Helgarpósturinn - 17.08.1979, Page 1

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Page 1
 SKflPAR PÍPAN MANNINN? j i \ 1 } ) i I í KRÖGGUR KHOMEINIS „Stjórnkerfi Irans er þvi I molum eftir byltinguna. Herinn leystist að nokkru leyti upp, þegar fjöldi óbreyttra her- manna strauk úr herþjónustu, og togstreita rikir milli land- varnaráðuneytisins i Teheran og byltingarráðsins i Qom um hvorir skuli ráða yfir þeim her- sveitum sem einhvers eru megnugar. Atvinnulif er i rúst, þegar frá er talinn oliu- iðnaðurinn, þar sem utanrikis- verslun er að mestu stöðvuð, nema innflutningur á mat- vælum og útflutningur á oliu. Atvinnuleysingjar skipta mill - jónum, en greiðsla atvinnu- leysisbóta hefur reynst ófram- kvæmanleg vegna lömunar stjórnkerfisins”. Þetta segir Magnús Torfi Ólafssonm.a. i erlendri Yfirsýn Helgarpóstsins i dag, þar sem hann fjallar um þann mikla vanda og þá sundrungu sem Khomeini ferkiklerkur og aðrir valdaaðilar i Iran standa nú frammi fyrir, m.a. i kjölfarstjórnlaga- þingkosninganna. Ársafmæli vinstri Reykjavíkur Fyrstaár vinstri meirihlutans við stjórn Reykjavikur er tekið til meðferðar i innlendriYfirsýn i Helgarpóstinum i dag. Þar kemur meðal annars fram að á skipuriti um stjórnkerfi Reykjavikur eru 113 nefndir, ráð,stjórnir, skrifstofur og stofnanir. Þar við bætast um 30 pólitiskar nefndir og ráð. Þetta er mikið bákn, oe oft þungt I vöfum. t innlendriYfir- sýn er lagt til að borgurunum verði gefin fleiri og betri tæki- færi tíl að kynnast i raun þessum frumskógi, og bent á að nær hefði verið að nota„Reykja- vikurvikuna’* sem stendur yfir til þess, heldur en að sýna þrjár af stofnunum. HERLENDIS INNAN TIÐAR? Margt bendir til þess að svo- kallaður „sæðisbanki” verði sett- ur á laggirnar hérlendis innan tiðar. Munu nú nokkrar íslenskar konur hafa fengið vilyrði lækna hérá landi fyrir þvi, að þær gedd fengið egg sin frjóvguð með sæðí úr slikum „bönkum”. Sæðið myndi væntanlega koma frá Dan- mörku. Helgarpósturinn hefur fengið vitneskju um, að nokkrar Islensk- ar konur hafi á undanförnum árum fengið meðhöndlun sem þe ssa — þá erlendis, en nú er sem sé stefnt að þvi að öll framkvæmd slikrar meðferðar fari fram hér- lendis. Frjóvgunin verður i lik- ama konunnar, en ekki utan, og er þvi ekki um hina svokölluðu „tilraunaglasaf r jóvgun ” að ræða. Nokkur tregða mun hjá heil- brigðisyfirvöldum i þessu máli og vilja ýmsir aðilar flýta sér hægt. Aðrir telja hins vegar sjálfsagt að þjónusta sem þessi sé fyrir hendi hér á landi, eins og i nágranna- löndum okkar. Erlendis hafa „sæöisbankar” veriö fyrir hendi um nokkurra ára skeið. Er þá um að ræða, að frjóir og heilbrigðir karlmenn að öllu leyti, gefi sæði sitt til þessara stofnana. Konur sem eiga erfitt með að verðabarnshafandi annað- hvort vegna þess að maki þeirra er ófrjór eða af öðrum ástæðum, geta þá fengið sæði úr þessum „bönkum” og látið frjóvga egg sin. Þá er einnig reynt að láta sæðisgjafa likjast sem mest þeim sem verður faðir barnsins. Aðgerð þessi er ekki eins einföld og ef til vill litur út fyrir. Hér er á ferðinni viðkvæmt mál fyrir hlut- aðeigandi aðila og er fyllstu þag- mælsku heitið, auk þess sem aldrei er gefið upp nafn sæðis- gjafa. Einnig þarf að meðhöndla aðila á læknisfræðilegan hátt, bæði hvað varðar likamlegt og sálarlegt ástand. Jón Ingimarsson skrifstofu- stjóri hjá heilbrigðisráðuneytinu sagði það ekki fyrirætlun yfir- valda að þessi þjónusta yrði veitt hér heima að öllu leyti. Aðeins væri um það að ræða, að konur sem hygðust fá frjóvgun með þessum hætti, yrðu rannsakaðar af islenskum læknum, en myndu siðan fara erlendis til aðgerðar- innar. Læknar og yfirmenn kvenna- deildar (fæðingardeildar) Land- spítalans vildu sem minnst tjá sig um málið og sögðu það á erfiðu stigi. Þetta væri viðkvæmt mál hjá hlutaðeigandi aðilum, sér- staklega i litlu þjóðfélagi. Þá þyrfti ákveðin leyfi hjá yfir- völdum áður en starfsemin færi i gang og þau leyfi væru enn ekki fengin. Helgarpósturinn hefur það eftir áreiöanlegum heimildum, m.a. frá konum sem hafa óskaö þess- arar aðgerðar, aðallt bendi til að þessi sjálfsagða læknisþjónusta muni verða aö raunveruleika á Islandi innan fárra mánaða.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.