Helgarpósturinn - 17.08.1979, Side 17

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Side 17
17 —helgarpústurinrL. Föstudagur 17. ágúst 1979 Líf í Jazzvakninguá 5ára afmælinu: Hljómleikar, kvik- myndir og plötur Jazzvakning á nú i samninga- viðræðum við tvo þekkta jazzara, um að koma hingað til lands i haust. Þetta eru annars vegar trompetleikarinn John McNeal, Bandarikjamaður sem þykir efni- legur mjög, og einn arftaka Miles Davis, og hins vegar Clark Terry, ásamt sinu big bandi, sem áður hefur verið skýrt frá i Helgarpós tinu m. Annars á Jazzvakning merkis- afmæli núna i haust, þegar félagið verður fimm ára. Er það hærri aldur en flestum datt i hug i upphafi að félagsskapurinn ætti eftir að ná, hvað þá að starfsemin ætti eftir að verða jafn : blómleg og raun ber vitni. í vetur á starfsemin einmitt að verða blómlegrj en nokkru sinni fyrr, að sögn Jónatans Garðarssonar, eins stjórnarmanna. Meðal annars á að halda úti vikulegum jazz-kvik- myndasýningum og plötukynn- ingum, auk þess sem reynt verður að flytja inn erlenda krafta, eins og siðastliðinn vetur. Jazzvakning hefur núna komið sér upp skrifstofuhúsnæði á Laugaveginum, við hliðina á matstofunni A næstu grösum. Þá gat Jónatan þess að i bigerð væri að reyna að halda áfram við útgáfustarfsemi á islenskum jazzi,en i fyrra gaf Jazzvakning út plötuna Sam- stæður. -GA. Redgrave, Dietrich Brando o.fl. góðir — í bíómyndum sjónvarpsins í haust Ýmsir ágætir bitar eru innan um i kvikmyndaframboði sjón- varpsins næstu vikurnar. Um aðra helgi er til dæmis á dagskrá kvikmynd Karel Reisz um dans- meyna frægu Isadora Duncan með Vanessu Redgrave i aðal- hlutverkinu, og James Fox og Ja- son Robards i öðrum hlutverkum. Þessi mynd er frá árinu 1969 og var sýnd hér á sinum tima i Laugarásbiói. Af öðrum myndum sjónvarps- ins á næstunni má nefna þessar: State of thelinion er gömul mynd með því góða pari Spencer Tracy og Katharine Hepburn. Ernst Lubitsch leikstýrir Marlene Dietrich i myndinni Angel frá ár- inu 1937. Bryan Forbes, sem samdi alveg hroðalega vondan texta við annars skemmtilegan þátt um Elton John sem sýndur var s.l. laugardag, stendur sig betur sem höfundur og leikstjóri Seance on a Wet Afternoon (1964), þar sem Kim Stanley þykir sýna afburðaleik i hlutverki miðils á barmi sturlunar. George Marshall er leikstjóri Red Gart- ers, vestrasatiru frá árinu 1954 með Rosemary Clooney og Jack Carson. David Lean leikstýrir kvikmynd eftir leikriti Noel Cow- ard Blithe Spirit. Marlon Brando leikur aðalhlutverkið i sérkenni- legum þriller frá árinu 1969, Night of the Following Day, leik- stjóri Hubert Cornfield. Og loks má nefna söngva- og dansmynd ' Bob Fosse Sweet Charity frá ár- inu 1969 með Shirley MacLaine i aðalhlutverki. Valérie Mairesse og Thérése Liotard i mánudagsmyndinni. Konur verða konur Háskólabió, mánudagsmynd: Eins dauði er annars brauð (L’une chante, l’autre pas). Frönsk, árgerð 1977. Leikendur: Valéie Mairesse, Thérese Liot- ard, Ali Raffi, Jean-Pierre Pellegrin, hljómsveitin Orchi- dée o.fl. Handrit og leikstjórn: Agnes Varda. Myndin, sem spannar tiu ára timabil, 1962-1972, segir frá tveim vinkonum, þroskaferli þeirra og baráttu fyrir þvi að verða sjálfstæðar konur. Bar- átta þeirra tengist svo baráttu allra franskra kvenna á þessum tima. Þegar sagan hefst, er mikill munur á stöðu kvennanna tveggja. Pauline er mennta- skólastúlka i uppreisn gegn for- eldravaldinu. Suzanne býr með lifsþreyttum ljósmyndara, á með honum tvö börn og gengur með það þriðja, barn sem hún vill ekki. Dag nokkurn standa þær svo aleinar og á eigin fót- um. Aðferðir þeirra til að ná settu marki eru mjög mismunandi. Pauline gengur i kvennahljóm- sveitog syngur eigin lög og ljóð, og fjalla þau öll um konuna. Hún giftist irönskum námsmanni, fer með honum heim og verður ófri'sk. En hún sættir sig ekki lengi við það að vera kúguð kona, heldur fer aftur til Frakk- lands og tekur upp fyrri iðju. Suzanne byrjar að vinna i verksmiðju, en fer siðan til S-Frakklands, þar sem hún fer að vinna við stofnun sem veitir fjölskyldufræðslu. Þar kennir hún konum sem ekki vilja eign- ast börn hvernig þær eigi að nota getnaðarvarnir. HUn hjálp- ar þeim til að öðlast full yfirráð yfir likama sinum. Þegar'hún hefur öðlast sitt sjáifstæði, gengur hún i hjónaband, and- stætt Pauline. Pauline og Suzanne eru f jarri hvor annarri meiri hluta mynd- arinnar. Til þess að gera áhorf- andanum kleift að fylgjast með þeim báðum, lætur hann þær skrifast á og eru póstkort notuð til að tengja ólikar senur inn- byrðis, og einnig til að tákna ferðalög (póstkort lögð ofán á landakort). Þá notar Varda mikið „flassbökk”, þegar þær eru að segja hvor annarri hvaö á dagana hafi drifið, og er þetta einkar skemmtileg uppbygging á myndinni. Það er eins og myndin sé end- urminning einhvers, sem hefur öðlast sinn rétt og litur róman- tiskum augum áliðna atburði. Þettaerað minum do'mi galli, þvi á köflum er myndin beint væmin, og þá kannski einkum þau atriði, þar sem sungið er. En þrátt fyrir svona smá galla, er þetta mjög þokkaleg mynd. Þar rikir bjartsýni og Skandi- naviuþrasið er ekki til. . GB r Austurbæjarbió: Ég vil það núna (I Will, I Will ... For Now) Bandarisk, árgerð 1977. Leik- stjórn: Norman Panama. Handrit Norman Panama og Albert E. Lewin. Aðalhlutverk Elliot Gould, Diane Keaton, Paul Sorvino, Victoria Princi- pal. Strið hjóna sem hvorki geta verið saman né sundur er gamalkunnugt viðfangsefni bókmennta, leiklistar og kvik- mynda. Hér er á ferðinni enn eitt tilbrigðið við stefið: Hjón sem voru gift i tiu ár og skilin i tvö, taka saman aftur. Vanda- málin hlaðast brátt upp, hún hafði átt i ástarsambandi við lögfræðing, og hann verður hrifinnaf nágrannanum, þannig að bæði verða afbrýðisöm. Og svo gengur dæmið i rúminu ekki upp heldur. Leikstjórinn Norman Panama er gamalreyndur i gerð litilla gamanmynda, en er 'ekki mjög stórhuga. Hann film- ar handrit sitt af fagmennsku, en lætur öðrum eftir vanga- veltur um þjóðfélag, sambúðar- form og nákvæmar persónu- lýsingar. Hann heldur sig ein- göngu við breiðan húmorinn i þessum samskiptum, en vegna þess að hann er langt frá þvi að vera beittur, verður myndin aldrei nema þolanleg afþreying. Undir lokin virðist Panama svo missa dálitið tökin á annars fremur rólegri mynd, þegar misskilningur lendir á misskiln- ing ofan og allir fara i eltinga- leik við alla i farsakenndri vit- leysu. Diane Keaton er vandvirk leikkona og gerir ekki mistök i hlutverki eiginkonunnar. Hlut- verkið er aftur á móti ekki nógu gott fyrir hana, og fyrir bragðið verður persónan þokukennd um leið og komið er útúr bió. öll myndin fer reyndar sömu leið. Elliot Gould er alltaf eins, en Poul Sorvino i hlutverki Italsk- ættaða viðhaldsins er skemmti- legur, enda hefur hann úr að moða feitustu bitum hand- ritsins. —GA Kím: Gamall draumur rætíst „Kim” heitir timarit, sem hefur hafið göngu sina. í fyrsta. tölublaðinu kennir ýmissa grasa. Þar má nefna grein eftir Svölu Sigurleifsdóttur um málverk Voko Ono, smásögu efir Edgar Allan Poe, grein um Provo hreyfinguna i Amsterdam á sfð- asta áratug eftir Daniel Engil- berts og nokkrir kunnir menn og kona úr rithöfundastétt segja álit sitt á „menningarpólitik”. For- siðu ritsins prýðir myndverk i lit- um eftir Asgeir Lárusson. Aðstandendur timaritsins eru þau Sigriður Vala Haraldsdóttir og Gunnar Vilhelmsson. 1 samtali við Helgarpóstinn sögðu þau, að nafn ritsins væri sótt I grasafræð- ina, sbr. kimblöðungur, og táknaði eitthvað litið. Þau sögðu ennfremur að það væri gamall draumur að gefa út blað. Engin ákveðin stefna yrði rikjandi, þannig að ekki væri hægtað treysta þvi að næsta tölu- blað yrði isama dúr. „Við birtum efni sem við höfum gaman af, og vonum að aðrir hafi lika gaman af þvi”, sagði Gunnar. Að öðru leyti vildu þau ekki tjá sig neitt um blaðið. Sjón er sögu rikari. —GB „Fyrsta öngstræti til hægri Nýtt íslenskt verk hjá L.A. næsta vetur Leikfélag Akureyrar byrjar æfingar á nýju islensku leikriti, að afloknum sumarleyfum i byrjun september. Höfundur verksins er örn Bjarnason og heitir það „Fyrsta öngstræti til hægri”. Að sögn Odds Björns- sonar leikhússtjóra fjallar það um tvær ógæfusamar stúlkur, sem.hafa lent utangarðs I þjóð-’ félaginu. „Þetta kemur inn á unglingavandamál og sam- félagsvandamál, sem eru ofar- lega á baugi núna”, sagði Oddur. Leikritið gerist I kaupstað og gæti það verið hvar sem er, en liklega einna helst i Reykjavik. Allmargar persónur koma við sögu, bæði foreldrar stúlknanna svo og fólk á stofnunum. Leik- stjóri að þessu nýja verki, er Þórunn Sigurðardóttir. Um miðjan september verður fram haldið æfingum á barna- leikritinu Galdrakarlinn i Oz, sem byrjað var að æfa siðast- liðið vor. Leikstjóri er Gestur E. Jónasson. Jólaleikritið á Akureyri verður að þessu sinni „Puntila og Matti” eftir Bertolt Brecht, sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir allmörgum árum og vakti mikla lukku. Leikstjóri verður Hallmar Sigurðsson. Um næstu tvö verkefni vildi Oddur ekki tjá sig að öðru leyti en þvi, að næst á eftir „Puntila og Matta” er meiningin að setja á svið erlent framúrstefnuverk. Vorverkefnið sagði hann vera leyndarmál að svo stöddu, en þvertók ekki fyrir að það væri islenskt verk. Oddur sagði, að þeir væru mjög bjartsýnir fyrir næsta leikár. „Við teljum okkur verða með spennandi verkefni og fjöl- breytt eins og áður og við búumst við að fólkið mæti ekki Sigga Vigga og þingmaðurinn Bækurnar um ævintýri Siggu Viggu, hina vinsælu teiknimynda- figúru Gisla J. Ástþórssonar virð- ast hafa náð fótfestu og nú er ein ný komin út. Sigga Vigga og þing- maðurinn heitir hún, og er sú þriðja i röðinni en einnig hefur komið út bók með Plokkfiski Gisla J. Útgefandi bókanna er Bókaútgáfan Bros sf. örn skrifar um utangarðsfólk siður næsta vetur, en þann sið- asta. Þó að það séu fjárhags- legir erfiðleikar, erum við samt sem áður bjartsýnir, þvi það er ansi jákvætt andrúmsloft hjá fólki á Akureyri og nágrenni og hjá bæjaryfirvöldum.” Aðspurður sagði Oddur, að siðasta leikár hafi gengið með besta móti. Aðsókn hafi verið jöfn og góð og verið nálægt topp- aðsókn á flestum leikritunum, nema á siðasta leikritinu, „Skritinn fugl, ég sjálfur” eftir Alan Ayckburn, og taldi, hann það stafa af þvi hve seint það var frumsýnt. Er þess vegna gert ráð fyrir þvi, að taka það aftur upp i haust. Sérstaklega góð aðsókn var að „Skugga-Sveini”, „Stalin er ekki hér” og „Sjálfstæðu fólki”. Voru þau sýnd um og yfir tuttugu sinnum. Oddur sagði að þetta sýndi að það væri góður grundvöllur fyrir atvinnuleikhúsi á Akureyri hvað aðsókn snertir, en það þyrfti að koma til meiri stuðn- ingur frá hinu opinbera, þvi þetta væri mjög dýrt fyrirtæki. Sjö leikarar eru nú fastráðnir við leikhúsiö, starfsemiu mjög mikil miðað við ekki stærri hóp og álagið gifurlegt. —GB

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.