Helgarpósturinn - 28.09.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 28.09.1979, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 28. september 1979 h/=llrjí=irpn*ztl irinn hatríd sýgurúr þrottinn" Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur í Helgarpóstsviðtali />Ertualltaf svona árrisull"/ spurði séra ólafur Skúla- son, dómprófastur, þegar við hittumst einn morguninn fyrir skömmu. „Jú, oftast", svaraði ég, og þegar við höfðum komið okkur fyrir á vel búinni skrifstofu ólafs í Bústaðakirkju spurði ég hinnar klassísku spurningar: „En þú?" „Ég fer oft eldsnemma á fætur", segir ólafur og hallar sér makindalega aftur í leðursófanum. „Ég er ekki einn af þeim sem geta verið að semja ræðurnar langt fram eftir nóttu, eftir erfiðan vinnudag. Ég kann betur við að vinna eldsnemma á morgnana. Ef það er til dæmis jarðarför er ég sundum byrjaður að hamra á rit- vélina um sex leytið." ólafur er prestslegur, settlegur svolítið, og talar með mjúkri og góðlegri röddu. Ég spyr hvort hann hafi alitaf ætlað sér að verða prestur. Viðtal: Guðjón Arngrímsson Myndir: Friðþjófur „Ég held aö svo langt sem ég muni hafi þaö veriö svona mögu- leiki. Eg er alinn upp viö þessa þægilegu kröfulausu guörækni. Heima hjá mér var alltaf hlustaö á útvarpsmessur, og pabbi var vanur aö skrifa upp númerin á sálmunum og fylgjast meö þegar þeir voru sungnir. baö var eins og maöur væri i kirkju. Viö fórum reglulega i kirkju, fjölskyldan, og eitt sinn þegar viö komum heim og vorum aö drekka eftirmiö- dagskaffiö — þetta er saga sem ég segi alltaf fermingarbörn- unum — eitt sinn spuröi pabbi mig um hvað presturinn heföi veriö aö tala. Ég haföi ekki hug- mynd um þaö, og þaö má segja aö þetta atvik hafi opnaö augu mln fyrir því aö maöur fer ekki i kirkju bara til aö láta timann liöa. Maður á aö taka þátt I guös- þjónustunni og taka eitthvaö meö sér þegar maöur fer út. Svo kann þaö aö hafa hjálpað til aö ég var lðtinn heita eftir séra Ólafi Briem, og þaö var alltaf veriö aö segja viö mig: Ætlar þú ekki aö veröa prestur eins og hann séra Olafur, — og svo fram- vegis. Nú, á minum skólaárum var þessi hugmynd einhversstaöar til baka, en þegar ég var oröinn stúdent fannst mér ég varla treysta mér I þetta. Guöfræöin er aö mörgu leyti talsvert ööruvisi en aörar námsgreinar. baö er hægt að fara I næstum hvaöa deild sem er i háskólanum án þess aö marka sér eins ákveöna afmarkaöa braut og i guö- fræöinni. Ég haföi fengið kennarastööu, en haföi engan friö fyrr en ég haföi látiö innrita mig i guöfræöi um haustiö. Ég hef sannarlega ekki séö eftir þvi.” „Vjua boddíið” — Kom sjálft prestsstarfið þér á óvart? ,,Eg fór nú svolftiö óvenjulega af staö I minum prestskap. Ég byrjaöi hann vestur i Bandarikj- unum. Ég haföi fengiö köllun, eins og þeir kalla þaö, frá Islenska kirkjufélaginu I Banda- rikjunum, og ég veriö beöinn um aö koma. Mig langaöi til aö fara vestur, kannski aö einhverju leyti vegna þess að ég var hræddur viö aö koma nýbyrjaður inni þaö afskiptaleysi sem kirkjulifiö var, þá aö minnsta kosti. Hræddur viö þá forpokun sem söfnuöurinn kallaöi fram I presti. Ég gifti mig um þetta leyti og viö fórumi brúö- kaupsferö til Bandarfkjanna sem stóö i fimm ár. Kirkjulifiö og messugjörö var imjög ólikt sem maöur haföi átt aÖ venjast. Við hverja giftingu þarna úti voru 3 eöa fjórar þrúðarmeyjar, og allskonar blómaberar og fleira, og ég var I fyrstu smeykur um aö raöa þessu vitlaust saman. Ég gleymi lika aldrei fyrstu jarðarförinni minni þarna úti. baö var þýskur bóndi, Hildi- brand aö nafni, sem hafði látist. bar sem ég haföi aldrei jaröaö i Ameriku fór ég i smiöju til vina og kunningja og kollega og baö þá um aö hjáipa mér, og helst af öllu fara meö mér I þessa fyrstu jaröaríör, sem fram fór langt noröur undir indiánabyggöum i Kanada. En þvi gátu þeir ekki komið viö. Ég fór þvi einn og skrifaöi mina fyrstu likræöu á erlendu máli. betta gekk allt saman vel i byrjun og ég var búinn að jaröa mann- inn, þegar útfararstjórinn gengur frammá gólfiö þar sem likkistan stóð og opnar hana. Lokiö var tvi- skipt þannig aö bæði var hægt aö opna viö höföalagiö og eins til fóta. Útfararstjórinn opnaöi kistuna viö höföalagiö, og fór aö hlúa aö Hildibrandi, og laga koddann undir höföi hans. beir þarna vestra leggja mikið uppúr aö likin séu vel útlitandi og gamli bóndinn var meö roöa i kinnum, I sinum bestu sparifötum og bindið kyrfilega hnýtt. Ég staröi á þetta i algjörri forundran og hélt aö út- fararstjórinn heföi tapaö sér. Ekki tók betra viö þegar söfnuö- urinn stóö upp, fer aö ganga framhjá kistunni og horfa á likiö. betta fundust mér óyndislegar aöfarir og hreinlega gekk út. bá kom sóknarformaöurinn á eftir mér og sagöi á ekta vestur-- Islensku: Séra Skúlason, þaö er vani að presturinn standi viö kist- una á meöan söfnuöurinn vjúar boddiiö. betta var þá venjan þarna úti. Ég fékk þessu þó fljót- lega breytt, þannig aö kistan var höfö opin I forkirkjunni svo aö þeir sem vildu gátu litiö á likiö áöur en jaröarförin hófst. Sigurbjörn klóraði sér í höfðinu i Annars var þetta krefjandi timi þarna úti. Ég var meb sjö kirkjur, og messaöi fjórum sinnu’m annan sunnudaginn og þrisvar sinnum hinn. Ég man aö framboös sunnu- daginn fyrsta sumariö var ge.i'pi- lega heitt. Ég átti þá tvær ræöur á ensku sem ég notaöi. bennan dag 1 var Haraldur Sigmar, fyrrver- andi sóknarprestur i þessu umdæmi, meö mér i förum, og um kvöldið áöur en ég fór i siöustu messuna, spurði ég hann hvora ræöuna ég ætti aö nota. betta var seint um kvöldið, en hitinn var alveg jafn mikill, ég held ég hafi aldrei drukkiö jafn mikinn sitrónusafa á einum degi á ævinni. Svar Haraldar var þvi kannski ekki svo óvænt: „Taktu þá styttri góöi”. — Eru Bandarik jamenn trúaöri en íslendingar? „beir rækja kirkjuna sina betur. Ég man þegar Ragnar Guðleifsson verkalýösleiötogi úr Keflavik kom eitt sinn i heimsókn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.