Helgarpósturinn - 17.08.1979, Side 3

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Side 3
3 Föstudagur 17. ágúst 1979 ekki komið i leitirnar. bá hafa nokkrir einnig týnst á fjöllum uppi og aldrei fundist. bað gerist að erfitt er að bera kennsl á lik sem finnast eftir langan tima. baö tekst þó ætið um siðir. Eru tennur, fingraför eða önnur sérkenni hins látna þá oftast leiðbeinandi. Njörður sagði aö fyrir nokkr- um árum hefði lfk rekið á land ekki langt frá Vík I Mýrdal. Lék grunur á að það væri lik dansks bátsmanns, sem hafði tekið út af skipi nokkrum dögum áöur. Likið var illa farið eftir aö hafa verið í sjónum og erfiðlega gekk að bera kennsl á það. Hins vegar fannst tattóvering á lfk- inu, sem siðan var send til Dan- merkur. bar kom i ljós að tattó- veringin haföi verið á danska bátsmanninum. Of mikill kostnaöur við leiti Leit að fólki getur verið kostnaðarsöm. Kallað er út lið lögreglu og skáta, auglýst er eftir fólkfnu i fjölmiðlum o.s.frv. Stundum er leitað og leitað á meðan sá er leitað er að, dvelur i góðu yfirlæti á f jarlæg- um stað, allsendis grunlaus um þær miklu áhyggjur og þann kostnaö sem fjarvera hans veld- ur. Margir muna eflaust eftir dæminu frá nýliönum vetri, þegar tveir ungir piltar gerðust laumufarþegar á einu skipi Eimskipafélags tslands. Mikil leit var gerð að piltunum. Um siðir fundust þeir um borö i skipinu, þá orðnir leiðir á laumu spilinu. Helgarpósturinn spurði Njörð Snæhólm, hvort þeir aðilar sem „týndust” með þessum hætti væru bótaskyldir á einn eða annan hátt. Hvort þeim væri ekki gert að greiða þann kostn- að sem i var lagt, er leit stóð yfir. Njörður svaraði , að eftir þvi sem hann vissi best þá væri svo ekki. bennan kostnað bæri rikið og aðrir þeir aðilar sem að leitinni hefðu staðið, enda væri það i sjálfu sér hvergi i lögum, aö menn ættu aö láta vita um ferðir sinar. baö væri engin til- kynningaskylda á einstakling- um. bað væri þó að sjálfsögðu mjög bagalegt og vitavert hjá fólki, að skapa áhyggjur og kviöa hjá skyldmennum, bara vegna hugsunarleysis og trassaskapar. Að lokum kannaði Helgar- pósturinn það hjá dómsmála- ráðuneytinu, hvenær menn sem týndust og ekki fyndust, væru úrskurðaðir látnir og þar með teknir út af þjóðskrá. Jón Thors deiftia'iistjóri I ráðuneytinu kvaö ákveðin lög vera til um þessi mál og eftir þeim væri far- ið. Hins vegar færi það óneitan- lega dálitið eftir eðli og kring- umstæðum þessara mann- hvarfa, eftir hve langan tlma sá týndi væri úrskurðaður látinn. Hvað er þaö sem rekur fólk til að taka lif sitt með þeim hætti, að hverfa sjónum manna, — stundum um alla eilffð. Nú vita þeir hinir sömusem gera sjálfs- morð u tan byggðar að mikil leit verður gerð og kvfði og angist skyldmenna meiri, heldur en ef fyrr yröi ljóst um afdrif þess er sjálfsmorðið gerir. Helgarpósturinn hafði tal af sálfræðingum og leitaði álits þeirra á þessum málum. beir sögðu að lfklegast væri um tvær skýringar að ræða I þessu efni. Annars vegar væri það mögu- leiki, að sálarástand fólks væri með þeim hætti, að þaö ráfaði eitthvað i burtu frá sinum heim- ilum, fyndist lifið og tilveran ömurleg og fyndi hjá sér þörf að hverfa eitthvað i burtu. bað væri I ákveönu klofnings- ástandi, en hefði samt ekki á prjónunum neina meðvitaða sjálfsmorðsáætlun. Hins vegar gætu mál þróast þannig i þessu ástandi, að þetta sama fólk gripi til örþrifaráða og tæki lif sitt, eða jafnvel lenti I slysi sem or- sakaði dauða. Hitt væri svo það, þegar fólk færi afsiðis, úti óbyggðir eða að sjó og hefði afráöið aö taka lif sitt, sem það svo gerði. Astæð- urnar fyrir þvi að þetta fólk fremdi sjálfsmorö svona fjarri mannabyggðum, væri helst þaö að þaö fyrirveröi sig fyrir þetta athæfi ogvildi jafnvel f sumum tilfellum láta lita svo út, að um slys væri að ræða. Fölsuð málverk sögð vera ættuð úr dánar- búi íslandsvinar Helgarpósturinn hefur fengið enn frekari staðfestingu á öllum meginatriðum greinar, sem birt- ist i þarsiðasta blaði um framboð á fölsuðum málverkum' hér- lendis. Blaðið hefur áreiðaniegar heimildir fyrir þvf, að f Kaup- mannahöfn sé það altalað, að þar i borg séu nú á markaði málverk, sem sögð eru eftir þekkta islenzka málara, en séu i raun fölsuð. Einn heimildarmanna Helgarpóstsins skýrði blaðinu frá þvf, að hann hefði haft spurnir af Kjarvalsmálverki sem e.t.v. væri hægt að fá keypt i Kaup- mannahöfn. Málverk þetta var ósvikið, en sá sem heimildarmaður okkar ræddi við, varaði hann við þ'd, að nú væru á markaði i Kaupmanna- höfn mörg fölsuð verk eftir kunna islenzka málara. Ein ástæða þessa mun vera sú, að á uppboðum i Kaupmannahöfn eru m.a. málverk úr dánarbúi< Isiandsvinarins Carls Sæmund- sens sem gaf tslendingum hús Jóns Sigurðssonar. betta tækifæri hefðu menn með fölsuð málverk i fórum sinum notað sér og komið ýmsum verk- um eftir Kjarval, Asgrim, Jón Stefánsson o.fl. á markað undir þvi yfirskini, að um væri að ræða verk úr dánarbúi Carls Sæmund- sens. betta mun vera ein ástæða þess, að sérlega mikið framboð hefur verið af fölsuðum málverk- um islenzkra höfunda i Kaup- mannahöfn að undanförnu. Rétt er að taka fram, að i sið- ustu grein ræddum við um beinar falsanir á verkum islenzkra höf- unda, en hitt mun ekki tiðara, að nöfn þekktra islenzkra höfunda séu sett á ómerkt verk eða þá, að máð séu i burtu nöfn uppruna- legra höfunda, litt þekktra Dana t.d., og nöfn islenzkra höfunda sett i staðinn og þá oft á mjög klaufalegan hátt. brátt fyrir þetta virðast Islendingar ginnkeyptir fyrir þessum verkum. Helgarpósturinn hefur kannað þessi mál frekar og enn er sömu sögu að segja um viðbrögð við- mælenda okkar: Málið er af ein- hverjum ástæðum svo viðkvæmt, aö nær enginn virðist þora að tjá sig um það. —H.H. LJÓSRITUNARVÉLAR BEINT FRA AMERlKU étta átt tíl lækkunar á skrifstofukostnaðí ELECTRONISK STÝRITÖLVA minnkar rafbúnað um 90% og fækkar hreyfanlegum hlutum vélarinn- ar til stórlækkunar á vióhalds- og reksturskostnaði. PAPPÍRSFORÐI er tvöfaldur miðað við margar aðrar tegundir. Afritar alla regnbogans liti á þykk- an, þunnan og litaðan pappír. STJÓRNBORÐ með Ijósaborði og takkaborði fyrir val á eintakafjölda. Einfalt og hraðvirkt í umgengni fyrir hvern og einn á skrifstofunni. KJARAIM HF TRYGGVAGATA 8 REYKJAVÍK SÍMI 24140

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.