Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.08.1979, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Qupperneq 19
19 Föstudagur 17. ágúst 1979 SÁPU-BALLETT Læknir í vanda MacLaine og Bancroft I hanaslag i The Turning Point. spennan og seiðmagnið kemur nokkuð vel fram i The Turning Point, enda Herbert Ross leik- stjóri gamalreyndur balletthöf- undur. Verr tekst aftur á móti til hvað varðar mannlegu hliðina. Þar hangir handritið á grunnum formúlum. Allar mannlýsingar eru skelfing óljósar i handriti og leikstjóri og leikarar virðast hafa tekið þá stefnu að reyna að kýtta þetta einhvern veginn fast með taugaveikluöum, upp- spenntum leik. Ekki svo að skilja að þær stöllur Bancroft og MacLaine eigiekki góða spretti. Tii dæmis er senaná svölum leik- hússins undir lok myndarinnar þar sem þær rifa hvor aöra nið- ur býsna sterkt leikrænt. En mestan part eru mannleg sam- skipti i þessari mynd álika þokukennd og sá slæðusveip- aði fókus sem myndavélin hef- ur verið stillt á. Raunar má segja að bestu kaflana eigi þessi makalausi, Rússi, Baryshnikov, jafnt i leik sem dansi. = & __ WALTER MATTHAU GLENDA JACKSON ART CARNEY RICHARD BENJAMIN Ný mjög skemmtileg bandarisk gamanmynd með úrvalsleikur- um i aðalhlutverkum. Myndin segir frá miðaldra lækni, er verður ekkjumaður og hyggst bæta sér upp 30 ára tryggð i hjónabandi. Ekki skortir girni- leg boð ungra og fagurra kvenna. Isl. texti. Leikstjóri: Howard Zieff. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. '^6-444 Hettumoröinginn (Bærinn sem óttaðist sólsetur) enn á ferð. Svo likir eru þeir. En það ætti svo sem ekki að skemma fyrir Joe Egan að likjast Rafferty. Og Out Of Nowhere er góð plata sem stendur vel fyrir sinu. Frekar afslöppuð og þægileg áheyrnar þessi 10 lög sem Egan hefur hér þrykkt á vinylinn. Og þeir sem hrifnir eru af Gerry Rafferty ættu alls ekki að láta þessa plötu framhjá sér fara. Chic — Risque Nú er glatt í diskóhjörtum. Chic eru aftur komin á ról með nýja plötu, Risque. Ef enginn kannast við Chic, þá er þeim að segja að Chic er vin- sælasta diskóhljómsveit heims, að undanskildum Bee Gees. Og fáar diskóplötur hafa verið eins lengi á toppum vinsældalista og siðasta plata þeirra C’est Chic. Chic er hljómsveit tveggja laga- smiöa, Nile Rodgers og Bernard Edwards sem eru mjög atkvæða- miklir i diskóheiminum (bjuggu nú siðast til Sister Sledge). Annars er litið um þessa plötu að segja, annað en það að hér er á ferðinni diskó einsog það gerist bestogmábúast við aðhúnverði ein af stærstu diskóplötum ársins. Og lögin Good Times og My For- bidden Lover eiga örugglega eftir að létta fóiki sporin i hollivúddun* um næstu mánuðina. A Gift Of Song — Barna- ársplata Sameinuðu þjóð- anna. Þann 9. janúar siðastliðinn safnaðist saman friður hópur stórpoppara i aðalfundasal Sam- einuðu'þjóðanna i New York, og hélt þar tónleika til styrktar hungruðum börnum vanþróunar- landanna. Allar tekjur af hljómleikunum runnu til Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, höfundar þeirra laga sem þar voru flutt gáfu höf- undarrétt sinn og hljómlistar- mennirnir gáfu spilverk sitt. Og til að afla meira fjár, var hljóm- leikunum sjónvarpað beint til þeirra sem til þess náðu (Isl. sjónvarpið sýndi þá 17. júni). Og nú eru hljómleikarnir komnir i verslanir i plötuformi. Þeir sem fram koma á plötunni eru Earth, Wind & Fire, Andy Gibb, Donna Summer, Olivia Newton-John, ABBA, Rod Stew- art, John Denver, Kris Kristoff- erson & Rita Coolidge og Bee Gees. Hér er semsagt gott tækifæri til að eignast uppáhöldin saman- komin á einum stað og styrkja j göfugt málefni um leið. Mingus, (1922-1979). hefur að geyma lög sem Mingus samdi sérstaklega fyrir hana, en hún textana, auk tveggja laga. Milli laganna er svo fléttað gömlum segulbandsupptökum með rödd meistarans. Aðstoðarmenn Joni Mitchell við gerð plötunnar eru ekki af verra taginu, td. bassaleikararnir Eddie Gomez, Stanley Clarke og Jaco Pastorius, gitarleikarinn John McLaughlin, trommarinn Tony Williams, og Jan Hammer þeysir svuntuna, svo einhverjir séu nefndir. Mingus er frekar þung áheyrn- ar i fyrstu, jafnvel fyrir meðal- djassáhugafólk, en vinnur mjög vel á eftir þvi sem oftar er hlust- að. Platan er i alla staði mjög vel unnin og albúmið til fyrirmyndar, listrænt og hæfir innihaldinu vel. Joe Egan — Out of Nowhere Joe Egan, fyrrum samstarfs- maður Gerry Raffertys i Stealers Wheel, hefur nýlega látið frá sér fara plötuna Out Of Nowhere. Það hefur litið borið á Joe Egan frá þvi Stealers Wheel féllu i gleymsku. Gerry Rafferty hefur hinsvegar gert þaö gott, einsog flestum ætti að vera kunnugt, með plötum sinum City To City og Night Owl. En nú virðist Joe Eg- an ætla að fylgja á eftir Rafferty á toppinn. Og er skemmst frá að segja, að ef ekki stæði Joe Egan á umslagi Out Of Nowhere, mundi maður ætla að hér væri Rafferty Hörkuspennandi bandarísk litmynd# byggð á sönn- um atburðum. íslenskur texti. Bönnuð innan 16 ára Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ----------- J Nýja bió: A krossgötum (The Turning Point) Bandarisk. Ar- gerð: 1978. Handrit: Arthur Laurents. Leikstjóri: Herbert Ross. Aðalhlutverk: Anne Ban- með vinnustaðinn i bakgrunni. Oft höfum við séð slikar sögur úr kvikmyndaverinu eða leik- húsinu. Hér er þaö ballettinn sem er vettvangur leiksins, leiktjöld hans. A stundum tekur ballettinn hins vegar sjálfur yfir stjörnuhlutverkið. Þá er eins og Kvikmyndir eftir Arna Þórarinsson croft, Shirley MacLaine.Mikhail Barys hnikov, Lesiie Browne, Tom Skerritt. Raunverulega er þessi fræga mynd litið meira en venjuleg amerisk skemmtiiðnaðarsaga matreidd á þann máta sem Hollywood hefur matreitt slikar sögur áratugum saman, — sápuópera úr ballettheiminum, með kannski örlitið stærri skammti af raunsæi en algeng- ast er I svoddan myndum. Formúlan er sú sama: Sögð er einkallfssaga einstaklinga höfundar hafi ætlað sér að gera kynningarmynd um þessa eðlu listgrein fremur en „sjóbiss- nessdrama”. Sem slik stendur myndin sig vafalaust vel. Að minnsta kosti hafði ég, sem aldrei hef fattað ballett, nokkra ánægju af frammistöðu þessa fræga Baryshnikovs. „Sjóbissnessdramað” fjallar svo aftur um tvær konur (Mac- laine og Bancroft). Þær voru á sinum tima keppinautar i ball- ettinum, en svo skildu leiðir: Onnur nældi sér i kall og krakka. Hin helgaði sig listinni. Þær hittast þegar dóttir þeirrar fyrrnefndu heldur inn á braut móður sinnar og þær eiga ýms- ar óuppgeröar sakir. Onnur er miðaldra og sér sumpart eftir að hafa beygt af brautinni. Hin er miðaldra og sér sumpart eftir að hafa haldið áfram á henni, — a.m.k. þegar aldurinn fer að verða henni fjötur um gót. Hið hverfula eðli ballettsins, Steinunn — talar um viðfangs- efnisem snerta bæöi mig og þig. (Helgafell 1979). Þó er bókin sú hvorki safn innhverfra og óræðra Ijóða eingöngu né heldur opinna og ofræðra (ef má nota slikt orð). En báðum gerðum bregður fyrir. Steinunn yrkir ekki hávær ljóð. Hún talar lágt, og hún talar um viðfangsefni sem snerta bæði mig og þig, spjallar um til- veru okkar og stöðu okkar i henni. Stundum tekst svo vel til að lesandi getur farið að sjá hlutina I nýju ljósi, ef hann hlustar vel. En stundum verður áleitnari spurningin sem sett var að yfirskrift þessa pistils: Hvað viltu segja mér? Verksummerki skiptast i tvo númeraða hluta, og hvorum fyrir sig er siðan skipt með fyrirsögnumi ljóðaflokka. Tveir bestu flokkarnir að minu viti eru i fýrri hluta bókar, fyrsti flokkur Dagarogsvo framvegis, þar sem stundum er brugðið upp persónulegum og nýstár- legum myndum af tima okkar (dögunum), en að visu lika fjarska ófrumlegum myndum í bland. (Innan sviga er rétt að taka fram að þetta um ófrum- leik er skrifað með hálfum huga: ég er alls ekki viss um að sé hægt að ætlast til að nokkur maður sé frumlegur). Sérstak- lega tala til min þarna ljóð sem númeruð eru 1. og 3. — Annar besti — og kannski þó besti — flokkurinn þykir mér vera Gróður himins og jarðar. Að visu er þar litið rætt um gróður himins, en af þeim mun meiri nærfærni um gróður jarðar. Og þótt ekkert væri bitastætt I þessari bók annað en eftirfar- andi texti, væri hún samt næg erfiðislaun skáldi og lesanda: „Svoheittelskaþau jörðina /að einusinni á ári / gefa þau henni laufin / i öllum litum / og eiga ekkert eftir / nema sig og svart.” (Nr. 5). ísiðarihluta Verksummerkja eru kaflarnir sundurleitari og óræðari, og þar þykir mér stundum of langt gengið i báöar þær áttir sem visað var til hér i upphafi. Samt eru þarna þrjú kvæði sem ég vildi benda öllum ljóðvinum á að lesa vand- lega: Fyrir þina hönd (áður birt i 1. tbl. Svart á hvitu), I miðju - Töfrafjalli og Snæfellsjökull gengur á land. Að visu játa ég fúslega að mér er ekki alveg ljóst hvað verið er að segja okkur i siðastnefndá ljóðinu, en á einhvern undarlegan hátt höfðar það til min. Það er mjög i tisku I rit- dómum að benda á fyrirmyndir ungra skálda. I eðli sinu er þetta hlægilegt. Vitanlega eigum við öll okkar fyrirmyndir, og það er barnaskapur að ætlast til að skáld yrki eins og ekkert hafi verið ort áður. Mér hlýnar meira að segja um hjartarætur þegar ég þykist heyra óm af Steini Steinari eða Hannesi Péturssyni i ljóðum Steinunnar Sigurðardóttur. Það sýnir aö hún er reiðubúin að ganga inn i islenska bókmenntahefð og að hún kann að lesa. Það er mikill og góður kostur.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.