Helgarpósturinn - 17.08.1979, Síða 2

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Síða 2
2 Föstudagur 17. ágúst 1979—Jl&lQSrpOSturinrL. Lögreglumenn leita aö liki Geirfinns Einarssonar I Krisuvfkurhrauni. Þaö hefur aldrei fundist þrátt fyrir mikla og itarlega leit. Njöröur Snæhólm yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarlögreglu rikis- ins telur mannshvörfin á liönum árum ekki hafa veriö sakamál. reglan fengju upphringingar frá fólki sem biður lögreglu um aö- stoð við að finna tiltekna mann- eskju. Sem betur fer kæmu þessar persónur langoftast i leitirnar af sjálfsdáðum.áður en lögregla og aðrir aðilar byrja skipulega leit. Spurningin er ef til vill, hvað er i rauninni mannshvarf i þess orðs fyllstu merkingu. Er það t.d. mannshvarf ef rjúpnaveiði- maður villist i 5—6 klukku stundir? Fjölskylda mannsins - um að ræða mannshvörf, sem i raun eru engin mannshvörf. öllu alvarlegri eru málin þegar einstaklingar hverfa ó- foivarandis ai heimilum sinum. Skilja kannski eftir bréf, þar sem segir að þeir séu orðnir þreyttirálifinuoghafi ákveðið að fyrirfara sér. Þá er gerð leit og finnast þessir einstaklingar tið- ast eftir mislangan tima, en þá yfirleitt látnir. En hvernig stendur lögreglan að rannsókn þessara mála? Er Þeir siðan gerðu alvöru úr hót- unum sinum og hyrfu. Margir þeirra sem hyrfu hefðu verið sjúklingar á Kleppsspitala. Helgarpósturinn minnir á mál Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar i þessu sambandi. Allir muna eftir. þessum mannshvörfum og þeirri rannsókn sem þar fylgdi i kjölfarið. Geirfinnshvarfið þótti strax i upphafi grunsamlegt og var rannsakað sem sakamál. Hvarf Guðmundar Einarssonar var hins vegar ekki rannsakaö á þann hátt. Hann sást siðast á dansleik i Hafnarfirði að vetri til og hafði haft áfengi um hönd. Þrátt fyrir mikla leit fannst hann ekki og var talið að hann hefði sofnað úti, en það er ekki óalgengt að menn leggi sig til hvildar úti við, sofni og frjósi siðan i hel. Engum datt þá i hug að neitt grunsamlegt væri við hvarf hans. Löngu siðar kom þó i ljós, að Guðmundur hafði verið byggi það fyrir málareksturinn i Hæstarétti. Þórir sagði einnig að málið væri eins og stæði ekki i rannsókn hjá rannsóknarlög- reglunni; það hefði verið sett til hliöar i bili að minnsta kosti. Það væru enn óupplýstir vissir angar á þvi, t.d. hefði lik Geirfinns ekki fundist þrátt fyrir mikla leit. Þórir tók skýrt fram, að þótt rannsókn stæði ekki yfir i augnablikinu, þá væri þaö oft svo að ný atriði kæmu i ljós siðar meir og ef sú staða kæmi upp i þessu tiltekna máli, þá yrði það tekið upp úr skúffunum á nýjan leik og frekari rann- sóknir settar i gang. Sumir finnast ekki fyrr en eftir langan tima Mjög er það misjafnt hve fólk týnist lengi. Fyrir fáum árum hvarf íslendingur sem var á ferðalagi erlendis. Var hans leitað um alla Evrópu, en gerði Hafa aldrei fundist Eins og segir i upphafi eru það 9 manneskiur frá 1965 sem enn eru ófundnar. Þessi mannshvörf urðu á eftirtöldum árum: 1965— 2, 1969—1, 1970—1, 1972—1, 1973—2, 1975—1, 1976—1. Samkvæmt upplýsingum sem Helgarpósturinn hefur aflaö sér munu þessi óupplýstu manns- hvörf helst tengjast sjávarsið- unni. Nokkrir þessara horfnu einstaklinga sáust slðast við sjó. 1 nokkrum tilfellum hafa fundist föt eöa aðrir persónumunir liggjandi i fjörunni. Þrátt fyrir mikla leit á sjó og við sjávarsiöuna hefur þetta fólk eftir Gudmund Árna Stefánsson myrtur. Er Njörður var spurður um þetta tiltekna dæmi, svaraði hann þvi til að þetta mál væri undantekning að hans mati. önnur mannshvörf að undan- förnu hefðu ekki verið sakamál á þennan hátt. Njörður Snæhólm bætti þvi við, að lik manna sem fyndust eftir leit, væru krufin ef þess væri kostur. Stundum væri þó erfitt að koma við krufningu ef menn fyndust ekki fyrr en að löngum tima liðnum. Hins vegar færi alltaf fram likskoð' un til að fá upplýsingar um dánarorsök. 1 þessu sambandi hafði Helgarpósturinn samband við Þóri Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóra og varpaði fram þeirri spurningu hvort Geir- finnsmálið og leitin að liki Geir- finns væri endanlega lokið hjá embættinu. Þórir svaraði þvi til, að máli væri ekki lokið fyrr en endanlegur dómur væri fallinn. Hæstiréttur ætti eftir að dæma i þessu máli. Geirfinnsmálið svo- kallaða væri nú hjá saksóknara rikisins og það embætti undir- Frá árinu 1965 hafa alls 9 einstaklingar horfið sjónum manna og aldrei fundist — hvorki lifs né liðnir. Talið er að flestir þessara einstaklinga hafi fyrirfarið sér. Er það hald manna, að sumir hafi orðiðhafinu að bráð og finnist ekki af þeim sökum, en aðrir hafa týnst fjarri mannabyggðum og yfirleitt I hrauni, sem gerir alla leit erfiðari. Helgarpósturinn gerði á þvi smá könnun hve mannshvörf — I lengri og skemmri tima — væru tlð hér á landi. Almenningur verður þess oft var, að auðiýst er eftir fólki I útvarpi og öðrumfjölmiðlum og slðan gerð mikii leit að þessu týnda fólki. Langoftast finnast þessar manneskjur, stundum iifandi, en þvl miður allt of oft látnar. Margir gleyma að láta vita af sér Njörður sagði það allalgengt að lögreglan og rannsóknariög- gengið að þvl sem visu að fólk sem hverfur, hafi annað hvort fyrirfarið sér eða látist af slys- förum, þá t.d. villst úti á viða- vangi og siðan sofnað svefnin- um langa? Ekki komið fyrir kattar- nef Njörður Snæhólm svaraði þessari spurningu þannig, að svo lengi sem hann hefði starfað i lögreglunni myndi hann ekki til þess að lögreglan hefði talið hvarf neinnar manneskju af mannavöldum, þ.e. að viðkom- andi hefði bókstaflega verið komið fyrir kattarnef. A hinn bóginn rannsakaði lögreglan alla anga þessara mála til hlitar og ef eitthvað sérstakt kæmi fram sem gæfi ástæðu til að ætla að eitthvað gruggugt væri við málið, þá yrði það að sjálfsögðu rannsakað sem slikt, — sem sakamál. En Njörður áréttaði að sllkar stöður hefðu ekki komið upp. Yfirleitt lægju þessi mál tiltölulega ljós fyrir. Stundum væru hinir horfnu veikir á sinninu og hefðu haft lengi á orði að svipta sig lifi. síöan vart viö sig þá sprelllif- andi. Hafði einfaldlega verið i „skemmtireisu” og ekki haft fyrir þvi að látaneinn vita um ferðir sínar. Þá eru þess nokkur dæmi að látnir menn hafi ekki fundist fyrr en eftir fjórar vikur eða meira. Hafa llkin þá kannski velkst I hafi og siðan rekið á land. Njörður Snæhólm sagði frá einu dæmi frá Noregi I þessu sambandi. Þar hefði maður, sem ekki var heill á geðsmunum horfið frá sjúkrahúsi sem hann dvaldi á. Þrátt fyrir mikla leit fannst maöurinn ekki. Síðan þrjátlu árum slðar á ferðamað- ur leið um skóglendi I grennd við sama sjúkrahús. Hann hrasar um steinhellu og hún hreyfist eitthvað um leið. Ferðamaðurinn hreyfir við hell- unni og kemur þá í ljós að undir henni er djúp gjóta. Þar ofan i voru bein geðsjúklingsins sem hafði horfið þrjátlu árum áður. Hefur hann þá llklegast skriðið ofan i þessa gjótu á slnum tima, dregið steinhelluna yfir og siðan fyrirfarið sér. Hvenær er maður týndur, Hins vegar eru mannshvörf og eðli þeirra mismunandi. Þess eru dæmi að maður lendi á fyllerii og dettur I hug að gaman væri aðskreppa til útlanda.Hann lætur verða af þvi i ölæðinu, en gleymir að láta nokkurn mann vita um þetta ferðalag. Afleið- ingin getur þá orðið sú að að- standendur verða kviðnir, þegar þeir heyra ekkert frá við- komandi og vita ekkert um hans ferðir. Auglýst er eftir mannin- um og siðan sendir út leitar- flokkar. Þegar allt þetta er komið i gang, hringir sá „týndi” kannski frá útlöndum og segir til sin. Er við bestu heilsu. Orð inn „edrú”, kominn meö timburmenn, og sér eftir öllu saman. Þetta er dæmisaga af saklausara taginu. Hin dæmin eru lika fyrir hendi að menn hverfi sporlaust. Eftir mismikla leit finnast þeir siðan og þá komnir á annað tilveru- stig. Stundum finnast þó menn alls ekki eins og greint var frá hér I upphafi. Tiðast er um sjálfsmorð að ræða, en þó alls ekki alltaf. Það gerist, að menn verði fyrir slysi á heiðum uppi og verði úti. Nú eða menn falli á milli skips og bryggju og drukkni og likið reki frá slys- stað. En hve algeng eru dæmi sem þessi? Helgarpósturinn hafði samband við Njörö Snæhólm yfirlögregluþjón hjá rann- sóknarlögreglu rikisins og leit- aði upplýsinga um þessi mál. í ljós kom að engar heildartölur eru til um það, hve algengt það er að menn . týnist i lengri eða skemmri tima. Mannshvörf geta verið af ýmsum gerðum , ef þannig er hægt að komast að orði, og orsakirnar mismun- andi. Þannig er um ákveð- in flokkunarvandamál að ræða hjá rannsóknarlögreglu sem gerir það að verkum að heildar- tölur liggja ekki fyrir. öttast um afdrif hans, hefur samband við lögreglu og skipu- leg leit að manninum er undir- búin. Þá kemur rjúpnaveiði- maðurinn skyndilega i leitirnar. Hann hefur fundið réttu leið- ina heim að sjálfsdáðum og er heill heilsu. Vart er hægt að kalla dæmi sem þetta manns- hvarf. Sama má segja um dæmi eins og það, að maður utan af landi fer einn sins liðs i vinnu til Reykjavikur. Hann hefur lofað sinu heimafólki að skrifa eða hringja, en lætur svo ekki verða af þvi. Fjölskylda mannsins biður lögregluna um aðstoð og maðurinn finnst fljótlega. Hann hafði þá einfaldlega gleymt að láta vita af sér. Hér er sem sé

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.