Helgarpósturinn - 17.08.1979, Side 15

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Side 15
I --he/garpásturínrL. Föstudagur 17. ágúsf 1979 15 .E, 60 svart/hvít tæki hafa aldrei verið sótt segir Sveinn Jónsson í Radíóstofunni Spánverjarnir skemmta gestum Óðals. Spænsku hljómlistamennirnir í La Tuna Madrid: Fá ekki að skemmta hér Ekkert vcrður af því aö spænsku hljóðfæraleikararnir í La Tuna Madrid, sem skemmtu gestum veitingahússins óðals fyrr i þessari viku, haldi áfram hijóðfæraleik sinum hér á iandi, eins og þó haföi veriö áformað. Samkvæmt uplýsingum Stefáns Magnússonar starfsmanns i Óðaliþá fengu þessir ungu Spán- verjar ekki atvinnuleyfi hjá félagsmálaráðuneytinu þegar til átti að taka. Stefán sagði að þessir spönsku hljóðfæraleikarar hefðu komið með Smyrli til landsins fyrir nokkru, þá sem ferðamenn. Þegar svokom i ljós að þarna fóru góðir hljóðfæra- leikarar þá settu Óðalsbænd- urnir sig i samband við þá og báðu þá að skemmta. Þeir komu einu sinni fram i Óðali og kyrj- uðu vinsæla spánska söngva og léku undir á gitara. Að sögn Stefáns gerðu þeir mikla lukku. Fengu ekki leyfi Varð úr að Óðal sótti um at- vinnuleyfi fyrir þá i rúma viku, meðan þeir skemmtu i óðali. Félagsmálaráðuneytið synjaði þessari umsókn á þeim for- sendum að ekki hefði verið beö- ið um leyfið áður en þeir félagar i ,,La Tuna Madrid' komu til landsins. Stefán Magnússon var að von- um nokkuð súr yfir þessum málalokum og sagði i samtalinu við Helgarpóstinn, að hann sæi i fljótu bragði litinn mun á um- sókn frá útlendingum sem væru staddir i landinu sem túristar, eða frá öðrum sem væru staddir erlendis. Helgarpósturinn hafði sam- band við útlendingaeftirlitið og spurðist fyrir um þetta mál. Sá er þar varö fyrir svörum, kvað þetta atriði ljóst í reglugerð. At- vinnuleyfisumsóknir útlendinga yrðu að liggja ljósar fyrir áður en menn kæmu inn i landið. Það hefði ekki verið i þessu tilfelli og þvi hefði félagsmálaráðuneytið hafnað umsókninni. Skýrt i reglugerð 1 framhaldi af þessu hafði Helgarpósturinn tal af Jóni Ólafssyni skrifstofustjóra félagsmálaráðuneytisins. Jón sagöi að ráðuneytið hefði hafnað þessari umsókn samkvæmt til- lögu útlendingaeftirlitsins, en samkvæmt ákvæðum i reglum um útlendingaeftirlit væri ekki leyfilegt að veita útlendingum sem staddir væru i landinu sem feröamenn, atvinnuleyfi i lengri eða skemmri tima. Þetta væri svona i öllum okkar nágranna- löndum. Hins vegar giltu aðrar og rýmri reglur um Norður- landabúa. Jón var þvi næst spurður um forsendur þessara ströngu reglna, en visaði hann þeirri spurningu frá sér og kvaöst ekki hafa staðið að samningu þess- ara laga. fslendingar munu þvi ekki fá að heyra til þessara spönsku listamanna, sem eru ungir há- skólastúdentar frá Madrid. Ef þessir Spánverjar myndu t.a.m. skreppa til Færeyja i nokkra daga og atvinnuleyfisumsóknin lögð fram hér heima i millitið- inni, myndu þeir að öllum lik- indum fá leyfið. Einungis það, að þeir eru staddir á landinu um leið og umsóknin er lögð fram gerir það að verkum, að henni er hafnað. —GAS. Hótel Borg í fararbroddi Opið í kvöid frá kl. 9 — 3 Diskótek i kvöld# og laugardag Gömlu dansarnir sunnudagskvöld, Hljóm- sveit Jóns Sigurðssonar ásamt söngkonunni Matty. Matur framreiddur frá kl. 18 öll kvöld. Besta dansstemmingin » borginni er á BORGINNI Borðið - Búið - Dansið á Hótel Borg Eftir litvæðingu islenska sjón- varpsins hefur enginn þótt mað- ur með meiru nema hann eigi sitt litsjónvarpstæki. Þau eru hins vegar ekki gefin, heldur kosta skildinginn sinn. Þess vegna eru svart/hvít tæki viða ennþá á heimilum. Eftir upplýs- ingum sem Helgarpósturinn hefur aflað sér, er mjög litil sala i nýjum svart hvitum sjón- varpstækjum. Á hinn bóginn kaupa sumir gömul svart/hvit tæki. Sportmarkaðurinn við Grens- ásveginn selur notuð svart/hvit sjónvarpstæki, þó ekki eldri en sex ára. Að sögn þeirra Sport- markaðsmanna er ávallt nokk- gömlu svart/hvitu tækin sin og fara með þau i viðgerð ef þau bila. 1 Radiostofunni við Þórs- götu er alltaf talsvert um það að fólk komi með svart/hvit sjón- varpstæki til viðgerðar. Sveinn Jónsson eigandi verkstæðisins sagði Helgarpóstsmönnum að það væri þó svo að ef i ljós kæmi að bilunin væri alvarleg og um leið kostnaðarsöm, þá einfald- lega næði þetta fólk ekki i tækin aftur. t gegnum árin hefðu um 50-60 sjónvarpstæki ekki verið sótt. Sagði Sveinn að þeir hefðu sett þessi ósóttu tæki i geymslu, enda þótt þeir byggjust ekki við þvi að þau yrðu nokkurn tima sótt af eigendum. Sveinn Jónsson sýnir bilun I 5 ára gömlu svart/hvitu sjónvarpstæki. Innfellda myndin sýnir nokkur tæki sem aldrei hafa verið sótt úr viðgerð. ur saia i þessum tækjum, en verð þeirra er á bilinu 40-60 þús- und krónur. Það er ýmis konar fólk sem kaupir þessi tæki. Sumir kaupa þau til að nota i sumarbústaði, eða báta og svo er nokkuð um það að efnalitið fólk, t.a.m. námsfólk kaupi þessi tæki. Nokkur sala í gömlum tækjum Tæki þessi eiga öllu jöfnu að vera i ágætis ásigkomulagi, enda sum þeirra nánast ný. Það er aðallega fólk sem er að skipta yfir i litatæki sem setur gömlu svart/hvitu tækin sin i sölu með þessum hætti. Þeir i Sportmark- aðnum kváðu oftast nokkuð framboð af tækjunum, en þau stöðvuðu yfirleitt ekki lengi við i versluninni. Væru keypt fljót- lega og væri t.d. ekki nema eitt tæki i sölu hjá þeim þessa stund- ina. Sumir halda þó tryggð við 60 tæki ósótt Hvað er það sem helst bilar i sjónvarpstækjum? Var næsta spurning Helgarpóstsins. „Yfir- leitt er það myndlampinn og ef svo er um svart/hvit tæki, þá eru þau jafnan dæmd ónýt. Við- gerð er þá ekki talin borga sig, þegar á boðstólum eru notuð heilleg tæki fyrir jafnvel minni pening. Þegar bilunin er minni- háttar þá hins vegar svarar það oftast kosnaði að láta gera við. Annars er mesta vinnan hjá okkur yfirleitt fólgin i þvi að finna bilunina. Minni timi fer i beinar viðgerðir,” sagði Sveinn. En það eru sem sagt um 60 eigendur sjónvarpstækja sem eiga sjónvörp sin i geymslu hjá Radióstofunni. Sveinn var að þvi spurður hvort þeir gætu ekki gefið þessi tæki, en hann svaraði að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi þvi tækin væru enn form- lega i eigu skráðra eigenda. — GAS „ÞflÐ MÁ LÍKA 0FDEKRA DÝR” Eru lslendingar dýravinir? Ekki eru allir á eitt sáttir um það. Hér eru stofnuð dýraverndunar- félög, sem eiga að sjá svo um að vel ^é farið að og meö öll dýr sem hér þrifast. En h^r eru einnig dýralæknar, dýrahjúkrunarkonur og meira að segja dýraspitali, sem mjög var imræddur ekki alls fyrir löngu. Helgarpósturinn sló á simann til Sigfrið Þórisdóttur dýrahjúkrun- arkonu sem starfar i dýraspital- anum og grennslaðist fyrir um það, hvað helst væri að þeim dýr- um sem til hennar kæmu. Sigfrið sagði, að aöallega fengist hún við útvortis meiðsli. Ef ekk- ert sæist á dýrunum, en þau virt- ust samt sem áður lasleg, þá sendi hún eigendurna með dýrin til dýralæknis. Þau dýr sem aðal- lega kæmu til hennar væru kettir, hundar, hamstrar og fulgar. „Annars eru islensk dýr yfir- leitt heilbrigð og meðferð Islend- inga á sinum gæludýrum hefur skánað mikið hin siðari ár,” hélt Sigfrið áfram. „Það má á hinn bóginn lika ofdekra dýr og sumir kettirnir og hundarnir sem ég fæ i hendurna hafa þannig fengið „of góða” meðhöndlun, ef hægt er að segja svo. Þeir hafa fengið rangt mataræði, þurft að hafa of litið fyrir lifinu og þannig hefur eðli- leg likamsstarfsemi þeirra farið úr skorðum.” Að lokum sagði Sigfrið að mikið meira en nóg væri að gera fyrir þá sem sjá um aðhlynningu á særðum og sjúkum dýrum. — GAS ana. Til slikra ráðstafana er okk- ur heimilt aö gripa samkvæmt reglugerð um brunavarnir.” Að sögn Asmundar fara eftir- litsmennirnir ekki inn á heimili, nema þess sé sérstaklega óskað. A hinn bóginn væri þó nokkuð um Asmundur Jóhannsson ræðir cldvarnarmál i gegnum sima við áhuga- saman borgarbúa. þeir þreyttust á tiðum heimsókn- um og bættu úr ástandinu. „Nú ef þessi aðgerð dugir ekki, sem hún þó gerir langoftast,” hélt Ás- mundur áfram, ,,þá er sá mögu- leiki fyrir hendi að fyrirskipa fyr- irvaralausa lokun þessara stofn- það aö fólk hringdi og bæði um eftirlitsmenn á heimili sin og væri þeim óskum að sjálfsögðu sinnt. „Viö erum alltaf tilbúnir til að veita fólki upplýsingar um það hvernig megi á öruggastan hátt forðast eldsvoða,” sagði As- mundur. „Það hefur orðið mikil breyting til batnaðar á undanförnum árum i átt til aukins öryggis gegn eld- hættu. Alltaf er nokkuð um það aö fólk hafi við okkur samband og bendi á ákveðna staði þar sem eldhætta virðist vera fyrir hendi. Fyrir slikar ábendingar erum við þakklátir og hvetjum alla til að vera á verði,” sagði Asmundur Jóhannsson. Að lokum sagði Ásmundur hjá eldvarnareftirlitinu: „Mörg dæmi hafa synt á undan- förnum árum að fræðsla og leið- beiningr i þessum efnum hafa margborgað sig. Margir hafa t.d. lært rétta meðferð slökkvitækja og slökkvitæki á réttum stað þeg- ar eldur kemur upp, hefur oftar en einu sinni forðað stórbruna.”

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.