Helgarpósturinn - 17.08.1979, Síða 23

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Síða 23
23 helgarpósturínn. Föstudagur 17. ágúst 1979 Svokölluð Reykjavikurvika hefur staðiö yfir frá þvi á mánu- dag. Tilgangurinn mun vera sá eftir þvi sem samþykkt var i borgarstjórn i vetur að kynna stofnanir höfuðborgarinnar og verkefni, sem unnið er að innan þessara stofnana. Þetta er góð hugmynd. Hins vegar sýnist manni, að litið sé raunverulega að græöa á þessu þótt viljinn virðist góður. Þaö getur svo sem verið nógu gaman að skoða og kynnast Rafmagns- veitu Reykjavikur, að ekki sé talað um Þróunarstofnunina. Og Kjarvalsstaðir geta svo sem verið ágætir lika. En það sem væri e.t.v. gagn- legast við kynningu af þessu t®i væri að gefa borgarbúum meiri og betri innsýn inn i sjálfa stjórn- sýslu borgarinnar: Hvernig er peningum okkar varið, hver á- Svona litur borgarbáknið fagurlega út á skipuriti. VIKA BORGARBÁKNSINS kveður, að þeim skuli varið i þetta en ekki hitt, hvernig er slik ákvörðun tekin, hver er ferill þessarar ákvörðunar áður en hún er endanleg með samþykki borgarstjórnar? Það eru þess háttar spurningar, sem á að svara á Reykjavikur- viku. Þannig geta borgarbúar lika tekið virkari þátt i stefnu- mótun borgaryfirvalda og nálgast þá, sem fara með umboð okkar. Reykjavik er feiknastórt fyrir- tæki. Þetta er fyrirtæki sem við eigum og ráðum. En samt erum við harla ófróð um þessi efni. A launaskrá hjá Reykjavikur- borg og stofnunum hennar eru um 5000 manns auk 1000 sumarvinnu- fólks. 1 þetta fer að sjálfsögðu stórfé. Og það eru einmitt við, sem eigum að fylgjast mjög náið með þvi, að vel sé farið með þetta fé. í þessum punkti hefði Reykja- vfkurvika getað verið kjörinn vettvangur fyrir fulltrúa okkar i borgarstjórn til að gera borgar- búum á myndrænan og skemmti- legan hátt ljósa grein fyrir þessu. Þá hefði lika mátt gera einfalt og aðgengilegt yfirlit um stjórn- kerfi borgarinnar, sem er flóknari, stærra og e.t.v. óskipu- legra en margur hyggur. Höfundi þessara lina telst til, að á skipuriti um stjórnkerfi Reykjavikur séu um 113 nefndir, ráð, stjórnir, skrifstofur, stofn- anir. Og ekki vantar pólitiska yfirbyggingu á þetta allt saman. Af þessum lista eru um 30 nefndir og ráð, sem eru pólitisk apparöt. Við fljótlega athugun sýnist manni, að yfirstjórn einstakra málaflokka eins og heilbrigðis- mála eða félagsmála séu undar- lega mikið dreifð. Einföldun þessara atriða hlyti að hafa sparnað i för með sér. Og jafnvel þótt erfitt sé um vik aö fækka fólki i þjónustu hjá borg- inni mætti eflaust i staðinn gera allt þetta flókna kerfi þannig úr garði, að þjónusta þess yrði bætt: að við fengjum meira fyrir okkar snúð út úr bákninu. Bákn geta verið góð, ef þau eru nýtt til hins itrasta. En nú er það svo, að fyrir siðustu kosningar var mikið um þaö rætt að skera af yfirbygging- unni, skera niður yfirbygginguna. Og „Báknið burt” er þekkt slag- orð Sjálfstæðismanna. Hefur eitthvað gerst i þessum efnum eftir rösklega eins árs setu vinstri flokkanna i borgar- stjórnarmeirihluta? Ekki svo vitað sé. Raunar ganga sumir embættismenn borgarinnar svo langt að segja, að þeir hafi ékki orðið varir við, að breyting hafi orðið á stjórn borgarinnar. Allt gangi þetta fyrir sig á sama gamla háttinn. Það sé enginn munur á þvi að vinna undir ihald- inu og vinstri flokkunum. Þetta hlýtur að teljast harður dómur yfir vinstri flokkunum i borgarstjórn. Kjósendur þeirra bundu miklar vonir við hina nýju herra. Það var jafnvel búist við grænni byltingu á einum degi. En samkvæmt þvi, sem næst verður komist verður ekki neinna breytinga vart, ekki einu sinni i sjálfri stjórnsýslunni. Það er þá helst, að kvartað sé undan þvi, að skortur sé á styrkri pólitiskri stjórn. Borgarstjórinn er teknókrati án nokkurra pólitiskra valda. Hann er sagður velviljaður. Hann brosir blitt til þeirra, sem St jórnarbyltingin i Iran er rúm- lega misseris gömul, en langt er i frá að byltingarólgan i landinu hafi enn runnið sitt skeið. Þjóð- félagsöflin sem sameinuðust um að steypa keisaranum af stóli takast af vaxandi hörku á um það, i hvert mót iranskt þjóðfélag skuli renna úr upplausnardeigl- unni Sem það er statt i um þessar mundir. Höfuðfylkingarnar skirr- ast þó enn við að láta sverfa til stáls, engin vill bera ábyrgð á þvi að innanlandsófriður blossi upp. Khomeini erkiklerkur heldur enn frumkvæðinu sem hann tók strax við heimkomuna úr útlegð eftir landflótta keisarans. Hann situr i Qom, helgri borg shitatrú- flokksins, og hvikar i engu frá settu marki, að gera Iran að sannislömsku riki eftir sinu 79 ára gamla höfði. I Qom hefur Khom- eini um sig fjölmennt lið fylgis- manna og erindreka, þar á meðal islamskt byltingarráð, en aldrei hefur verið látið uppi, hverjir i þvi eiga sæti. Frá Qom lætur Khomeini út ganga boð og bönn samkvæmt ströngum rétttrúnaði um klæðaburð kvenna, um aðskilnaö kynjanna á bað- ströndum, um áfengisbann, um bann við tónlistarflutningi i út- ráð, sem styöjast við vopnaöar sveitir sem kalla sig byltingar- vörð, og hafa tilhneigingu til að fara sinu fram hvert i' sinu umráðasvæöi. Stjórnkerfi Irans er þvi i molum eftir byltinguna. Herinn leystist að nokkru leyti upp. þegar f jöldi óbreyttra hermanna strauk úr herþjónustu, og tog- streita rikir milU landvarnaráðu- neytisins i Teheran og byltingar- ráðsins i Qom um hvorir skuli ráða yfir þeim hersveitum sem einhvers eru megnugar. Atvinnu- lif er i rúst, þegar frá er talinn oliuiðnaðurinn, þar sem utan- rikisverslun er að mestu stöðvuð, nema innflutningur á matvælum og útflutningur oliu. Atvinnu- leysingjar skipta milljónum, en greiðsla atvinnuleysisbóta hefur reynst óframkvæmanleg vegna lömunar stjórnkerfisins. Sama ástæða veldur þvi að miklar fjár- fúlgur, sem verja átti til að rétta við landbúnaðinn og gera þjóðina á ný færa um að brauðfæða sig, liggja óhreyfðar og gera ekkert gagn. Til aðafstýra matarskorti i borgunum hefurorðið að þrefalda matvælainnflutning. Við þessar aðstæður fóru nýskeð fram kosningar til 73 Bakhtiar, hinn landflótta fyrrum forsætisráðherra Irans skaut skyndilega upp kolli i Paris og sagði stjórn Khomeinis til synd- anna. FLOKKADRÆTTIR MEÐAL ERKIKLERKA varpi og sjónvarpi og um dauða- refsingu við skirlif isbrotum. Stjórn landsins að ööru leyti, i málum sem ekki snerta fyrst og fremst trú og siðgæði, er að oröi kveönu i höndum rikisstjórn- arinnar I Teheran.en i reynd hafa ákvarðanir hennar verið ónýttar hvað eftir annað af leynilegu bylt- ingarráði erkiklerksins i Qom, jafnvel einstakir trúnaöarmenn hans hafa reynst geta tekið fram fyrir hendur ráðherra ITeheran. Þar að auki hafa verið mynduö viðs vegar um landið byltingar- manna stjórnlagaþings, sem á að leggja siöustu hönd á stjórn- skipan islamsks lýðveldis i Iran. Að þeim var staðið á þann hátt, að nær engir nema eindregnir fylgis- menn Khomeini fengust til aö bjóða sig fram. Aðrar helstu stjórnmálahreyfingar i landinu lýstu kosningarnar marklausar og tóku framboð sin aftur. Fyrstur til að fordæma kosningafyrirkomulagið var Shariatmadari erkiklerkur, sem hefur aðsetur i Qom eins og Khomeini og gengur næstur honum að tign heföarklerka is- lams i Iran. Strax þegar Khom- eini kom heim úr útlegðinni, snerist Shariatmadari gegn hug- myndum hans um islamskt trúar- riki og hvatti til að lýðræðislega stjórnarskráin frá 1906 yrði lögð til grundvallar þeirri stjórn- skipan sem kæmi i stað keisara- stjórnarinnar. Þegar Khomeini stofnaöi Islamska lýðveldis- flokkinn til að skipuleggja sina fylgismenn fyrir stjórnlagaþings- kosningarnar, stofnaði Shariat- madari Lýðveldisflokk islamskr- erindi eiga við yfirvöld og vænta úrlausnar mála, en hann getur litið gert annaö en að brosa og koma erindinu áleiðis til einhvers þremenninganna Sigurjóns, Björgvins eöa Kristjáns. Sjálfur getur borgarstjóri.ekkitekið póli- tiskar ákvarðanir og segja sumir þetta ástand ákaflega bagalegt. Þetta minnir á höfuðlausan her. Að visu hafa félagarnir I þri- eykinu sina viötalstima, en þaö hlýtur að vera ljóst, aö það vantar „system i galskapet”. Um þetta kvarta margir. Þess vegna er þaö kannski alveg hárrétt athugasemd, sem glöggur maður lét út úr sér um daginn, að vinstri meirihlutinn heföi asnast til þess að gera engar róttækar breytingar á stjórn- kerfinu. An verulegra breytinga rúllaði þettta að minnsta kosti á- fram hikstalitiö. Ef þeir i vinstri meirihlutanum heföu farið að gera einhvern skurk hefði mátt búast við algjöru stjórnleysi i firnaflóknu stjórn- kerfi, sem einvöröungu virðist rúlla áfram af gömlum vana. Það hefði kannski verið einhver von til þess„ að almenningur fengi smáinnsýn inn i þennan stjórnsýslufrumskóg, ef hann heföi verið kynnturá Reykjavik urviku. Að visu hefði ekki verið réttlátt, að ætlast til þess, að fólk svona almennt botnaöi mikið i honum, en við hefðum tekið vilj- ann fyrir verkið. Og svo er aldrei að vita nema einhver hefði getaö komið meö á- bendingar um hluti, sem betur mættu fara hreint skipulagslega séð. Það má nefnilega treysta al- menningi. Þannig fara þeir a.m.k. að á Bretlandi og sjálfsagt miklu viðar. Þar er þátttaka almenn- ings i ýmsum fyrirhuguðum að- gerðum sveitarstjórna beinlinis lögbundin. Þar er reynt að virkja almenning. Boltanum er kastað á milli, þar til allir eru ánægðir, eða svo til allir. Það er helst i húsaverndunar- málum og skipulagsmálum, sem OtMFOQOOfDd] • yfirsýn ®M]c§[HÍCqI ar alþýðu til aö fylkja sfhum mönnum saman. Flokkur Shariatmadari er talinn eiga mikið fylgi. Taleganierkiklerkur, höfuðklerkur i Teheran, hefúr látið I ljós svipaða stjórnmálaaf- stöðu og Shariatmadari. En á það fékk ekki að reyna, hversu klerk- legum andstæðingum Khomeini og strangtrúarstefnu hans vegn- aði við kjörborðið, ofrikið og ein- stefnan i kosningaundirbún- ingnum var slikt, að Shariatmad- ari lýsti yfir að þátttaka i þeim jafngilti þvi að gerast samsekur i að falsa þjóðarviljann. Sömu af- stöðu tók Þjóðfylkingin, hinn gamli flokkur Mossadeghs þess, sem hrakti keisarann i útlegð I fyrra skiptið. Stuðningsmenn Khomeini máttu þvi heita einir um hituna i kosningunum til stjórnlagaþings- ins, en um leið verður umboð þess æði vafasamt. Var þá gripið til þess ráðs að hefta prentfrelsi harkalega. Khomeini-sinni sem gegnir embætti þjóðleiðsagnar- ráðherra gaf út tilskipanir sem jöfnum höndum leggja þungar refsingar viö gagnrýni á stjórn- völd og trúarleiðtoga i irönskum ritum og banna erlendum frétta- mönnum öflun upplýsinga nema undir beinu eftirliti embættis- manna þjóðleiðsagnarráðuneyt- isins. Aðurhafði veriðstöðvuö út- gáfa Ayandegan, helsta óháðs fréttablaðs i Teheran, og f jögurra smærri vinstrisinnaðra blaða, sem fengið höfðu inni i prent- smiðju þess, þegar þeim var gerö útgáfa ómöguleg annarsstaðar. Atlagan gegn prentfrelsinu varð tilefni til liðssafnaðar and- stæðinga Khomeini á götum Teheran um siðustu helgi. Undir merkjum prentfrelsis og mann- réttinda söfnuðust 100.000 manns saman að áeggjan Heday Matine-Daftary, foringja Þjóð- legu lýðræðisfylkingarinnar og dóttursonar Mossadeghs. Fylgis- almenningur hefur látið sig ein- hverju varða hvað sé spjallað i borgarkerfinu. Hreyfing hefur skapast i kringum húsverndunar- málin og þaö hefur verið hlustað á almenning. Sama ætti að sjálf- sögöu aö vera uppi á teningnum i öðrum má laflokkum .Þar eru skipu- lagsmál ofarlega á blaði. Og nátt- úrlega græna byltingin. En kunnugir segja okkur, aö ýmsir harðir liðsmenn úr vinstri minni- hlutanum séu nú að veslast upp i vinstri meirihlutanum eftir að þeir komust i þá aðstöðu að hrinda ýmsum kærum baráttu- málum sinum i framkvæmd. Þeir hafi kunnað að gagnrýna. Að fram kvæma er annar handleggur. Sumir segja jafnvel heilu nefndirnar óstarfhæfar af þessari ástæðu. Þaöan séu ekki afgreidd nein mál, þvi formaðurinn sé svo vanur aö gagnrýna að hann kunni ekki að afgreiða. Og svo þurfum við náttúrlega að borga brúsann, hvort sem eitt- hvað er gert á þessum nefnda- fundum eða ekki. Hver maður skal fá sitt. Nei, Reykjavikurviku hefði mátt hugsa á annan hátt. Er það ekki bara sýndarmennska að ætla að kynna Kjarvalsstaði á ein- hverri sérlegri viku Reykja- vikur? Eru Kjarvalsstaðir ekki opnir hvort sem er upp á nær hvern dag? Þá vildi ég nú heldur fá upp- lýsingar um það hvaða reglur gilda um val á verktökum, sem fá verk hjá borginni. Hvernig gengur það fyrir sig? Og hversu margir skyldu þeir borgarstarfs- menn vera, sem þiggja laun fyrir að pússa bilana sina? Þetta vil ég fá að vita. Og ég vil að Reykjavikurvika verði annað en húllumhæ i kringum þrjár stofnarnir af 113 hjá borginni. Eftir Halldór Halldórsson Eftir Magnús Torfa ölafsson menn Khomeini réðust á fjölda- gönguna með barsmið og grjót- kasti, en fengu ekki hindrað að hún kæmist til forsætisráðu- neytisins og kunngerði kröíúr sinar. Næstu daga var Teheran við suðumark. Khomeini-sinnar hertóku aðalstöðvar marxista- samtakanna Fedayeen og settust um aðseturstað Mujahedin, islamskrar vinstrihreyfingar. Mujahedin-menn bjuggust til varnar, en byltingarverðir skökk- uðu leikinn og skildu fylkingar að áður en uppúr sauð. Eftú- stjórnlagaþingskosning- arnar og atburðina sem sigldu i kjölfarið er klofningur fyrri sam- herja i baráttunni gegn keisara- stjórninni alger. Khomeini og hans menn leggja vafalaust höfuðáherslu á að hraða stjórnar- skrárgerðinni og gildistöku þess plaggs, til að löghelga klerkaveldi i landinu. Khomeini stjórnaði lokaþætti baráttunnargegn keisaranum frá Frakklandi. Nú er sestur þar að annar iranskur útlagi, Shapur Bakhtiar, sem sat sex ár i fang- elsi keisarans en byltingardóm- stóll Khomeini hefur dæmt til dauða fyrir aö taka viö forsætis- ráðherraembætti af keisaranum og senda her gegn byltingar- mönnum i vetur. „Iran var til áður en islam varö til,” sagöi Bakhtiar, þegar hann kom úr felum og kaUaði frétta- menn á sinn fund. „Hafi ekki 1400 ár nægt til að gera Iran islamskt, verður þaö ekki gert úr þessu”. Kveðst Bakhtiar telja sig i svip- aðriaðstööu og de Gaulle á striðs- árunum i útlegðinni i London.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.