Helgarpósturinn - 17.08.1979, Page 13

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Page 13
Föstudagur 17. íásturinn._ —he/garpásturinrL- Föstudag ur 17. ágúst 1979 óstsviðtali „Fólk tekur verk min ekki sem klám, heldur sem þau dásamlegu snilldarverk sem þau eru”. Plastpungar og pissudúkkur Alfreð Flók.i var um árabil með annan fótinn i Kaupmannahöfn, og ekki erum við fyrr sestir, en við förum að ræða um þessa borg viö sundin. Ræða er varla orðið, þar sem ég þekki hana ekki nema af afspurn, en fæ Flóka til aö segja mér frá henni. „Það er skemmtilegra i Kaup- mannahöfn i dag (en var hér á árum áður). Þetta rómantiska, bóhemiska búllulif, sem datt niö- ur á árunum 1965-1970, er mikið að dúkka upp aftur. Þá er orðið meira um búllumúsikanta, jafn- framt þvi að borgin er oröin demóniskari i bestu merkingu þess orðs. Hún er lika skemmti- legri og póetiskari. Flestum finnst hún kaldari og harðari.” — Hvað áttu við meö „demón- inum”? „Með demóninum á ég viö hinn eina allsherjar stóra púka, sem er sá púki, sem heldur liftórunni I þeim mönnum og konum, sem ekki eru plastpungar og pissu- dúkkur.” — Er þá eitthvaö djöfullegt við hann? „1 og með, en ég lit ekki á djöf- ulinn eins og kristnir menn og kirkjan. Ég lit á hann (svo maður fái nú aö vera háfleygur) sem innblástursgjafa og eiginlega anda þess skapandi (creativa). Ég er sannfæröur um að allt umhverfis okkur eru húsálfar og smádemónar. Mér þótti afar vænt um þegar ég las viðtal við Isaac Bashevis Singer (en þaö kom mér á óvart, að hann skyldi fá Nóbel- inn, þvi hann er svo góður rithöf- undur), þar sem hann segist hafa lent i þvi, að þeir stálu tékkheft- inu hans, en skiluðu þvi aftur. Við erum bara á smá eyju og allt um- hverfis okkur eru kraftar, sem við þekkjum ekki.” — Hefur þú orðið var viö slika krafta? „Ég hef fundið fyrir návist ým- issa afla, en aöeins einu sinni upplifað hlut sem skelfdi mig. Ég bjó þá uppi i risi i gömlu húsi i Kaupmannahöfn, en það var reimt i þessu húsi. Á hverri nóttu var gengið þung- um skrefum upp mjóan stiga og staðnæmst við hurðina hjá mér. Ég hélt lengi vel að þetta væri Grikki, sem geymdi drasi i kompu við hliöina á mér, og væri að vitja dótsins. Ég hugleiddi þaö ekki nánar, þangað til eitt kvöld, að ég sat yfir góöu glasi meö kunningja minum. Um miönættið var gengiö þungum skrefum upp stigann og við ákváðum aö bjóöa kauöa upp á glas. Við opnuðum hurðina, en það var ekki kjaftur fyrir utan. Við voru tveir um aö heyra greinilega þungt fótatak, þannig að þetta var ekki marr eins og oft er I gömlum stigum. Þetta hafði þau áhrif, aö samdrykkjan hélt áfram á næstu næturbúllu. Eftir þetta stóö mér ekki alls kostar á sama. Litlu seinna var hurðinni hrundið upp, en ég var svo heppmn, að liggja i bælinu og snúa bakinu i hurðina og þorði ekki aö snúa mér við. Þaö var þetta sama fótatak sem kom á undan og seinna frétti ég, að það hefði maður hengt sig f þessu sama herbergi. Þetta var fyrir mörgum árum, og ég myndi bregöast öðruvisi viö núna. Ég vil hins vegar taka það fram, að mér hefur hvergi liðið eins vel, né verið eins pródúktiv- ur, og þarna i þessu herbergi. „Ég er aðeins miðill” Ég er sannfærður um að sem listamaður, er ég aðeins miðill, og hvort þaö eru „ill” öfl eöa góð, skiptir engu andskotans máli.” — Þú ert semsé ekki sjálfráður sem listamaður? „Bestu myndir sem ég hef gert, hef ég gert í trans, og hef varla vitað, að ég hafi gert þær. Og oft hafa þær komið mér á óvart. Svissneskilistmálarinn Paul Klee segir mjög svipaða sögu.” — Veistu hvaða púkar stjórna þér? „Ég hef grun um það, en get ekki látið það uppi. Ég er ekki al- veg klár á linunni ennþá. — Vegna þess að þú veist það ekki? „Nei, af öðrum ástæðum sem eru privat, og sem ég treysti mér ekki til að skilgreina aö svo komnu máli.” — Nú er mikið um kynfæri og kynfæratákn i myndum þinum. Ertu haldinn kynfæraþráhyggju? „Sú eina list sem ég hef áhuga á, er sú list sem haldin er þrá- hyggju (obsessed) og undir áhrif- um púkans. Þess vegna hef ég megnustu andstyggð á niutiu prósent af þvi, sem kallaö er nú- timalist.” — Ertu þar með aö setja þig á hærri stall? „Absalút. Ég held að þeir menn, sem eru fulitrúar fyrir rikjandi heföir, séu að fara inn á aörar brautir, og ég er fulltrúi fyrir það sem koma skal.” — Liturðu ekki of stórt á sjálf- an þig? „Ég hef fulla ástæðu til að lita stórt á mig. Sem dæmi um þaö hve nútimalist er slöpp, þá er frumkvöðull nútimalistar eins og við þekkjum hana i dag, landsby idiot frá Aix-en-provence, Paul Cézanne.” — Ertu ekki einn um þá skoö'- un? „Nei, ég er svo sannarlega ekki einn um það. Á sama máli eru menn eins og Salvador Dali, sem ég sjálfur tel einn mesta málara allra tlma (paranoisk-kritisk metóða hans er magísk).” Við gerum smá hvild og komum okkur vel fyrir i stólunum, þvl nú ætlar Flóki að segja mér dálitla sögu sem styður framangreinda skoðun hans. t hasti kveikjum við okkur i vindlingi og pipu: „Móðir Cézanne deyr og liggur i sinni opinni kistu. Gamli Paul vill eiga mynd af móður sinni lát- inni. Hann marserar sig til ein- hvers lókal fidusmálara I Prov- ence og biður hann um að teikna Alfreð Flóki býr í vesturbænum, við Granaskjól, i botni botnlanga i gulleitu húsi. Fyrstu tröppurnar liggja upp að útidyrum, inn i forstofu. Aðrar tröppurnar liggja úr forstofu upp í ibúðina. I bókaherberginu, þar sem við komum okkur fyrir, er að finna hinar margvislegustu bækur um hið fjölbreytt- asta efni, erótíkog galdra, myndlistog aðra list. — Þú verður að skilgreina hann nánar. Til hægri eða vinstri? „Hvernig i heitasta helviti á maður að vera vinstrisinni, þegar vinstrimenn eru stofukommar og laumukapitalistar. Og hvernig á maður að vera hægrisinni, þegar harðsviraðasta lið hægrimanna samanstendur af laumukomm- um.” „Hjá þeim rjúka nef, augu og eyru Þá er kvæðinu vent i kross. Eða hvaö? Þar sem teikning er sér- «Eg gömlu konuna. Mannauminginn segir að sjálfsögðu: Kæri Paul, þú ertsjálfur málari, hvers vegna teiknarðu hana ekki sjálfur? Já, en ég kann ekki að teikna, segir þá Cézanne. Teikningin er undirstaða allrar myndlistar og höggmyndalistar. Maður sem ekki kann aö teikna, getur ekki búiö til skúiptúr eða málaö mynd. Það liggur i augum uppi, að maöur sem getur ekki unnið sér til lifs að teikna kálhausa, veröur ekki hátt skrifaöur i augum hinn- ar háheilögu iistagyðju.” „Ég lifi i stöðugum innblæstri” — Attu þér einhverja sálu- bræður i listinni? „Já, Hieronimus Bosch og Mat- egna, sem var italskur reness- ansmálari. Þeir myndlistarmenn, sem höfðu hvað sterkust áhrif á mig (en ég ákvað að gerast myndlist- armaöur þegar ég var niu ára), voru menn eins og Goya, Dela- croix og Doré. Bókmenntir hafa spilaö geysilega I þroskaferli minum sem listamanns? Balzac, Rabelais og gotneska skáldsagan. Reyndar allur fantastiskur litt- eratúr, nema science-fiction sem hefur látiö mig kaldan I þaö stóra. Ég vil helst hafa þaö fantasiu i realiskum ramma* það verður aö grlpa inn i þennan ramma sem ég þekki. Eg vil koma þvi inn i okk- ar realiska umhverfi. Af seinni tima höfundum, eru það Singer, Karen Blixen,Gustav Meyrink, Bulgakov með Meistar- ann og Margaretu, Djuna Barnes, sem hefur skrifað Nightwood, sem er ein besta bók sem ég hef lesið, Bruno Schulz með Krókó- dilagötuna. Frönsku og þýsku rómantikerarnir höfðu iika geysi- leg áhrif á mig, Lautréamont og Hoffmann. Þaö eru tveir eða þrir rithöf- undar sem ég flokka sem drep- leiðinlega. D.H. Lawrence, Sade og Kafka interessera mig óhemjulega sem menn og hugs- uðir og ég les alit um þá.” — Eru bein áhrif þeirra i myndum þinum? „Efalaust áhrif, en ekki bein. Ég hef aldrei myndskreytt þá. Það er meira kjarninn og atmos- feran i kringum verk þeirra, heldur en ég verði fyrir beinum áhrifum.” — Telurðji þig hafa þroskast mikið sem listamaður? „Já andskotinn, ég get ekki sagt annaö. Ég eyk alltaf við tæknina, sem er nauðsynlegur liður i að geta tjáð sig, og ég lifi næstum þvi i stööugum inn- blæstri. Það eru vissir hlutir, sem verða áleitnari og áleitnari, en þetta er svið, sem ég get ekki komið inn á. Þetta er verkefni fyrir listfræðinga framtiðarinnar og það verður fullt starf fyrir þá.” — Er ekki þreytandi aö lifa i mm—m——■—————i—i m ■ ■ llllli r n m svona stöðugum innblæstri? „Nei, nei. Þvert á móti er það mjög ákjósanlegt, þvi fysikin er góð. Mig skortir aldrei efni.” — Fæstu lika eitthvaö við að mála? „Ég hef málaö dálitið, en hef ekki sýnt þaö enn. Það hafa meira verið tilraunir. Ég hef einnig fengist töluvert við grafik, en ekki verið ánægður með teknisku út- komuna og hef yfirleitt slátrað þvi sem ég hef gert.” — Eru málverkin i svipuðum anda og teikningarnar? „Já, þau eru i svipuðum anda.” — Og þú ert ekkert hræddur um að endurtaka þig? „Nei, alls ekki. Fyrir mann með mitt imyndunarafl og sköp- unargleði, er ekki hægt að endur- taka sig. Að visu geta sum við- fangsefnin verið áleitnari en önn- ur.” „Kyntáknin eru dulspekilegs eðlis” — Er einhver meíning I þessum myndum þinum? „Ég blanda saman i myndum minum privathlutum, bernsku- minningum og áhrifum frá dul- speki. Kyntáknin eru yfirleitt dul- spekilegs eðlis og aöeins skiljan- leg fyrir innvigða. Það er enginn Freud þar á ferðinni. Þegar koma fyrir fallusar og vaginur I myndum minum eru það kosmisk tákn. Slangan er tákn fyrir visku og sexualitet. Eins spilar inn i þetta hrein und- irmeðvitundarvinna. ” — Hvers vegna kaupir fólk þá myndirnar, úr þvi að þær eru svona torskildar? „Einfaldlega vegna þess, aö Is- lendingar samanstanda af myst- ikerum, jafnframt þvi að hafa geysilegan áhuga fyrir myndlist. Það eru fáar þjóöir sem hafa jafn mikinn áhuga á dulspeki. Ég held að fólk skilji intúitift þaö sem ég er að gera, og taki þetta ekki sem klám, heldur þau dásamlegu snilldarverk, sem þau eru.” — Gerirðu i þvi að ögra fólki? „Ég hef aldrei reynt neitt til þess, en standi ég i þvi hef ég gaman af. En ég geri ekki neitt til aö ögra. Hins vegar er ég „reaksjóner” i bestu merkingu þess orðs (og þarna fer Flóki að tala um ýmis orð, sem hafa tapaö upprunalegu merkingu sinni). Ég er ekki afturhaldssamur, heldur „reagera” ég á hlutina (þ.e. bregst við þeim á ýmsan hátt)1 — Hvað með pólitikina? „Þvi er fljótsvarað. (Hvernig segir maður þetta nú aftur: ég er pólitiskt meðvitaður) Ég er afar klár á linunni pólitiskt. Ég er i hinum eina sanna og rétta flokki.” __ 777 „Það er Flókaflokkurinn. Og i honum er aðeins einn meðlimur, og þaö er ég. Ég held satt að segja, að þaö sé ekki pláss fyrir aðra, en það er nóg. Hann skal nokk hafa sin áhrif.” fann þá upp. Það eru tveir hug- ljúfir litlir sadistar. Þegar Knoll og Tott láta sér nægja, að setja litla rauða bombu undir hengi- rúm skipstjórans, þá rjúka nef, augu og eyru hjá Max og Moritz. Þeir slátra oft fórnarlömbum sin- um, og oft upp á hinn hroðaleg- asta máta. Ég safnaði hasarblöðum sem strákur og átti mikið safn af þeim. Er ég var eitt sinn staddur i Columbus i Ohio, hitti ég mann sem safnaði hasarblöðum. Hann sýndi mér gamalt hefti af blaðinu „Crime”, og sagöist hann geta fengið tvö þúsund dollara fyrir það, vegna þess að það var skaddað. Annars hefði hann getaö fengið sex þúsund dollara fyrir það. Hárin risu á höfðinu á mér, þvi ég hafði átt það, en það haföi týnst.” „Dekadens er eitthvað, sem náð hefur vissri fullkomnun” — Liturðu á þig sem ábyrgðar- fullan þegn? „Já fjandakorniö, ég hlýt að falla undir þá kategoriu, nauðug- ur viljugur.” Meira vildi hann ekki segja um þetta. „Ég hef alla tið verið mikill áhugamaöur um kvikmyndir og mikiö til alæta á þær. Þó eru það vissir menn, sem höfða meira til min og veita mér sérstaka stafað frá kristninni i tvö þús- und ár. Beardsley snerist til kaþólskrar trúar á elleftu stundu og dó sem kaþólikki.” „Þá fer ég með stutta bæn” Flóki er með sitt og vel snyrt hár og væri þvi forvitnilegt aö vita hver klippti hann. Er það ein- hver sérstakur rakari? „Það eru ýmsir rakarar. Ef ég þarf að láta klippa mig, er það mikið fyrirtæki og helst þyrfti að deyfa mig. Ég ráfa um göturnar þar til ég finn rakarastofu, þar sem ekki er kjaftur inni, og ekki útlit fyrir að neinn laumist inn næsta hálftimann. Þá fer ég með stutta bæn og flýti mér inn. Mér finnst þetta alveg ægilegur prósess að láta klippa mig, en um leið og ég er kominn i stólinn og rakarinn búinn að sveipa mig lök- um, fell ég i stóiska ró eins og Búddamunkur.” — Er það þess vegna að þú gengur með sitt hár? „Nei, það er min rómantiska attitúda. Ég gekk um siðhærður löngu áður en það komst i tisku og get sannað það með myndum.” Bogarlíf og sveitasæla — Hvað um höfuðborgina? „Mér finnst Reykjavik alveg ljómandi borg. Ég hef lifað þar svo til alla mina hundstið. Það sem ég þekki af Reykjavik, er vesturbærinn, Þingholtin og aust- urbærinn. Ef ég lendi fyrir utan þennan ramma, er hægt aö ljúga að mér, að ég sé staddur i Brook- lyn eöa Istanbul, og ég rata ekki heim.” — En sveitasælan? „Ég hef gert það fyrir kunn- ingja mina, að fara i bil út á land, og þóst njóta sveitasælunnar fyrir kurteisissakir. En ég er þeirri stund fegnastur þegar ég finn malbik undir dekkjunum. Þetta er furðulegt, þvi að á „Frumkvööull nútimalistar er landsby idiot frá AU-en-Provence”. hvað sem hefur náð vissri full- komnun, en þarf ekki að vera úr- kynjað. Einhver blómstrandi full- komnun. Ef þú hugsar þér mann, sem þú skilgreinir sem dekadent, mundir þú aldrei sjá hann með brugðinn korða, eða halda striðsæsingar- ræðu yfir fjöldanum. Það er mað- ur sem unir sér i filabeinsturni sinum.” „Neró gamli var Ijómandi maður” ^Filabeinsturnar eru liklega frægustu turnar i heimi, og þaö urnar. En ég efast um að Neró hafi kveikt I Róm. Ég held að Neró hafi veriö það mikill lista- maöur, að hann heföi ekki þurft aö kveikja I borginni til að fá inn- blástur, en hann hefur kannski fengið innblásturinn viö bálið. Neró hefur fengið svo slæmt orð á sig vegna ofsókna sinna á hend- ur kristnum mönnum. Þess vegna held ég að eftirmæli hans séu föls- uð. Aubrey Beardsley sagði ein- hvern tima, að Neró hefði lýst upp leikvanginn með logandi kyndl- um kristinna manna (þeir voru tjörubornir og sfðan kveikt i), og. það væri eina birtan, sem hefði iiiduu iiicu iuui ímynuun arafl og sköpunargleði, er ekk hægt að endurtaka sig”. hverju sumri frá þvi ég var tveggja eöa þriggja ára var ég I sveit I Landssveitinni hjá einstak- lega góöu fólki, sem aldrei iét mig gerahandtak, og ég undi mér hiö besta. En einhvern veginn hefur borgin alltaf átt rikust Itök i mér.” — Er þetta tilbúin andúð? „Alls ekki, langt frá þvi. Ég verð einfaldlega eftir vissan tima leiður á landslagi. Ég var einmitt að róta i göml- um teikningum frá þvi ég var sex eða sjö ára. Flestar þeirra eru myndir af stórborgum eins og ég imyndaði mér þær, hótelskilti og háhýsi. Hins vegar er ég veikur fyrir skógum og kirkjugöröum. Það eru kannski áhrif frá lesn- ingu i bernsku um dularfulla skóga. Kirkjugarðar eru mér eins og litil sögubók. ÞU labbar um og skynjar niö aldanna eins og Þór- bergur kallaöi þaö. Ég fer oft I gönguferðir um kirkjugaröa, og þá aðallega þann gamla. Þegar ég labba I bæinn frá Granaskjól- inu, fer ég alltaf þar um.” Meö þessum orðum botnum viö samtalið, þvi við töldum enga þörf fyrir lokaorð af neinu tagi. Flóki hefur nefnilega ekki sungið sitt siðasta. besta við þá, er að maður þarf ekki að hreyfa sig úr stað til að sjá þá. Þeir eru nefnilega ósýni- legir, en hver og einn getur byggt sér einn slikan með litlum til- kostnaöi. Flóki veltir pipunni góða stund milli handanna. „Ég mundi halda mig eins lengi þar og hægt væri að koma þvi viö.” — Af hverju? „Ég veit það ekki. Mér finnst ég ekki eiga heima i þvi þjóðfélagi og þeim timum sem við lifum á. Ég get ekki skilgreint það nánar. Ég er ekkert viss um nema ég hefði orðið utangátta á öðrum tima. Það eru viss timabil sem höfða meira til min en önnur, en sjálfsagt hefði verið jafn „erfitt” aö lifa á þeim. Ég hefði ekkert haft á móti þvi að lifa á timum Nerós. Ég held að Neró gamli hafi verið ljómandi maður. Það sést lika á þvi hvern- ig fólk hyllti hann löngu eftir dauða hans. Það má lika lesa það milli linanna i verstu niðskrifum um karlinn, að þetta hafi verið ágætur stjórnandi, mildur reg- ent.” — Hvað meö bruna Rómar? „Það hlýtur að vera óska- draumur hvers listamanns, að fá þvilikan innblástur upp i hend- „Max og Moritz eru tveir hugljúf í*> lillti* co/lictor” grein Flóka, liggur svo að segja beint viö að spyrja hann hvort hann hafi áhuga á teiknimynda- sögum. „Ég er mikill Tinna-aðdáandi, og við getum tekið Felix með. Ég hef yfirleitt gaman af þvi, sem kallað var i gamla daga hasar- blöð. Hins vegar hef ég takmark- aöan áhuga fyrir Disney, nema stóra úlfinum.” — Nú er mikill munur á heimi Tinna og þeim heimi, sem kemur fram i þinum myndum. Hvers vegna þá þessi mikli Tinna áhugi? „Tinni er ansi vel teiknaöur og sögurnar eru yfirleitt spennandi. Tinni er oft vaðandi I dularfullum okkúlt ævintýrum. Svo eru náttúrulega Knoll og Tottog fyrirrennarar þeirra, Max og Moritz. Það var teiknarinn og ljóðskáldið Wilhelm Busch, sem „Mér finnst þetta alveg ægilegur prósess að láta klippa mig”. Salo eða 120 dagar i Sódómu, er eitthvertstórkostlegasta listaverk á sviöi kvikmynda.” — Er það einhver sem þú held- ur sérstaklega uppá? „Nei, ég get ekki sagt það. Þaö væri þá helst Visconti.” Myndir Viscontis f jalla gjarnan um úrkynjaðar aðals- eöa stór- borgaraættir. Skyldi þaö vera þaö sem heillar Flóka mest? „Ég legg mjög jákvæða merk- ingu I oröið dekadent (úrkynjað- ur). Fyrir mér er dekadens eitt- ánægju. Ég get nefnt Visconti (einhver yndislegasta mynd sem ég hef séð, er Dauðinn i Feneyj- um, reyndar er þetta lika ein af uppáhalds bókum minum eins og Thomas Mann er einn af mínum uppáhalds höfundum), Fellini, Bergman, svo maöur tali nú ekki um menn eins og Hitchcock og Polanski. Kenneth Anger (en hann er einn af þekktari „under- ground” kvikmyndaleikstjórum i Bandarikjunum) og gamlir menn eins og Fritz Lang og Dreyer. Og einn er sá maður sem alls ekki mð gleyma, en það er Pier Paoio Pasolini, en siðasta mynd hans, er f Flókaflokknum"

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.