Helgarpósturinn - 28.09.1979, Side 17

Helgarpósturinn - 28.09.1979, Side 17
—he/garpósturinrL. Föstudagur 28. september 1979 17 Islensk hljómplötu- útgáfa úr sögunni ? 011 helstu fyrirtækin hætta útgáfu Hljómplötuútgefendur héldu fund f vikunni þar sem þeir sam- þykktu aö hætta hljómpíötuut- gáfu frá og með næstu áramótum vegna þess hversu illp. þeir telja búiö að islenskri hljómpiötuút- gáfu af hálfu stjórnvalda með ýmsum álögum og sköttum. Mun fjármálaráðherra verða tilkynnt þessi ákvörðun i bréfi eftir þvi sem Helgarpósturinn kemst næst. Þeir sem að þessari ákvörðun stóðu voru fulltrúar allra helstu hljómplötuútgáfufyrirtækjanna hér á landi, — Fálkans, Steinars h.f., Hljómplötuútfáfunnar og SG-hljómplatna. Þá virðist ein- sýnt að Hljóðriti muni verða aö hætta starfsemi sinni vegna verk- efnaskorts. Þar er um þessar mundir einungis veriö að vinna að einni hljómplötu, — um Hatt og Fatt en Hljómplötuútgáfan sem ráðgeröi tvær nýjar hljómplötur I upptöku fyrir áramót, mun hafa hætt við þær. K vík myndasjóður áfram á fjárlögum Eins og við sögðum frá i siöasta Helgarpósti, gekk sd saga f jöllun- um hærra meðal kvikmyndagerð- armanna, að nýstofnuðum kvik- myndasjóði yröi kippt dt af fjár- lögum næsta árs. i samtali við Heigarpostinn, sagði Knútur Hallsson formaður sjóðsstjórnar, að svo væri ekki. Sjóðurinn yrði áfram á sinum stað f fjárlögunum, og væri m ennt am álaráðh erra honum mjög hliðhollur. Hann sagði að i upphafi hafi komið fram einhver misskilningur hjá fjárlagastofn- un, sem héltaö það væri einungis á færi Alþingis, aö ákveða fjár- veitinguna. Þess vegna hefði þessi orörómur ifklega komist á kreik. Kvikmyndagerðarmenn geta þvi andaö léttara, og nú er bara að sjá hversu mikil fjárveitingin veröur. En ráðherra mun hafa farið fram á liðlega 50 milljónir króna til sjóösins og kvikmynda- safns. — GB Svona er umhorfs i Spanish Fork i kvikmyndinni. Ljósm. Björn Björnsson. Kvikmyndun Paradísarheimtar í Utah að ljúka: Leikmyndin kostaði um 45 milljónir kr. Kvikmyndun á Paradisarheimt Haildórs Laxness sem staðið hef- ur yfir i Utah i Bandarikjunum nú seinni part sumars lýkur um þessa helgi, en fyrr i sumar var unniö að kvikmyndageröinni hér á landi. Að sögn Björns Björns- sonar, leikmyndateiknara sem er nýkominn frá Bandarikjunum, hefur gerð myndarinnar nokkurn veginn gengið samkvæmt áætlun. Kostnaður er innan við sett mörk en vinnan 3-4 dögum á eftir tima- áætlun. Eftir helgi heldur kvik- myndageröarhópurinn sfðan tii Þýskalands þar sem tekin verða atriði á gufuskipi I Kiel, en fleiri atriði eru ófilmuð, og veltur taka þeirra á þvi hvernig þýskir nátt- úrulitir verða i haust. Ef of mikili haustblær verður á þeim gæti þurft að ljúka við siöustu atriöin næsta vor. Einnig eru uppi ráða- gerðir um að taka nokkrar vetrarsenur á tslandi. Kvikmyndun Paradisarheimt- ar hefur reynst geysilegt fyrir- tæki. Þannig var byggt f Utah, samkvæmt teikningum Björns Björnssonar nánast heilt þorp skammt frá háskólabænum Provo. 1 skáldsögu Halldórs Lax- ness heitir staðurinn Spanish Fork og þangaö flyst Steinar bóndi. Kostaði leikmyndin um 120,000 dollara eða um 45,6 milljónir isl. króna. Þrjátiu manna hópur smíöaði hana, annar þrjátiu manna hópur, þ.á.m. leikararnir, vann við kvikmyndunina sjálfa, auk 60 statista. Björn Björnsson sagði I samtali viö Helgarpóstinn, að sér litist vel á þaö myndefni sem hann væri búinn að sjá. „Mér sýnist að út- koman ætti að geta orðið góð og skilst á þeim sem séð hafameira myndefni að þetta verði býsna falleg mynd”. — AÞ Jólabækur Helgafeös: NÝ BÓK EFTIR GUDBERG „Saga af manni, sem fékk flugu ihöfuöið” heitir ný bók eftir Guð- berg Bergsson, sem kemur út hjá Helgafelli nú fyrir jólin. Að sögn Ragnars Jónssonar, er þessi bók mjög ólik öllu þvi sem Guöbergur hefur skrifað. Fleiri nýjar bækur eru væntan- legar, eöa nýkomnar, frá Helga- felli I ár. Tvær ljóðabækur eru væntan- legar. „Skildagar” eftir Heiörek Guömundsson frá Sandi, og „Inn i skóginn” eftir höfund sem skýlir sér á bak við skáldanafnið Krói. Ein lióðabók er hins vegar ný- komin út. Er það „Verksum- merki” eftir Steinunni Sigurðar- dóttur. Armann Kr. Einarsson verður á ferðinni með nýja unglingabók, sem heitir „Goggur, vinur minn. Saga úr úr Þorskastriöinu”. Maria Skagan sendir frá sér sma- sagnasafn sem hún kallar „Kona á hvitum hesti”. Þá hefur Helgafell nýlega gefiö út bók, sem heitir „Næring og heilsa” eftir Jón óttar Ragnars- son. Ein erlend bók er væntanleg frá Helgafelli. Það er skáldsagan „Sonur reiöinnar” eftir Hans Kirk. Helgafell veröur með töluvert af endurútgáfum á þessu ári og skal þar fyrst telja nokkrar af bókum Halldórs Laxness. Bækur hans, sem koma fyrir augu lesenda að nýju eru „Vettvangur dagsins”, en þaö er safn af rit- gerðum, sem kom fyrst út fyrir um 30 árum. Aörar bækur eru „Guðsgjafarþula”, „Innansveit- arkrónika”, „Þættir”, sem eru smásögur, „Atóm stööin ”, „Vefarinn mikli frá Kasmir” og aö ógleymdri „Paradlsarheimt”, sem kemur út I tveim mismun- andi útgáfum. Annars vegar kemur hún út I venjulegu bandi og hins vegar I vasabókarbroti. Fleiri endurútgáfur eru væntanlegar. Þrjár bækur eftir Svövu Jakobsdóttur verða gefnar út I einu bindi. Þær eru „Tólf kon- ur”, „Veisla undir grjótvegg” og „Leigjandinn”. Ljóöabók Jóns úr Vör, „Þorpið” kemur einnig út að nýju og er bókin myndskreytt af Kjartani Guðjónssyni. Þá munu vera I undirbúningi bók um Þórarinn B. Þorláksson listmálara, bók eftir Kristján Al- bertsson og framhald af ættum Þingeyinga eftir Indriða Indriða- son. — GB Unniö að kvikmyndun Paradlsarheimtar i Utah. Rolf HSdrich, leik- stjóri er lengst til vinstri. Ljósm. Björn Björnsson. Lslenskir og færeysidr naivistar sýna í Listmunahúsinu Um næstu helgi veröur opnuð I Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, sýning á verkum 11 naivista. Tveir þeirra eru Færeyingar, en hinir tslendingar. Annar Færeyingurinn var uppi á árunum 1802 til 1865, og aöeins fjórar mynda hans eru enn varð- veittar. Þrjár þeirra eru á sýn- ingunni. Verk hins færeyingsins eru til sölu á sýningunni. Meðal islensku naivistanna eru Sölvi Helgason og ísleifur Konráðsson, og auk þess hafa ýmsir gripir frá miööldum verið fengnir aö láni frá Þjóöminja- safninu. Þaö er ekki slst athyglisvert við þessa sýningu að þar eiga líka verk þau óskar Magnússon og Blómey Stefánsdóttir, sem búa i litlum kofa fynr ofan Hveradali. — ÞG. I hugarheimum Háskólabló, mánudagsmynd: Forsjónin (Providence). Frönsk, árgerð 1977. Handrit: David Mercer. Leikendur: Dirk Bogarde, Ellen Burstyn, John Gielgud, David Warner, Elaine Stritch. Leikstjóri: Alain Resn- ais. Alain Resnais er af mörgum talinn vera besti leikstjóri Ný- bylgjunnar frönsku, sem hófst I hann geröi I samvinnu við rit- höfundinn Robbe-Grillet. 1 þeirri mynd vissi áhorfandinn aldrei hvort þeir atburðir, sem hann heyrði talaö um, höfðu gerst, og þar runnu fortfð.nútíð og framtlö saman I eitt. Þvi er, að mörgu leyti svpað farið I Forsjóninni. Aðalpersóna myndarinnar er rithöfundur að nafni Clive Langham. Eins og persónurnarl Marienbadlifa og hrærast 1 glæsilegum salar- Kvikmyndir eftir Guðlaug Bergmundsson lok sjötta áratugsins. Myndir hans hafa þótt erfiöar, og kref j- ast þær jafnan mikils af áhorf- endum. Einkum hefur þó kannski notkun Resnais á „timanum” verið eins konar vörumerki á hans myndum. 1 þvi sambandi má nefna þá ' mynd hans,sem hvaö frægasta má telja, en þaö er L’Année derniere á Marienbad, sem kynnum, þar sem allt er stein- runnið og dautt, lifir Langham I stórri höll þar sem hann býr svo aö segja einn. Þar er ekkert lif, nema það sem hann skapar sjálfur með imyndunarafli sinu. Langham gerist gamall og lasburða, og telur sig ekki eiga langt eftir ólifaö. Hins vegar neitar hann að viðurkenna þá staðreynd og myndin lýsir bar- áttu hans við'dauðann. Hans að- EUen Burstyn og David Warner I hlutverkum sinum ferö við þaö, er að drekka eins mikiö hvitvín og hann getur I sig látið, og að búa til sögur I hug- anum. Myndin er sem sé, að undan- skildum slöustu minútunum.það sem Langham Imyndar sér. Þaö er hann sem stjórnar atburöun- um. En jafnfrarnt þvisem þetta er allt uppspuni, blandast inn i frásögnina raunverulegar minningar úr lifi hans. Hann er sem sagt aðalpersónan, þó hann sjáist ekki mikiö á tjaldinu. Þeir sem leika aöalhlutverkin i sögu hans eru synir hans og tengda- dóttú. Myndin hefst á þvi, aö myndavélin er á ferö I dimmum skógi, sem má túlka sem jafn- gilding við sálarástand karlsins, þar sem hann liggur I rúmi slnu og drekkur hvitvln af stút. Myndirnar sem hann dregur upp eru lika \ ætt við það, dimmar ogdrungalegar, eða þá svo bjartar, að landslagiö I kringum leikarana er falsk. Alls staðar eru hermenn á ferli og smala fólki saman á Iþróttaleikvanginn, eins og hjá Agústi I Chile, ungir hermenn aö smala gömlu fólki. Llkamlegri og andlegri hrörnun er likt viö hermennsku og villimennsku. Þaö erugreinar af sama trénu, dauðanum. Fjölskylda gamla mannsins fær hina hroðalegustu meðferð. Eldri sonurinn, Claud, er gerður aö kaldhæðnislegum yfirstétt- armanni, tilf inningalega stöðnuðum i einhvers konar sjálfsstjórn. Yngri sonurinn, Kevin, ráðvilltur ungur maður meö háleitar hugmyndir, hefði viljaö verða geimfari, leiöitam- ur og liður vel hvar sem hann er. Sonia, eiginkona Clauds, er oröin leiö á manni sinum, og reynir allt sem hún geturtil að tæla Kevin. Fyrrum eiginkona gamla mannsins, sem er látin, kemur fram 1 h'ki dauðvona blaðakonu, á miöjum aldri, og fyrrum ástkonu Clauds. Gamli maöurinn imyndar sér einnig, að Claud hafi allt á móti honum en lokakafli myndar- innar sýnir, aö þetta er bara I- myndunein. Fjölskyldan kemur saman til boröhalds á afmæli Langhams gamla, og er eins samhent og nokkur fjölskylda getur verið. Forsjónin er ein af þeim myndum.sem verðuraö sjá aft- ur og aftur til þess að skilja hana fullkomlega, þvl hún er uppfull af alls konar smáatrið- um, sem erfitt er að átta sig á. Allt sem viðkemur þessari mynd, rfs langt upp úr meöal- lagi, hvort sem það er leikurinn, sem er í einu orði frábær (enda ekki viö ööru að búast af þessum leikurum), eða myndatakan og allt sem henni viökemur. Enda myndin marg verðlaunuð I Frakklandi Þar fékk hún eina fimm „Cesara” I fyrra, en „Cesar” er nokkurskonar franskur „Oscar”. Þetta er hiklaust ein besta mynd, sem hér hefur verið sýnd á þessu ári og er ástæöa til að hvetja fólk aö láta hana ekki framhjá sér fara.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.