Helgarpósturinn - 28.09.1979, Síða 15

Helgarpósturinn - 28.09.1979, Síða 15
--he/gSrpOSturínrL. Föstudagur 28. september 1979 15 ÞEIR SPILA PÓKER í GRÓÐANUM t ónefndu húsi i miðborginni kemur jafnan saman einu sinni i viku hópur gamalla skólafélagi úr Verslunarskólanum til að spila á spil. Nánar tilteklð fjárhættuspil. Þeir reka þarna I sameiningu spilavitið Gróðann. „Viö byrjuöum á þessu meðan við vorum f skólanum og eftir að við kláruðum hann ákváðum við að halda þessu áfram, tókum á leigu þetta húsnæði og hittumst vikulega þetta 10-13 saman,’’ sögðu aðstandendur spilavitisins, þegar Helgarpóstsmenn litu þarna við hjá þeim. Þarna er spilaður beinn póker, eins og þeir'félagarnir kalla það. Hámarksboö er 5000 krónur og á einu kvöldi geta menn orðið þarna 100 þúsund krónum rfkari eða fátækari. Þeir hafa þann háttinn á að leggja peninga til hliðar inn á bankabók sem þeir framvfsa sem einhvers konar tryggingu, þvf að á meðan á pókernum stendur nota þeir ekki venjulegan islenskan gjaldmiðil heldur matadorpeninga, sem jafngilda þá peningaseðlum. Hins vegar var meira við haft þegar Helgarpóstinn bar að garði og ekta peningar I umferð. Sá sem vinnur oftast i pókern- um hlýtur sérstakan ársbikar i verölaun frá félögum sinum og er það vitnisburöur um þaö aö allt fari þarna fram i „góöu” eins og sagt er. Spilavitiö Gróöinn verður 2ja ára I nóvember i ár en nú hafa fé- lagarnir hug á þvi að færa út kvi- arnar, fjölga félögum og fá sér stærra húsnæöi. Það er heldur þröngt um þá i núverandi hús- næöi, þar sem þeir ráöa yfir tveimur herbergjum og eldhúsað- stöðu. Þarna hafa þeir þó tvö spilaborð auk þess allveglegan bar og plötuspilara. A barnum er selt áfengi á um 30-40% lægra veröi heldur en gerist og gengur á skemmtistöðunum en vinveiting- arnar fjármagna starfsemi Gróð- ans ásamt félagsgjöldunum. Gamiir skólafélagar úr Versló mynda spilavftið, þar sem spilaður er beinn póker oft upp á háar fjárfúlgur. „í MEXÍKÓ Á VETURNA OG RAUFARHÖFN Á SUMRIN” — rætt við Sigga i Teppi Siggi i Teppi, eöa Siguröur Arnason forstjóri i fyrirtækinu Teppi hf„ eins og hann heitir fullu nafni, var einn af stærri iönrekendum landsins þegar hann seldi allt sitt, og hætti rekstri fyrirtækja sinna áriö 1977. Hann geröi þaö sem marga dreymir um að gera á miöjum aldri, cn fæstir koma i verk — hann lagði land undir fót. Eða bfl, réttara sagt. „Eftir að ég hætti öllum rekstri, vildi ég bara gera þaö sem okkur hjónunum hafði alltaf langað til, þaö er að ferðast”, sagði Siguröur, þegar Helgarpósturinn ræddi viö hann norður á Raufarhöfn. „Eftir aö ég hætti rekstrinum 1977, fórum við til Seattle og ókum alla vesturströnd Banda- rikjanna, Washingtonfylki, Oregon og Californlu, og eru þetta allra fegurstu staðir sem ég hef ennþá séö. Þar sem þetta var i nóvember héldum við að viö fengjum sól og sumar i Kali- forniu, en þaö reyndist ekki rétt. Við héldum þvi bara áfram til ■Mexico um það bil 1500 kiló- metra inn i landið á stað sem heitir Maztatlan á miöri vestur- ströndinni. Þar höfðum viö vetursetu. Um vorið 1978 flugum viö til Acapulco, en þar fannst okkur of heitt svo viö ákváðum aö snúa aftur til Maztatlan og vorum þar lika siðastliðinn vetur. f vetur ætlum við kannski að at- huga Hawai-eyjarnar. Hér á Raufarhöfn höfum við verið tvö siðastiiðin sumur i sambandi við Laxveiðar og Hótel Norðurljós. Hingað koma fjölmargir erlendir veiðimenn sem gaman er að umgangast”, segir Sigurður aö endingu. Hljómsveitin Evrópa endurrisin EVROPA LIFNAR VIÐ Hljómsveitin Evrópa kom fram I Klúbbnum eitt kvöldið fyrir skemmstu og hlaut góðar undirtektir, að eigin sögn. Svo góðar að hljómsveitin hefur ákveðið að koma fram aftur. Jafnvel aftur og aftur. Evrópa var stofnuð austur á Selfossi haustið 1977 en gekk ekki nógu vel - hafði litiö að gera nema á þorrablótum og öðru slfku. Lagöist hijómsveitin jafnvel svo lágt að verða afleysingahljóm- sveit I Glæsibæ og vera rekin baðan. Fljótlega eftir það hætti hljóm- sveitin, en i vor var þráðurinn tekinn upp að nýju, og leyfar Evrópu sameinaöur hluta af hljómsveitinni óperu, sem einnig er austanfjallshljómsveit. tJr Óperu komu Einar Már Gunnars- son, söngvari og Sævar Arnason gitarleikari, en fyrir i Evrópu voru Ómar Þ. Halldórsson söngv- ari og hljómborðsleikari, Sigurö- ur Ingi Asgeirsson, bassaleikari og Sigurjón Skúlason trommu- leikari Stefna hljómsveitarinnar er að leika góða og hressilega dans- músík, og þar sem hún er frá Sel- fossi verður náttúrlega miðað á sveitaböllin. Það er vonlaust að koma úlfalda gegnum nálaraugað, þvl að það getur veriö nógu erfitt aö koma tvinnanum i gegnum þaö. Svipmynd úr búðarglugga á Skólavöröustlgnum I gær. hp mynd: FriíÞioiur Þaó er ekki eftir neinu aó'bíóa Komdu bara í ÓÐÁL 1 .. .þar er fólkió & N2. — - * *■ ■

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.