Helgarpósturinn - 28.09.1979, Side 5

Helgarpósturinn - 28.09.1979, Side 5
5 helg&rposturírin. Föstudagur 28. september 1979 #Þaö getur veriö þægilegt aö vera kvæntur prinsessu. Philippe Junot, eiginmaöur Karólínu af Monaco hefur aldeilis komist aö þvi núna i sumar. Hjónin, for- eldrar stúlkunnar, brugöu sér i feröalag til Bandarikjannatilþess aö heimsækja ættingja fursta- frúarinnar, og á meöan var þaö dóttirin og maöur hennar, sem réöu rikjum i litla furstadæminu viö blátt Miöjaröarhafiö. Ef þau voru ekki i matarboöum hjá milljaröamæringunum, sem ku vist vera fleiri I Monaco, en sand- kornin á ströndinni, þá voru þau á sjóskiöum eöa flatmögnuöu á ströndinni. Ekki amalegt þaö. #Þessi fallega stúlka er siöasta (i rööinni af mörgum) eiginkona leikarans Richard Harris. Ann Turkel heitir hún og heföi vist getaö látiö sér nægja aö vera fal- leg. En nei. Þaö kemur upp úr dúrnum aö hún kann aö syngja og þaö ekki illa, hefur meira aö segja sungiö inn á hljómplötu lagiö „Gleym mér ei”. Einnig getur hún leikiö, og helst vill hún leika meö manninum sinum (hver getur áfellst hana fyrir þaö), en þau hafa þegar leikiö saman i einni kvikmynd „The ravages”. „Rikharöur vill aö ég bjargi mér sjálf. Hann vill ekki aö ég beri nafn hans, svo ég falli ekki I þá freistingu aö láta kalla mig Ann Turkel-Harris”, segir snótin. Já þaö er ekki ofsögum sagt aö Rikharöur er vænsti maöur, kvenréttindamaöur. #Carlo Visconti heitir frændi italska leikstjórans fræga, Lucchino Visconti. Carlo, sem er 29 ára tekur þó sönginn fram yfir kvikmyndirnar. En þar sem ekkert er plássiö fyrir annan Vis- conti á Italiu, þá hefur hann ákveöiö aö setjast aö i Frakk- landi. Hann veröur, þó ekki einn þar, þvi annar frændi hans Adamo býr þar og héfur bara gengiö vel aö syngja sig inn i hjörtu franskra ungmeyja. #Súperstjarnan úr sjónvarpinu, Farrah Fawcett-Majorsá ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en stúlkan er 31 árs. Siöasta kvik- myndin sem hún lék I hefur fengiö slæma dóma og hætt var viö næstu mynd á miöri leiö. 1 ofaná- lag hefur hún nú ekkert tilboö á boröinu hjá sér. „Þaö eina sem Farrah vill, hennar eina ósk, er aö sýna aö hún geti leikiö gaman- hlutverk, en sé ekki bara einhver heimsk ljóska”, segja vinir hennar. Viö getum veriö þeim al- veg sammála, þaö hlýtur aö vera erfitt. En svona er lifiö sagöi gamla konan. #Glansmyndahöfúndurinn Franco Zeffirelli (Rómeó og Júli- etta, og nú siöast um Jesús) hefur fengiö tilboö um aö gera kvik- mynd um ævi söngkonunnar frægu, Mariu Callas. Zeffirelli treystir sér ekki til þess aö svo stöddu. , ,Ég ætla aö biöa þangaö til allt fjaörafokiö um lif hennar og dauöa hefur fjaraö út i timans rás. Fyrr tekst ég ekki á viö þetta verkefni”, segir hann. #Steven Spielberg hefur grætt milljaröa króna frá þvl mynd hans um þriöju gráöu stefnumót kom á tjöldin fyrir tveim árum. Hann hefur nú ákveöiö aö senda myndina aftur á markaöinn og hefur i þvi skyni bætt nokkrum atriöum viö 'okakafla myndar- innar. Ahorfendum á vist aö hafa fundist þeir ekki sjá nógu mikiö af geimverunum. Þá er bara spurn- ingin hvort fólkiö lætur ginna sig aftur, og hvort Spielberg græöir aftur jafn mikiö. #Leikkonan Mia Farrow, sem á sinum tima skildi viö eiginmann sinn André Previn, hefur nú ákveöiö aö ganga aftur I þaö háheilaga, og mannsefniö er enginn annar en.. og haldiö ykkur nú fast.. André Previn. Ó já. Þau gerast enn ævintýrin. Börnin þeirra sjö (sem þau áttu til samans úr hinum ýmsu áttum) hafa unniö aö þvi baki brotiiu aö undanförnu, aö reyna aö koma þeim saman á ný. Þau hafa þvi uppskoriö þvi sem þau sáöu. Já, ástin sigrar alltaf aö lokum. #Frú Raphael Lopez Sanchez, ööru nafni Paloma Picasso á sér leyni- lega ást. Astin sú heitir Martha Philipson og er enskur bolabitur, sem bróöir hennar, Claude, gaf henni hér i eina tfö. Þó hundurinn hafi gert marga skráveifuna, þá hafa þau Sanchez hjón nú samt ákveðiö aö taka hann meösér til New York, þar sem brátt veröur flutt nýtt leikrit eftir herra Sanchez, en frúin teiknar búningana. handbækur umá/ Al- Samskeyting. Leiöbeiningarrit um aöferöir til samskeytinga á áli. í ritinu er fjallaö um ýmsar aöferöir viö samskeytingu á áli: Hnoöun, skrúfun, límingu og lóöningu. Einnig ýmsar aöferöirviö átsuöu. ÁI - Suöuhandbók TIG - MIG. Handbók um TIG - MIG suöu. Hentugar kennslubækur fyrir iönnema og sem hand- bækur fyrir málmiönaöarmenn og hönnuöi. Verö hvorrar bókar er kr. 1000- Bækurnar fást í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúö Olivers Steins. $kcin4í luminium Norræn samtök Áliönaöarins Sparivelta Samvinnubankans: Aukið fé tfl raðstöfimar w LÁNSTÍMA, sem getur verið allt frá 3 mánuðum til 5 ára. Hvort sem þú hyggur á fasteignakaup eða húsbyggingu, dreymir um nýjan bíl eða þarfnast hvíldar og afslöppunar í suðrænni sól, þá mun Spariveltulán létta þér róðurinn að settu marki. Spariveltuhjólið snýst og snýst. Stöðugt fjölgar þeim, sem sjá sér hag í að vera með og geta þannig gengið að hlutunum vísum. Nú er það þitt að ákveða: LÁNSUPPHÆÐ, sem fer stighækkandi í allt að 200% því lengur sem sparað er. Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Minnstu hins fornkveðna „AöT ekki er ráð nema í tíma sé tekið.“ Kynntu þér hinar fjöl- mörgu sparnaðar- og lántökuieiðir Sparivelt- unnar. Gerðu samanburð. Það eru hyggindi, sem í hag koma. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.