Alþýðublaðið - 12.10.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1935, Blaðsíða 4
LAUGARDAGrlNN 12. OKT. 1006 B GAMLXBlÓ fl| Hjartakónsnr. Gamanleikur og óperettu- mynd í 10 þáttum, skraut- leg, f jörug og með nýjum lögum og undurfögrum dönsum, sem eru smekk- lega fléttað inn í efni myndarinnar. — Aðalhlut- verkin leika: Katherine de Mille ' • - \ Carl Brisson Mary Ellis. DÓMUR 1 TOLLSVIKAMÁLI. Frh. af 1. sí'ðu. rannsókn, að reikningurinn, sem kaupmaðurinn sýndi, var lægri, en reikningur, sem fanst í kassanum. Játaði Jón Heiðberg að hafa samið þennan reikning, sem hann sýndi, sjálfur, en raun- verulega verðið stóð á reikn- ingnum, sem var í kassanum. Játaði hann að hafa framið samskonar afbrot einu sixmi áð- ur. Lét hann prenta reiknings- eyðublöð í Félagsprentsmiðj- unni, með nafni útlends firma, og útfylti þau síðan með þeim ' tölum, sem honum sýndist og undirskrfaði þau. Áður haf ði' hann skrif að. til firmans og beðið um tvenna reikninga, en firmað neitaði því, og tók hann þá til bragðs að semja reikningana sjálfur. Kvaðst hann haia gert þetta vegna innflutningshaftanna. Jón Heiðberg var dæmdur í 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, skilorðsbundið. Einnig var hann dæmdur til að greiða þrefaldan toll. VILHELM JAKOBSSON. Frh. af 1. síðu. lögreglumaður greiði KH) króna sekt í bæjarsjóð Neskaupstaðar. Randver Bjarnasan greiði 100 icr. sekt í rikissjóð. Þeir Ölafur Bjarnasan og Sig- urður Jóhannesson 'sæti hvor um sig 20 daga fangelsi við ven;u- legt fangaviðurværi. Sveinn Magnússan, Sigurjón Ingvarsson og Bergur Valdimar Andrésson sæti hvor um sig 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en dómurinn er skilorðsbundinn að pví er síðast- nefnda snertir: Ari Bergþórsson sæti skilorðs- bundið 12 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en Stefán Bergþórsson var. sýknaður af ákærum. Ákærðir greiði allan kostnað af málinu einn fyrir alla ag allir fyr- ir einn. Vikuritið hefir verið stækkað úr 48 síð- ,uan upp í 64 síður, en verðið helzt óbreytt. Aðalsagan er: Um- skiftingur, eftir Arthur W. March- mond. Aukasagan: Fyrirskipun kardínálans, eftir Stanley J. Wey- man. . STRfBIB f ABESiiINÍD. Frh. af 1. síðu. Itölum ekkiert að gjalda. Bretland og Italía eru gamlir vinir. Hvergi væri því tykið mcft meiri fögnuði en einmitt á Bretlandi, ef ftalir legðu niður ófrið. Hlutverk Þjóða bandalagsins er langt frá þvi að vera auðvelt. Áður eri kamið get- ur til frámkvæmda refsiaðgerða, verður aö ráðgast við 50 rikis- stjórnir." Bretar byrja að selja Abessiníuniönnum hergögn. LONDON, 11. jkt. FÚ. Baðmullarverksmiöjur i Lancas- hire hafa fengið svo stóra pönt- un frá Abessiniu um baðmullar- 'dúlka í fatnað handa hermönnun- um, að það mun taka 2000 verka- þijer.n í 3 mánuði að lúka vinn- unni, og verður að bæta við um 5000 vefstólum. Italski sendiherrann fer frá 'Addis Abeba í dag. KAUPMANNAHÖFN í morgun. í dag síðdegis baðst sendiherra Itala í Addis Abeba Iress, að fá að kom)a í kveðjuheimsókn til Abessiníukeisara. Bar hirðsiða- meistari ósk hans fram með sama hætti eins og þegar fulltrúar rílkja biðjast áheyrnar í áríðandi er- indagerðum. Kersarinn neitaði að tala við irann eða kveðja haim. FC. BERLIN, 12. okt. FÚ. ítalski sendiherrann í Addis Abeba yfirgefur horgina í dag. Majór Attlee ræðst á brezku stjórnina fyrir að draga of lengi að hefta hern- að ítala. AlÞfBUBlABIB LONDON 11. okt. F.Ú. Mr. Attlee, sá er tók við for- ystu verkamannaflokksins í brezka þinginu í sl. viku, hélt í dag fyrstu opinberu ræðuna síð- an hann tók við því embætti. Haifn hét Þjóðabandalaginu stuðningi verkamannaflokksins, og sagði, að stefna flokksins væri sú, að útrýma stríði, stór- veldastefnu og einveldisstefnu. Hann deildi á brezku stjómina fyrir það, að hún hefði dregið of lengi að hefta hemaðar fyrir- ætlanir ítala. Hann kvaðst ótt- ast, að þeir atburðir, sem nú væru að gerast, myndu reka þjóðimar út í heimskulegan hemaðarundirbúning, og sagði, að gegn því myndi verkamanna- flokkurinn berjast, þar sem það væri sannað, að aukinn vígbún- aður leiddi aðeins til styrjalda. Einar Helgason garð yrkjustjórif lézt í gœrkvöldi. I DA6 EINAB HELGASON. Einar Heigason garðyrkjustjóri lézt á Landakotsspí-tala í gær- kveldi. Síðastliðinn mánudag hafði ver- ið gerður á honum uppskurður, sem virtist hafa heppnast vel, unz honum tók að þyngja aftur, og lézt hann um kl. 7. Einar Helgason var þektur brautryðjandi á sviði garðyrkju, 'og var hann formaður í Hinu ís- lenzka garðyrkjufélagi. Námskeið Heimilis~ iðnaðarfélagsins. Um nokkurt skeið hefir Heimil- isiðnaðarfélag Isiands starfrækt ínámsikeið í saum'um og hagnýtum hannyrðum. Námsikeið {>essi hafa sérstak- lega verið ætluð ungum stúlkum og húsmæðrum, og hafa þau ver- ið framúrskarandi vinsæi. Að þessu sinni hefst vetrarstarfsemi Heimilisiðnaðarfélagsins 19. þ. m. Þá hefst 2 mán. námstoeiö fyr- ir ungar stúlkur. Kenslan fer fram daglega kl. 2—6 e. h. og er kend- ur saumur ytri og innri fatnaðar á konur og börn. Einnig prjón og hek!. Sama dag hefst einnig 20 claga námskeið fyrir húsmæður, og er þar kendur allur hagnýtur saumur, einnig viðgerðir o. fl. Alþýðublaðið vill vekja athygli á starfsemi þessari. Sérstaklega viil það heina athygli fátækra húsmæðra að hvöldnámskeiðun- um. Þar geta þær fengið ókeypis leiðbeiningar um það, hvemig þær geta á sem hagkvæmastan hátt gert sér og börnum sinum ódýran en smiekklegan klæðnað, og hvernig þær geti sem bezt búið að sinu. Smábarnaskóli í Vesturbænum Kenni börnum á aldrinum 5—8 ára Til viðtals á Sólvallagötu 35 kl. 1—6 daglega. Sími 2476. Þórðnr Gestsson, Brezka pingið kem- ur saman 22. p.m. LONDON, 11. okt. Tilkynt hefir verið opinber- lega, að brezka þingið komi saman þ. 22. október eða viku fyrr en ráð hafði verið fyrir gert, með það fyrir augum, að ræða hin stórpólitísku alþjóða- vandamál, sem nú eru á döfinni, aðallega þau, sem varða deilur Itala og Abessiníumanna og ó- friðinn í Austur-Afriku. (Uni- ted Press). Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9, sími 3272. Næturvörður er í Reykjavík- ur og Iðunnarapótekum. Veðrið: Hiti í Reykjavík 4 stig. Yfrilit: Djúp lægð yfir islandi á hreyfingu austur eftir. Útlit: All- hvass vestan og norðvestan. Skúr- ir og slydduél.. ÚTVARPIÐ: 15,00 Veðurfœgnir. 19,10 Veðurfregnir. ] 19,20 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,15 Leikrit: „Ljósastikur bisk- upsins", éftir Norman Mc. Kinnel (úr „Vesalingum“ Victors Hugo) (Brynjólfur Jóhannesson, Ragnar E. Kvaran, Soffía Guðlaugs- dóttir o. fl.). 20.55 Tónleikar (Útvarpstríóiö). 21,20 Létt kórlög, pl. 21,40 Gömlu danzarnir, pl. 22,00 Danzlög til kl. 24. Aðalklúbburinn heldur fyrsta haust- og vetr- ar-danzleik sinn i K.-R.-húsinu í kvöld kl. 9^2* Skemtiklúbbur góðtemplara heldur fyrsta danzleik vetrar- 'ins í íkvöldj í Templarahúsinu. S,- G.-T.-hljómsveitin spilar. 40 ára hjúskaparafmæli eiga í dag Guðrún B. Jónsdóttir og Bjarni Jónsson, Hverfisgötu 104. Hjónaband. í kvöld kl. 8 verða gefin samán í Jijónaband af sém Friðrik Hall- grimssyni ungfrú Hulda Ottesen Hringbraut 184, og Sigurður Lyngdal Þorgeirs&on frá Helga- felli. Heimill ungu hjónanna er á Hringbraut 184. 1 dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Brynhildur Pálsdóttir hjúkrunarkona og Gísli Porleifsson múrari. Heimili þeirra verður Hringbraut 74. Höf nin: Karlsefni komj í (morgun. Fagra- nes kom í morgun. LínuveiÖarinn Atli kom í snorgun. Bjöminn kom í morgun. Huginn I. toomj í 'inorg- un. Stoeljungur fór í moigun. Huglinn III. toomi í inorgun. Nova toon> í gærkveldi. Gagnfræðaskólinn í Reykjavík. Vegna viðgerðar á skólahúsinu verður skólirin tekki settur fyr en á miðvikudag, nánar auglýst í blaðinu á þriðjudag. Vígslusamkoma fyrir. sjómannastofuna á Norð- urstíg 4 verður haldin þar sunnu- daginn 13. okt. 1935 kl. 6 e. h. Allir veltoomnir ineðan húsrúm leyfir. Frú Marci Björnsson hárgreiðslukona er nýtoomin heim úr utanför sinni. Hefir hún dvalið í Kaupmanniahöfn, Briis- sel og París og kynt sér helztu nýjungar í iðn sinni. Lesstofa fyrir sjómenn var opnuð í Sjyrra dag á Norðurstíg 4. Opin allan daginn. „Ljósastikur biskupsins" heitir leikrit eftir Norman Mc Kinnel, sem leikið verður í út- varpiö í kvöld. Leikendur eru: Brynjólfur Jóhannesson, Ragnar E. Kvaran, Soffía Guðlaugsdóttir og fleiri. Messa í Hafnarf jarðarkirkju á morgun kl. 2. G. Þ. Leikfélag Reykjavíkur sýnix „Æfintýri á gönguför" annað kvöld kl. 8 í Iðnú í sið- asta sinn. Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði heldur fyrsta fund sinn á þessu starfsári mánudag- inn 14. þ. m. kl. 8V2 í Bæjar- þingssalnum. Bókasafn „Anglia“ í brezka konsúlatinu er nú op- ið á mánudögum og miðvikudög- um kl. 9—10 e. h. Margar nýjar bækur eru komnar, og allir ensku- lesandi menn eru velkomnir. 1 St. „Víkingur“ heldur hlutaveltu á morgun í Templarahúsinu kl. 4. Þeir, sem hafa hugsað sér að styilkja hluta- veltuna með gjöfum, komi þeim í Templarahúsið kl. 9 til 12 á morgun. Skipafréttir: Gullfoss fer frá Leith í kvöld. Goðafoss er í Hamborg. Detti- foss er á Siglufirði. Brúarfoss kom til Vestmannaeyja í jnrorgun. Lagarfoss er á Sauðárkróki. Sel- foss er á leið til Gautaborgar. island er á Siglufirði. Verkakvennafélagið Framsókn heldur skemtun í Iðnó kl. 9 í kvöld. Skemtiatriði: Kórsöngur. eftirhennur, danz. NYJA BIÖ One Night of Love. Kærlighedens Symfoni. Ast og sðaglist. Síðasta sinn. „Æfintýri á gönguför.44 Sýning á morgun kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4-—7 og eftir kl. 1 á morgun. Verð aðgöngumiða: 1,50, 2,25 og 3,00. SlÐASTA SINN. Sími 3191. Bjarni Björnsson skemti í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Hafði hann að þessu sinni boðið öllum þingmönnum og ráðherrum, enda voru flestir þeirra mættir. Skemtunin tókst ágætlega og verður hún endurtekin enn einu sinni á morgun kl. 4. Farþegar með E.s. Brúarfossi 11. okt. 1935 til Vestm.eyja, Reyðarfjarð- ar og Lundúna: Anina Egilsdótt- ir, Anna Claessen, Herr Jóhanns- son. Finnbogi R. Þorvaldsson. — Mr. Fred. Cartwright. Mr. Sonn- ett. Mr. Brewer. Óskar Sigur- hansS'On. Magnús R. Jónsson. Jón as Jakobsson. Guðrún Ágústsd. Guðmunda Jónsdóttir, Adda Magnúsdóttir, Bjarndís Nikulás- dóttir, Sigrún Daníelsdóttir, Mar- grét Einarsdóttir, Guðrún Auðuns- dóttir, Ingigerður Bjarnadóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ingunn Júlíus- dóttir. Þorgerður Jónsdóttir. BJarni Bjornsson skemtir einu sinni enn í Iðnó á morgun sunnud. kl. 4. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á morgun frá kl. 1 e. h. og kosta, stæði kr. 1,50, sæti kr. 2,00. HLUTAVELTU heidur st. VIKINGUR ' - / á morgun í Templarahásinu. Margir ágætir munir. Koí, Saltfisbur, Sykur, Nýr fisknr, fiiervara Hásið opnað kl. 4. og margt fleira nauðsynlegt og gagnlegt. Inngangur 50 aura. Dráttur 50 aura. V. K. F. Framtíðin í Hafnarfirði Fyrsti fundur á þessu starfsári verður mánudaginn 14. þ. m. kl. 8 j2 í Bæjarþingssalnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.