Helgarpósturinn - 17.08.1979, Síða 8

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Síða 8
8 Föstudagur 17. ágúst 1979 —helgarpósturinn. LÍTUM OKKUR NÆR —Jielgar pósturínn_ útgefandi: Blaöaútgáfan Viiaösgjafi sem e!" dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins. en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Johannes Guð- mundsson Rrtstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón ðskar Haf- steinsson. Blaöamenn: Guðjón Arngrimsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Halldór Hall- dórsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Augiysingar: lngiD|org siguroaraorur GjaMkeri: Halldóra Jónsdóttir Oreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu- múla lt, Reykjavik. Sími 81866. Af- greíðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866. 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 3.500.- á mánuði. Verð í lausasölu er kr. 180.- eintakið. AGÚRKURNAR Ég bef það á tilfinningunni, að einhver helsti kostur þjóðhöfð- ingja sé að vera dauður úr öllum æðum. Eitt helsta kosningaloforð frambjóðenda til sliks embættis ætti að vera náttúruleysi. Þetta marka ég af raunum Játvarðs erfðaprins af Engiandi sem ég áipaðist til að skoða i leikrænu formi i sjónvarpinu siðastliðinn sunnudag. Ekki sá ég betur en Játvarður væri hinn kurteisasti maður og kæmi i alia staði vel fyrir. En eins og menn vita varð hann að hverfa frá sinni stöðu sem þjóðhöfðingi af þvi hann langaði til að dansa vals við skólausa konu. Og svoleiðis. Ég fékk heldur ekki annað séð en mannasiðir væru i góðu lagi i þeim dagskrárlið sem sýndur var á undan raunum erfðaprinsins i sjónvarpinu á sunnudag. Þar var greint frá opinberri heimsókn okkar eigin þjóðhöfðingja til eyj- arinnar Manar. tJt frá þessari glúrnu dagskrár- skipan sjónvarpsins fór ég að velta þvi fyrir mér hvers vegna starf þjóðhöfðingja virðist eink- anlega snúast um svokallaða mannasiði. Einhverjar seremóni- ur sem litið virðast koma þvi mannlifi við sem þjóðhöfðingjar eru fulitrúar fyrir. Ég f® td. ekki séð að forsetinn okkar, full- trúi númer eitt I hlutafélaginu okkar, þurfi að hafa það að sínu meginstarfi aöbukka sig. Sé fyrst og siðast sæmilega vel máli farin samkvæmisdama. — Ekkisvo að skilja aö auka þurfi framkvæmdavald hans. Einfald- lega ættum viö hluthafarnir að gefa honum kost á að iifa svipað þvi og það fólk sem hann er full- trúi fyrir, gera starf hans örlitið frjórra og manneskjulegra. Agætur maður og áhugasamur um forsetaframboð leit inn á Helgarpóstinn um daginn og varpaði til aö mynda fram þeirri hugmynd hvort ekki væri unnt að nota forsetaembættiö ögn meir i þvi að koma okkar framleiðsluaf- uröum á framfæri við erlenda ráðamenn, til dæmis fiskinum okkar. Það er að segja, aö forset- inn yrði öðrum þræði þjóðlegur farandsölumaður og prómótör. Þetta er virðingarverö ábending, þótt mér finnist hún ekki alveg nógu góð. Nú þegar blöð i agúrkutiö eru farin að búa til forseta villt og galið ættu menn að reyna að láta sér detta eitthvaö snjallt i hug sem gera mætti Bessastaði aö ögn stuðmeira búi en nú er. Þjóðhöfðingi er býsna stórt, virðulegt orð. Betra að maður i þvi hlutverki detti sem minnst drukkinn á rassinn. Gefi helst ekki út gúmmitékka. Sé okkur frekar til sóma. Blessaðir forset- arnir okkar. hafa allir staðið sig I þessu. Þeir hafa lika, ekki sist sá núverandi, verið „alþýölegri” en margir aðrir þjóðhöfðingjar. En þeir eiga heldur ekki aö vera ööruvisi. Þeir eru áfram menn þótt þeir flytjist til Bessastaða um stundarsakir en ekki i Breiö- holtið. Kannski viö ættum að gefa þeim meiri sjans á aö bæöi lifa og starfa eins og menn en ekki póii- tiskar puntudúkkur. Látum til dæmis ekki raunir enska erfðaprinsins endurtakast á okkár prins Albert. Hann á að fá að dansa vals, eða jafnvel tangó, við eins margar skólausar konur og hann lystir. Heill forseta vorum og fóstur- jörð. tsland h.f. lifi. Húrra. AÞ. A sama tima og hneykslast er á þvi opinberlega og i hverju skúmaskoti hér á landi aö nú veiði Norðmenn meira en 90 þúsund tonn af loðnu við Jan Mayen, erum við ís- lendingar búnir að veiða töluvert meiri þorsk hér við land en fiskifræðingar lögðu til i byrjun ársins, og lifa þó enn meira en fjórir mánuðir af þvi herrans ári 1979. Út yfir allan þjófabálk tekur þó þegar tog- araskipstjórar, sem undanfarn- ar vikur hafa veitt svo mikið að ekki hefur hafst undan að vinna aflann, eru með yfirlýsingar um að stöðva þurfi veiðar Norð- manna við Jan Mayen. Þetta heitir aö vera ekki samkvæmur sjálfum sér. Auðvitað ber að harma það að yfirvöld i Noregi skuli ekki hafa betri stjórn á fiskveiðum sinum en raun ber vitni, og takmarka loönuveið- arnar við Jan Mayen, rétt eins og gert er hér á landi. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra hafði þó dug i sér ekki að- eins að banna islenskum loðnu- skipum veiðar innan 200 mlln- anna fram til 20. ágúst, heldur Iika utan þeirra. Ævintýramenn i sjávarútvegi væru áreiðanlega búnir að senda skip sin út fyrir 200 milurnar til að ná i loönu- titlur, þótt vitað væri fyrirfram að þær myndu ekki greiða kost- inn i mannskapinn, hvað þá oli- una. Hvað með afla útlend- inga? I upphafi ársins lögðu fiski- fræðingar til aö þorskaflinn yröi 250 þúsund lestir i ár. Nú þegar er aflinn orðinn 270 þúsund lest- ir og mun þá ekki reiknað með afla erlendra veiðiskipa hér viö land. Þótt sá afli sfe ekki mikiil að visu, þá safnast hann saman þegar aflatölur, Belgiumanna, Færeyinga og Norðmanna eru lagðar saman. Hver er svo kom- inn til með að segja aö þær afla- tölur, sem þeir senda hingaö til lands, séu réttar. Aö minnsta kosti hafa kunnir togaraskip- stjórar efast mjög um réttmæti þeirra talna. Þeir segjast hafa horft á skip frá grannþjóðum okkar toga við hliöina á islensk- um togurum sem ekki hafa fengið annað en þorsk, en svo sé ekki annaö að sjá en útlending- arnir hafi aðeins gefið hluta af þorskinum uppá veiðiskýrslum. Meiri takmarkanir í þorskinn Sjávarútvegsráöherrann okkar knái hefur sagt að stefnt sé að þvi að þorskaflinn verði ekki meiri en 290 þús- und lestir á árinu, og fór þannig töluvert upp fyrir mark fiskifræðinganna. Ef viö gef- um okkur að tslendingar séu búnir að veiöa um 270 þúsund lestir á árinu og útlendingar 10 þúsund tonn, þá má aöeins veiða tfuþúsund tonn þaö sem eftir lif- ir ársins, — og sjá allir sem það vilja að þorskaflinn verð- ur mun meiri, — nema grip- iö verði enn til einhverra ráð- stafana til að takmarka þorskveiðarnar. Þessar tak- markanir koma hinsvegar allt of seint núna. Þær hefði átt að gera til dæmis i kring um verslunarmannahelgina, þegar allir togarar voru búnir aö vera I vaðandi þorski svo vik- um skipti, og þeir komu drekk- hlaðnir að landi hver á eftir öðrum dag eftir dag. Um verslunarmannahelgina hafa liklega verið um 40 skut- togarar að þorskveiðum, og ef hver heföi veriö i landi eina ferð má hiklaust telja að^ um sex þúsund lestir af þorski, þar sem kannski helm- ingurinn er ókynþroska, er ekki lengi að skila sér á næstu 'árum. Þaö ber á það aö Hta aö pessa daga voru lin- og netabátar i þorskveiðibanni, og rétt eins og bannað er að leggja laxveiöinet i Hvitá og ölfusá og kannski fleiri ár yfir helgar, hefði vel veriö verjandi að banna allar veiðar við landið i rúma viku I kring um verslunarmannahelg- ina. Þá hefði það ekki verið amalegt fyrir hálftóman rikis- kassa „Tomma á teppinu” að sjómenn hefðu komið i land meö fullar hendur — þvi hvað er eðlilegra en þeir geri sér glaöan dag loksins þegar þeir hafa fast land undir fótum, eftir að hafa þrælað myrkranna á milli, eða meginhluta sólarhringsins á góðum afiaskipum, túr eftir túr. hákarl Má ekki sföðva togarana eins og loðnuflotann Þorskveiöar undanfarnar vik- ur, ná ekki nokkurri átt, hvað svo sem útgerðarmenn og sjó- menn segja. Það er vitað mál, aðstór hluti þessa dýrmæta afla hefur grotnað niður i vinnslu- stöövunum þótt enginn vilji kannski viðurkenna það, og hvað hefur hún kostaö öll þessi yfirvinna, sem viðgengist hefur i frystihúsum viða um land um helgar aö undanförnu, undir þvi yfirskini að verið sé að bjarga aflanum frá skemmdum? Frystihúsamenn ættu að sjá sóma sinn i þvi að tilkynna tog- urunum, sem eru i viðskiptum við þá, að ekki verði hreinlega tekið á móti nema ákveðnum tonnafjölda. Hversvegna geta ekki skuttogarar stoppað rétt eins og loðnuflotinn hefur verið bundinn við bryggju nú i marg- ar vikur? Svo er það umhugsun- arefni, hvernig frystihúsin geta látið vinna eftirvinnu alveg ó- takmarkað, þvi eitt er vist að ekki fæst hærra verð fyrir fisk- inn þótt hann sé unninn I eftir- vinnu. Það segir sig lika sjálft að afköst frystihúsafólksins og vandvirkni þess er eitthvað far- in að minnka, þegar ekki er einn einasti fridagur i viku. Siglingar Þá hefur það komið fram að supi útgerðarfyrirtæki hafa lát- ið skipin sigla vegna þess að ekki hefur verið hægt að koma afianum i vinnslu hér á landi. Það er rétt sem einn togara- skipstjóri sagði^þarf ekki að flytja meira út, og erum við ekki að fiska fyrir útflutning?” Jú jú goitt og vel, en kostar ekki lika olian eitthvað og ekki er það hagur sjómanna að eyða kannski hálfum mánuði i sigl- ingu þegar verðið rétt lafir i þvi sem fæst fyrir fiskinn hér heima? Sjómenn og kontóristar Græðgin, kapphlaupið um að vera með mestan afla, án nokk- urs tillits til fiskistofna, ræður hér eingöngu ferðinni. Nú er það ekki svo að togaramenn lepji dauðann úr skel, nei skatt- skrárnar sýna að svo er ekki. Togarasjómenn siá að visu ékki læknana út og þeir eru vel að sinu komnir, en þeir ættu lika að hætta þessu eilifa nuddi og tali um kontórista og skrifborðsá- kvarðanir, þvi sannleikurinn er nú sá, að þaö eru þessir blessað- ir kontóristar svokallaðir, sem þeir geta illa án verið. Alltaf er verið að heimta fullkomnari og dýrari skip, betri og fleiri tæki um borð i skipin, og þótt sjórinn sé gjöfull, þá fást nú ekki, ennþá að minnsta kosti, sjálfvirkir dýptarmælar og fisksjár i vörp- una, þótt enn faist i hana þorsk- ur til að borga þessi tæki með, og stundum slæöist einn og einn hákarl meö sem sumir geta gert sér mat úr! Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.