Helgarpósturinn - 17.08.1979, Page 14

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Page 14
HP-mywd: Einar Guimar 14 ----------------- Lambapottréttur að hætti slátrarans Það er Gísli Thoroddsen yfir- kokkur á Brauðbæ, sem setur saman helgarrétt Helgarpósts- ins aö þessu sinni. Réttinn kall- ar hann „Lambapottréttur að hætti slátrarans”. Ekki er fulljóst hvernig slátrarinn sem slikur blandast þessu máli, en uppskriftin er svona : Efni: 200 grömm lambakjöt (frampartur), 100 grömm befkon, 2 laukar, matskeið af tómatpúrri, timian og rosmarín krydd, salt og pipar, smjör og 1 cl. af rjóma. Aðferðin: Skera kjötið i bita og beykoniö i smátt. Láta beikonið i pott með smjöri og krauma. Bæta þvi næst laukn ,um niðursneiddum úti. Þá er tómatpúrri og kjötið sett i pott- inn og allt þetta látið krauma i 10 minútur. Þá er rétturinn kryddaður siðan soðinn i vatni i 20minútur. Þ áer bakað upp og loks látið sjóða i 10 mi'n. með rjómanum. „Slátrararréttinn” skal bera fram meðhvitum kartöflum eða kartöflumús. Allan réttinn skal siðan setja i eldfast mót, osta- sneiðar settar ofan á og bakað i ofni i 5 - 10 minútur. Rétturinn er fyrir fjóra. — Verði ykkur að góðu. v „Samkeppni er nauösynleg” segir Bjarni Arnason I Brauðbæ. „MflTARSMEKKUR ÍSLEND- INGfl HEFUR BREYST” segir Bjarni Árnason í Brauðbæ ,,Ég held ég geti fuilyrt að á þeim árum sem ég hef rekið mat- sölustað, hefur matarsmekkur ts- iendinga breyst töluvert. Nú er fólk fyrst farið að þora að reyna eitthvað nýtt,” sagði Bjarni Arnason eigandi Brauöbæjar i samtali við Heigarpóstinn. Bjarni f Brauðbæ, eins og hann er gjarnan nefndur, hóf rekstur matsölustaöar árið 1964 f sömu húsakynnum og Brauöbær er i dag. Þá var aöallega boöiö upp á smurt brauð og þess háttar, en frá 1970 hefur Brauöbær veriö rekinn með þvi sniði sem er i dag, sem sé sem grillstaður af bestu gerð. Kokteilsósan á undanhaldi „Við I Brauðbæ höfum verið um margt leiðandi sem matsölustaö- ur af þessari geröinni, þvi kokka- liðið hefur ávallt vitað hvað klukkan hefur slegið og uppfyllt óskir viöskiptavinanna,” hélt Bjarni áfram. „En matarsmekk- urinn hefur breyst, eins og ég kom inn á hér áðan. Þegar eg byrjaöi i þessum bransa, þá var italskt salat og kokteilsósa með nánast öllum réttum. Allir vildu þaðsama. 1 dag er ekki einu sinni að finna kokteilsósu á matseðli okkar, enda þótt hún sé á boðstól- um fyrir þá sem hana vilja. Hins vegar er boðið upp á margar aðr- ar gómsætar sósur.” Bjarni sagöi þó, að þótt landinn hefði þróað sinn matarsmekk, þá eimdi talsvert eftir af gamla hugsunarganginum. Fólk fengi matseðilinn i hendurnar, renndi yfir hann augum, en þyrði svo ekki að reyna neitt nýtt, heldur i hálfgerðri uppgjöf bæði um ham- borgara með öllu, eða fasta liði eins og venjulega. Samkeppni nauðsynleg Bjarni Árnason var að þvi spuröur hvort hin mikla aukning grillstaða hefði kallað fram sam- drátt i rekstri Brauðbæjar. „Nei, það vil ég alls ekki segja,” svar- aði Bjarni. „Samkeppni er nauð- synleg i þessum atvinnurekstri, eins og viðast annars staöar. Þvi fleiri staðir, þvi meiri verður samkeppnin og um leið verða þessir staöir að leggja áherslu á bætta þjónustu og betri mat. Svo einfalt er það. Brauöbær á 15 ára afmæli á þessuáriogmargir okk- ar viöskiptavinir eru fastagestir. Okkar sala byggist mikið upp á fastakúnnum. En þótt Brauðbær sé að verða 15 ára gamall, þá er hann ungur i anda1 og sifellt I framför og verður á þeirri braut I framtlðinni,” sagöi Bjarni i Brauðbæ. Brauöbær útbýr einnig samlok- ur, hamborgara og þess háttar sem selt er I verslunum. Þá útbýr staðurinnmati veislurog að sögn Bjarna er engin veisla of lftil eða stór, til að Brauðbær geti ekki annast þar matartilbúning. — GAS. 'Matur framreiddur frá kl. 19.0«. Borðapantanir frá kl. 16.00 StMI 86220 Askiljum okkur rétt til að ráðsUfa fráteknum borðum eftir kl. 20.30 Hljómsveítin Glæsir og diskótek í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld Opiö föstudags- kvöld til ki. 3. og laugardags- Spariklæðnaður ÁVALLT VIÐBÚNIR ÞEGAR KALLIÐ KEMUR Slökkvistöðin heimsótt Hvað skyldu slökkviliðsmenn gera i sinum vinnutima, þegar stund er milli striða? Nú er ljóst að eldsvoðar eru sem betur fer ekki oft á dag, svo vafalaust koma upp margar dauðar stundir I þeirra störfum. Þessi umræða kom upp á ritstjórnarskrifstof- unni hjá Helgarpóstinum og ein- hver sagði slökkviliðsmenn liggja í koju I sinum vinnutima og aðeins biða með allar taugar spenntar eftir þviað brunabjallan hringdi. Aðrir vildu aftur meina að þeir 1 brunaliðinu væru nánast alltaf tilbúnir f galianum, sætu i slökkvibilunum, tilbúnir i slaginn þegar kailið kæmi. Þennan skoöanaágreining varð að leysa og það varð úr að Helgarpóstsmenn heimsóttu slökkvistöðina i Reykjavlk. Þar höfðu þeir tal af Sigurgeir Bene- diktssyni aðalvarðstjóra. Sigurgeir sagði aö slökkviliðs- mennheföu yfirleittnóg að gera, þótt þeir væru ekki allan tímann að berjast við eld. Það væri 15 manns á vakt I einu og yfirleitt fjórir þeirra, sem sæju um sjúkra- flutninga. Þeir væru á ferðinni allan sólarhringinn meira og minna. Þá þyrfti mann i það, að sjá um slmaþjónustuna. Hinir á vaktinni væru mest við almennt viðhald á bllunum og þeim tækj- um sem nota þyrfti á brunastaö. „Það er auðvitað brýn nauðsyn á þvl, að ailt sé I röð og reglu og að menn geti gengiö að verkfær- unum þegar til þeirra þarf að grlpa. Sekúndur geta skipt máli þegar eldsvoði verður,” sagði aðalvaröstjórinn. Fara ekki í bað Einar Gústafsson varðstjóri i við- bragðsstöðu með gasgrimu fyrir andlitinu og loftkúta á bakinu. gengu siðan um slökkvistöðina með blaðamanni og ljðsmyndara og lýstu þvl er fyrir augu bar. Niðri ikjallara er t.d. borðtennis- aðstaða, þar er þrekmælingahjól, gufubað, auk leikfimisalarins sem áður var nefndur. Það ætti þvi að vera ljóst að slökkviliðs- mennirnir okkar gera mikið til þess aö halda sér i likamlegri þjálfun, enda ekki vanþörf á i mikilvægu starfi sem þessu. Þásögðu þeiryfirmenn vaktar- innar okkur frá því að við og við keyrðu menn á slökkvibilunum á ýmsa staði í borginni og könnuðu aðstöðu og kringumstæður, ef til eldsvoða kæmi.Þá morgunin eftir stóð til aö fara að Menntaskólan- um í Reykjavik og athuga að- stæður. Þeir félagar Einar og Sigurgeir sögðu að visu, að Menntaskólann og það svæði þekktuþeir útoginn, en upprifjun væri nauðsynleg. Þeir slökkvi- liðsmenn yrðu aö fara á bilunum og meðallan útbúnað með I svona könnunarferöir, þvi ef eldur kæmi einhvers staðar upp, þá yrðu þeir að vera tilbúnir að renna á vett- vang fyrirvaralaust. Gasgrimur nauðsynlegar í herbergi einu I slökkvistööinni eru ýmis vandmeðfarin tæki geymd. Þar lágu gasgrímur i stykkjatali og fengum við Einar varðstjóra til aö setja á sig eina slika með loftkútana á bakinu. Þannig tæki þarf að nota þegar til svokallaðrar reykköfunar kemur. 1 kútunum er ekki hreint súrefni Benedikt aðalvarðstjóri sýnir Helgarpóstsmönnum slökkvistöð- ina og skýrir meðhöndlun slökkvitæk janna. eins og ýmsir haida, heldur sam- anþjappað loft. Loftið á kútunum dugir i 25 minútur, en 5—7 minút- um áður en þeir tæmast gefa þeir frá sér hátt væl. Þaö gefur þá slökkviliðsmanninum tækifæri til að koma sér út úr reykjarkófinu, áður en loftlaust verður á kútun- um. 12—15 tonna slökkvibilar Að siðustu I þessari hringferð Helgarpóstssins um slökkvi- stöðina, var litið á bilakostinn. Þeir eru engin smáferllki slökkvi- bílarnir, enda vega þeir að sögn Einars Gústafssonar um 12—15 tonn. í þeim stærstu er 2 tonna vatnstankur. Þessir bilar eru búnir öllum verkfærum sem nöfn- um tjáir að nefna og geta komið að gagni á vettvangi. Helgarpóstsmenn voru nú all- miklu fróöari um starfsemi slökkviliðsins, en áður en þessu ferðalagi lauk sýndi Einar okkur slmaborð stöðvarinnar. Það er engin smásmið. Sagði Einar að öli símtöl við stöðina væru tekin upp á segulband, svo ekkert færi nú á milli mála. A leiðinni út úr húsakynnum slökkviliðsins, sáum við einn slökkviliðsmanninn okkar vera að slá og hirða grasflötina utan við stöðina. Já, þeir gera meira en að slökkva eld brunaliðsmennirnir okkar. —GAS. — Hvernig halda slökkviliðs- menn sér I æfingu? „Hérniðri I kjallara er t.d. leik- fimisalur og þegar daglegum störfum hérna á stöðinni er lokið og ekkert liggur fyrir, þá fara menn stundum þangað niður og leika blak eöa hreyfa sig á annan hátt. Það má taka það fram i þvi sambandi, að enginn fer i" bað á eftir, þvi menn verða jú að vera tilbúnir hvenær sem er, þegar beðið er um aöstoð. Þá þýðir litið að vera klæðalaus i baði,” sagði Sigurgeir Benediktsson. Sigurgeir sagði einnig aö alltaf við og viö væru menn þjálfaðir I notkun á þeim tækjum sem koma að gagni I baráttunni viö eldinn. Sofa sjaldan En þá var komið að spurning- unni stóru. Sofa slökkviliðsmenn á vaktinni? „Ekki get ég sagt það. A nætur- vaktinni kemur það fyrir, að menn fái tækifæri til aö kasta sér I koju I stuttan tima, en það er fá- títt. Oftast er nóg að gera,” svar- aði Sigurgeir. Sigurgeir, aðalvaröstjóri og Einar Gústafsson varðstjóri „Auknar eldvarnir hafa oft forðað stórbruna” segir Ásmundur Jóhannsson hjá eldvarnareftirlitinu „Starf eldvarnareftirlitsins er I stuttu máli það, að reyna með fyrirbyggjandi aðgerðum að koma i veg fyrir eldsvoða,” sagði Asmundur Jóhannsson hjá eld- varnareftirliti slökkviliðsins i Reykjavik I samtali við Helgar- póstinn. Hjá eldvarnareftirlitinu starfa 7 manns, þar af eru 5 eftirlits- menn sem skipta borginni, Kópa- vogi, Mosfellssveit og Seltjarnar- nesi með sér. Þessir eftirlitsmenn fara á alla vinnustaði, opinberar stofnanir og aila stærri staði og ganga úr skugga um, að allar brunavarnir séu I viðunandi lagi. Þeir fara einu sinni á ári á hvern stað, eru þeir um 12-1500 staðirnir sem eru heimsóttir. Yfirleitt vel tekið Asmundur Jóhannsson sagði að eftirlitsmönnum væri nær undan- tekningarlaust vel tekið og yfir- leitt gengi ágætlega að fá fólk til aö fylgja ráðleggingum þeirra. Ef aðilar sýndu ekki lit og breyttu i litlu sem engu eftir tilmælum eft- irlitsmanna, þa væri það öllu jöfnu ráð eftirlitsmanna að nudda og jagast i viðkomandi þangað til

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.