá Flateyri, en einn er hættur. Einn bátur þaðan er ný- byrjaður dxiagnótaveiðar, og hef- ir aflað sæmilega. Snorri goði kom snemma í fnorgufb með 140—150 smálestir af karfa og Sindri í dag með um 120—130 smálestir, báðir frá Halamiðum. Lifrin er hirt og fryst í Jshúsi Ásgeirs Péturssonar og Co. 1 dag \4nna um 70 menn og komu' að lifrartökunni. Stjórn þvottakvennaféiagsins heldur fund í Mjólkurfélags- húsinu, herbergi nr. 15, annað kvöld kl. 8 V2. Ritari er beðinn að hafa með sér fundargerða- bókina. andi að hafa sáðsfciftin stór, að feins í fyrstu að koma reglunni á, og læra af eigin reynslu þau verk- brögð, sem þarf við framkvæmd ræktunarinnar, það er fyrsta spor- ið, sem hver bóndi þarf að stíga, síðan 'kemur til greina að stækka sáðskiftin og hverja ræktun innan vébanda þess og auðvitað er pad framtíðin. Með því að rækta eftir þeirri reglu, er ég hefi hér bent lítillegaj á, fengist meiri festa í Landbún- aöarstörfin en áður hefir þekst. Hver ræktun myndi verða auð- veldari í framkvæmd en með gamla laginu, sérstaklega myndi kartöfluræktin verða auðveldari og ódýrari í framkvæmd en í gömlu görðunum, og sprettan meiii fyrir sama áburðarmagn, en það stafar af því, aö við víxlrækt- un þriggja eða fleiri yrkiplantna á sama stað og i sama landi yrði samfara tíðri jarðvinslu auðugra gerlalíf og uppleysing torleystra efna, er toemur bverri nytjurt til góða, eftir eiginleiktun hennar. Með sáðskiftiræktun með korni og öðrum nytjajurtum næst hin bundna frjó&emi jarðvegsins bet- ur úr honum og gefur aukinn af- rakstur. I þessu er fólgið gildi sáðskiftis fyrir komyrkju og aðra ræktun. Klemmz Kristjámaon. , MISLINGARNIR. (Frh. af 1. síðu.) Isafjarðar og þaðan til Siglu- fjarðax. Samkvæmt fregnum, sem bár- mst hingað í gær, hefir einn skip- verja fengið veikina, og liggur jbann í skipinu á Siglufirði. Eúm- ig hefir frézt, að 5 aðrir s'kip- verjar á Columbusi hafi ekki fengið mislinga. Skipið er nú í sóttkví á Siglu- fiirði, en mikil líkindi til að áður en upplýst var um mislingana hafii Siglfirðingar hafit þau mök við skipið, að veikin berist þar í land. Nýtt tilfelli raænnséítar i bænnra i gan. Hænn- söttar hefir einnig ort- ið vart i Kefiavik og á Snðurejrri. Nýtt trlfelli mænusóttar fannst hér í bænum; í gær. Einnig hefir frézt um eitt til- felli mænusöttar í Reflavik, sem er 1. tilfelli þar, og ánnað á Suð- ureyri. Hafði veikinnar orðið vart á Suðureyri áður. Miltisbranðnr i Skáney i Reykholtsdal. Fréttix hafa borist frá Skáney í Reyikboltsdal um það, a'ð þar sé kominn upp iniltisbrandur. Hafia tvær kýr þegar drepist, Aulk þess eru aðrar kýr á bæn- um veikar. Einnig hefir einn heimilis- manna tekið veikina, þannig að hann hefir fengið miltisbrands- kýli á fingur og úlnlið. Óvitað er um upptök veikinn- ar, en fyrir um 40 árum síðan kom upp miltisbrandur á sama svæði. Hefir Skáney verið sett í sótt- kví, og er verið að rannsaka upp- tök veikinnar. Slys ¥ið hðfnina. Um kl. 11 i gærmorgun datt maður í höfnina við Ægisgarð. Verkamaður, Sigurður Sigurðs- son, var þar að skipa út veiðar- færum á togarann Ólaf og féll í sjóinn af vörubíl. Lenti hanin fyrst á borðstOkk skipsins og var með vitundarlaus er hann kom í sjó- inn. Há&eti á Kára, Erlingur Klem- entsson, fleygði sér til sunds og bjargaði manninum. Var Sigurður fluttur á Lands- spítalann. Hafði bann marist á baiki og skorist á höfði. Líður honum nú eftir vonum. JÖKULFLÓÐIN. (Frh. af 1. síðu.) skýrslu um hlaupið eftir frá- sögn Hannesar bónda Jónsson- ar að Núpstað. — Skýrslan er í aðalatriðum á þessa leið: Fyrsta þessa mánaðar veitti Hannes á Núpsstað eftirtekt óvanalegum lit á Núpsvötnum, sem falla fram vestan Skeiðar- árjökuls en austan Lómagnúps, og aðskilja Skeiðarársand og Brunasand. Enginn vöxtur var þó sjáanlegur í Skeiðará þá. Um miðja síðastliðna viku voru Núpsvötn tekin að vaxa og jókst vatnsmagn þeirra dag frá degi. Á laugardag síðastliðnum voru þau orðin alófær yfirferðar og kominn í þau jakaburður. Síðan um helgi hafa vötnin vaxið að mun, en þó mest í fyrri nótt og í gærdag. Flóði vatnið þá yfir sandana og mikinn hluta Núps- I DA3 Næturlæknir er í nótt Þórður Þórðarson, Eiríksgötu 11. Sími 4655. ÓFRIÐARH ÆTTAN. (Frh. af 1. síðu.) England gerði kröfu til þess, að Þjóðabandalagið gerði skyldu sína í þvi alvarlega deilumáli, sem hér er um að ræða. Ef það brygðist þeirri skyldu nú, sem því bæri til þess að varðveita friðinn, myndi England draga sig út úr deilumálum megin- landsríkjanna og láta þau ein um að leysa úr sínum vand- ræðmn. England hefir tekið forystuna, segir Benes. Ræða Samuel Hoare var frá sjónarmiði mælskulistarinnar hreint meistaraverk, enda var dauðaþögn í salnum, frá því að hann byrjaði og þangað til haxm hafði lokið máli sínu. En þá ætlaði lófaklappinu aldrei að linna. Fnlltrúarnir gengu hver á eftir öðrum yfir að sæti enska utanríkisráðherrans og óskuðu honum til hamingju með ræðuna. Benes sagði eftir að fundin- um var lokið: „England hefir nú tekið forystuna og því mun verða fylgt af öllum þjóðum, sem í sannleika vilja frið“. STAMPEN. HVAÐ GERIR FRAKKLAND? (Frh. af 1. síðu.) öðrum löndum á meginlandinu gerbreytast. Þau leggja áherslu á, að framtíð Þjóðabandalags- ins og samvinna Bretaveldis við Frakka og meginlandsþjóðirnar sé undir því komin, að Þjóða- bandalagið leysi vandamál ítala og Abessiníu á fullnægjandi hátt. _ S staðaengja og olli þar skemd- um, en hey var búið að hirða af engjum. Síðastliðna nótt jókst flóðið enn og í morgun höfðu jakar borist upp á tún á Núpsstað. — Hlaupið fellur , fram úr Súlu, sem kemur und- an vestanverðum Skeiðarárjökli og fellur út í Núpsvötn, en eng- inn vöxtur/er talinn í Skeiðará. — Vitað er til að tvisvar áður hafi svipað hlaup komið í þessi vötn, nálægt tveim árum eftir Skeiðarárhlaup. Þá voru hlaup- in talin af því, að Grænalón hafi hlaupið, en Grænalón er við upptök Núpár, í jökulkrók milli Vatnajökuls og Skeiðarár- jökuls. Síðustu fregnir af jökul- hlaupinu eru þær, að í dag fór Hannes á Núpstað að tilhlutun póst- og símamálastjóra austur að Núpsvötnum, til þess að at- huga verksummerki, og virtist honum hlaupið enn hafa vaxið að miklum mun. Auk hlaupsins í Súlu er annað hlaup komið fram úr Blautuhvísl, sem fellur undan Skeiðarárjökli talsvert sunnar og austar en Súla, og hefir jökullinn brotnað fram á stórum svæðum við upptök beggja þessara jökulvatna. — Símalínan er gjöreydd á all- löngum kafla og jökulhrönn um allan sandinn. Telur Hannes að mjög örðugt muni verða þar yf- irferðar í haust, þó að flóðið sjatni og jökulhlaup þetta telur hann vera hið mesta sem kom- ið hafi á þessum slóðum um langt skeið. L SKALDSAGAN AÐALHEIÐUR eftir C. DAIVES. fæat í nawtu bókabúð. Verð: 5.50. R.ft.D£ Heimsfræg tal- og söngva- mjmd. Aðalhlutverkin leika: Paula Wessely, Adolf Wohlbriich og Hilde von Stolz. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför síra Richards Torfasonar Ólafía Torfason. Magnús Riehardsson. Jarðarför mannsins míns og föður okkar Ástráðs Hannessonar, fer fram frá fríkirkjunni n. k. föstudag kl. 3% e- h. Húskveðja Ingibjörg Einarsdóttir og börn. heima kl. 3. Jarðarför föður míns, Erlendar Marteinssonar, fer fram næstkomandi laugardag 14. þ. m. og hefst með bæn á heimili hans Kirkjuveg 10, Hafnarfirði kl. 2 e. h. Eftir ósk hins látna eru kransar afbeðnir, en þess vænst, að þeir sem kyimu að hafa ætlað sér að senda krans, láti andvirðið ganga til bamaheimilis verkakvennafél. Framtíðin. F. h. mína og móður minnar. Sigríður Erlendsdóttir. Það tilkynnist, að móðir okkar, tengdamóðir og amma Helga Kristín Davíðsdóttir andaðist í morgun að Lækjargötu 18 í Hafnarfirði. Börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför Jóns Kristjánssonar fer fram á morgun föstudaginn 13. þ. m. og hefst á heimili okkar Njálsgötu 64 kl. 1 e. h. Jarðað verður frá Dómkirkjunni. Björney Jónsdóttir. Þórður Bjarnason. SkemtíbjábWnB^Carioca DanzsýninQ« Hansfdanzleiknr. í Iðnó laugardaginn 14. sept. kl. 9 y2. — Helene Jórisson og Egild Carlson sýna nýjustu danzana. Hljómsveit Aage Lorange spilar nýjustu danzlög. Aðgöngumiðar og skírteini í Iðnó frá 5—7 á föstud. og eftir kl. 4 á laugard. Athuglð! Ég undirritaður opna í dag verzlun á Bergataða- stræti 54, undir nafninu Verzlnn Ragnars Jóhannessonar Ég hefi á boðstólum allar matvörur og nýlendu- vörur. — Komið eða hringið í síma 3548, og pantið nauðsynjavörur yðar. Þær verða sendar heim til yðar um hæl. Virðingarfylst, Ragnar Jóhannesson, Sími 3548. - Sími 3548.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.