Helgarpósturinn - 12.10.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 12.10.1979, Blaðsíða 9
__helpárDÓsturinn- Föstudagur 12. október 1979 9 Bragi Magnússon, Siglufirði: „NOKKUR BEIN FLUG” I „Helgarpóstinum” 21. sept. s.l., er greinarkorn, sem ber nafniB „Þrýstihiopasamfélagiö” cg er eftir Reyni Antonsson. Þaö er margt skondið i grein- inni og minnir mig um margt á unglingsármin á Akureyri, en þá voru þar á ferð margir eftir- minnilegir „originalar”. Um þá indælu tið ætla ég nii ekki aB ræöa, heldur um Gróu- sögu, sem Reynir gefur llf, þegar hann, I sambandi við flugsam- gangna öngþveitiö á dögunu, segir aö Siglfiröingar veigri sér viö aö dvelja „einn til einn og hálfan tima” á Akureyri, vegna hinna skelfilegu ibúa, og þess- vegna hafi þeir myndað þrystihóp til aðherja út „nokkur bein flug” til Reykjavikur og á þá sennilega við það, er FlugfélagNoröurlands hljóp undir bagga með okkur um tina. En til þess aö nokkuö ljóst sé hverjir herjuðu og hverjir herj- uðu ekki út „nokkur bein flug”, leyfi ég mér að birta bókun úr fundargerð bæjarráðs Siglufjarð- ar frá 5. sept. s.l., en þar ségir orörétt: 1. Beiðni Flugfélags Norðurlands um ákveðna afstöðu bæjar- félagsins til flugs á Siglufjörð: Bæjarráð samþ. vegna tilmæla að Flugfélag Norðurlands haldi uppi þeim flugrekstri, er Vængir höföu áður til Siglu- fjarðar, á meðan flugsamgöng- ur liggja niðri á vegum Vængja.” x Svo mörg voru þau orð. Og til að sýna afstöðu bæjar- ráðs til þessa máls almennt, hefi ég fengið leyfi til aö birta aðra bæjarráðssamþykkt, sem er frá 7. sept. s.l.: 1. Flugsamgöngur. Fram kom svohljóöandi til- laga: Bæjarráð Siglufjaröar leggur á það'áherzlu, að samgöngur til Siglufjarðar veröi meö þeim hætti, sem bezt verði á kosiö, og eigi minni en verið hefur hvað viðvikur fjölda beinna feröa til Reykjavikur, og að örugg og trygg þjónusta við bæjarfélagið sé ætið i fyrirrúmi. Jafnframt að flugrekstrarleyfi verði feng- ið traustum og ábyrgum að- ila.” Égheidaðaf þessu megi álykta að Siglfirðingarhafiekki myndað neinn ótimabæran þrýstihóp, enda var okkur vissulega vandi á höndum. Flugfélagið Vængir, sem hafði veitt okkur mjög góöa þjónustu um árabil, hættir skyndilega rekstri vegna fjárhagsöröug- leika. Vængjaflug náði til fleiri staða en Siglufjarðar, bæði á Norður og Vesturlandi. Allstaðar var þessi þjónusta vinsæl og vel notuö. Það var þvi mikil röskun á samgöngumálum þessara lands- hluta þegar Vængir hættu. Sem betur fór höfðu allmargir aðilar hug á að taka upp merki Vængja, og sóttu um fhigleiöirnar. Upp á milli þessara aöila var ekki gert af hálfu Siglfirðinga, þó mönnum væri ekki sama um hverjir tækju við. Við vorum góðu vanir. ■ Að endingu þetta: Ég tala á- reiðanlega fyrir munn allra Sigl- firðinga, sem til þekkja, þegar ég segi aö okkur þykir alltaJ gaman 'að koma til Akureyrar, en hvort okkur þyki svo gaman, að við beinlinis sækjumst eftir þvi' að fljúga um Akureyri, á leið til Reykjavikur, til að geta himt I 90 minútur á Akureyrarvelli, I stað þess að fljúga beint héðan til Reykjavikur, þaö er ég ekki viss ,um. Bragi Magniisson. Lilja Bjarnadóttir Nissen: „Meira hjartarúm en húsrúm” Fyrir þrem vikum fékk ég leyfi forstjórans Gisla Sigurbjörns- sonar til að koma 4 tima daglega sem sjálfboðaliði á Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund. Ég þóttist vita, að þar eins og á öðrum sjúkrahúsum og stofn- unum gæfist starfsliöi naumur timi aflögu til að hyggja aö sálinni. Mér til mikillar gleði vakti það furöu mína hvað starfs- liðið er goltog samhent, svo það sannast hér, að ekki er alltaf betur né meira unnið þó starfs- liöið sé fleira. Hér vinnur nálega enginn lengur en 4 tima á dag og eru þær stundir vel notaðar. Gamla fólkiö er einstaklega vel hirtogrúmin þeirraþurrog hrein á þeim deildum sem ég hefi þegar kynnst. Ég hefi aöallega hjálpað svolitið á sjúkradeild- unum en vitjaö margra annarra. Hér eru daglega 2-3 læknar, fyrir utan 4-5 sérfræöinga i ýmsum greinum er starfa hér - eftir þörfum. Hér starfar sjúkra- þjálfari og hér er hárgreiðslu- stofa og fótsnyrting. Allir fá þá aðstoð sem mögulegt er aö veita og furðar mig hvevel gengur að koma þeim veikustu til rann- sóknar og timabundinnar dvalar ásjúkrahúsum I borginni. Starfs- liðið sýnir mikla þolinmæði og natni og gæti ekki gert betur fyrir sina nánustu. Allt þetta kom mér gleðiðlega á óvart á svona stórri stofnun. Fæöið er óvenju gott og heilnæmt. Engan dvalargest hef ég ennþá hitt sem er óánægður á Grund. En öllum má ljóst vera, aö hvergi er hægt að gera öllum til hæfis. Eins er ósköp eðlilegt, að hér sæki um vinnu, eins og viðast hvar annars staðar fólk sem ekki er vandanum vaxiö, þaö festir ekki rætur, finnur eitthvað að flestu og gerir máski úifalda úr mýflugu. Þetta fólk hættir venju- lega fljótlega, en starfsliðskjarn- inn verður eftir og margir hér hafa unnið tugi ára. Ég get ekki gefið Grund betri meðmæli en að óska þess, að ég sjálf ætti þess kost að deyja hér. Þröngt mega sáttir sitja og á Grund finnst mér meira hjarta- rúm en húsrúm. Okkar litla þjóö stendur i þakklætisskuid við Gisla Sigurbjörnsson og sennilega hefur margur veriö heiöraöur fyrir minna afrek en hann hefur unniö I þágu aldraðra. Lilja Bjarnadóttir Nissen, fyrrv. yfirh júkrunarkona á Geðdeild Borgarspltalans. Leiðrétting frá Ingólfi A. Þorkelssyni skólameistara t slðasta Helgarpósti er ég sóknir, né skrifað um söguleg blaðamann Helgarpóstsins, er ranglega titlaður sagnfræöingur. efni, og er þvi ekki sagnfræöing- hann ræddi viö mig. Ég hef hvorki stundaö sögurann- ur. Þetta tók ég skýrt fram við Rangtúlkanir Þjóðleik- hússtjóra í Yfirheyrslu Athugasemd frá Félagi íslenskra leikara Sveinn Einarsson Þjóðleikhús- stjóri er tekinn til yfirheyrslu i Helgarpóstinum 5. október s.l. og m.a. spurður um deiluna um upp- sagnir leikaranna i Þjóöleikhús- inu. t svarinu heldurleikhússtjór- inn áfram að kasta ryki i augu fólks og gefur svo villandi og rangar upplýsingar að ekki verð- ur hjá þvi komist aö óska eftir birtingu á eftirfarandi: Þjóðleikhússtjóri segir aö deii- an hafi snúist „um það hver á að ákveöa hverjir eigi aö starfa hér og hverjir ekki.” Með þessu o.fl. I viðtalinu er hann að halda þvi fram aö Félag islenskra ieikara hafi reynt að hafa áhrif á það hvaöa listamenn væru ráðnir viö leikhúsiö og félagiö hafi verið aö reyna aö koma iveg fyrir aö til- teknum leikurum væri sagt upp störfum og aörir ráðnir i þeirra staö. Þvi verður varla trúað að maöur sem hefur valist til að stjórna stofnun eins og Þjóöleik- húsinu sé svo skilningsvana aö trúa þessu sjálfur, en vegna þeirra sem lesið hafa viðtalið og lagt trúnaö á þessa skýringu er nauðsynlegt að gera hér grein fyrir þvi um hvað máliö snerist og hver afskipti FIL af þvl voru. Tveim leikurum á svokölluð- um B-samningi i Þjóðleik- húsinu (sem er samningur til eins árs en framlengist, sé honum ekki sagt upp með 6 mánaöa fyrirvara fyrir 1. sept.) var ritað uppsagnarbréf 26.febrúar s.l. þar sem þeim er sagt upp störfum „vegna óhagræðis sem er sam- fara þvi að uppsagnafrestur er svo langur, sem FIL hefur barið i gegn i samningum...” Skv. orð- anna hljóðan er leikurunum sagt upp vegna ákvæða i kjarasamn- ingi þeirra en „ekki vegna óánægju meðstarfyðar I leikhús- inu” eins og segir i seinna bréf- inu. FIL getur ekki frekar en nokkurt annað stéttarfélag unað þvi að starfsmönnum sé sagt upp starfi vegna ákvæöa i k jarasamn- ingi sem þaö stendur að. Hvaða meining fælist á bak við þessa athöfn leikhússtjórans gat félagið ekki vitað með neinni vissu, en i framhaldi af hópupp- sögn allra 12 leikaranna á B- samningi árið áður, sem leikhús- stjórinn hefur lýst yfir að hafi verið tii aö mótmæla uppsagnar- ákvæöinu og með hliðsjón af upp- sögn beggja sýningarstjóra leik- hússins vegna ákvæða I kjara- samningum þeirra, þótti stj&-n félagsins einsýnt aö á bak viö þessar siðustu uppsagnir væru enn ein mótmælin við kjarasamn- ingum starfsmanna leikhússins. Stjórn FIL leit svo á að henni væri skylt aö verja félagsmenn gegn þvi aö verða fórnarlömb svo sérkennilegrar baráttu leikhús- stjórans gegn kjarasamningum og krafðist þess aö uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Þjóö- leikhússtjóri var hinsvegar ekki reiðubúinn til að draga upp- sagnirnar til baka, en eftir rúm- lega 6 mánaða þóf barst félaginu bréfþarsem hannlýstiþvi yfir að hann drægi þau ummæli til baka sem ágreiningnum ollu ogáöurer vitnaö til. Ennfremur kom fram I bréfinu að hann heföi ekki meint uppsagnarbi*éfið eins og það var stilað. Má af þvi ætla að i þetta sinn hafi ekki veriö um aö ræða mótmæli við kjarasamningnum heldur hafi það eitt vakaö fyrir leikhússtjóranum að gera breyt- ingar á mannaráðningum við leikhúsiö. Við það hefur félagið ekkert aö athuga, enda hefur þaö aldrei reynt að hiutast til um hvaða leikarar fengju vinnu i Þjóðleikhúsinu eöa við aðrar leik- listarstofnanir.Þegarþað lá fyrir að leikhússtjórinn ómerkti til- greindan hluta uppsagnarbréfs- ins samþykkti stjórn og trúnaðar- mannaráð FIL að ekki væri ástæða til frekari afskipta af upp- sögnunum og komu þær þvi til framkvæmda.. Þar með taldi stjórnin að máliö væri útkljáð a.m.k. á opinberum vettvangi en vegna rangtúlkunar Þjóðleikhús- stjóra i Yfirheyrslunni sem reyndar örlaði á I viðtölum viö hann i útvarpi og sjónvarpi, varð ekki komist hjá þvi að taka málið enn einu sinni upp I blaöagrein. Hitt er svo af tur annaö mál sem ekki hefur fengist nein skýring á, hvers vegna leikhússtjóranum þótti þörf á að vega sérstaklega að samningnum i uppsagnarbréf- unum ef aöeins var ætlunin að segja upp leikurum til aö endur- nýja leikarahópinn. Sigurður Karlsson, ritariFlL „Ber ekki kala til eins né neins?? — segir Hjálmar Árnason sem hefur látið af starfi skólastjóra eftir aðeins 14 daga starf „Ég var hrakinn frá grunn- skóla Grindavikur og neyddist þvi tii aðsegja starfi minu lausu. Þar af leiðandi er ég atvinnulaus sem sténdur og leita nú aö vinnu.” Þessi orð mælir fyrrum skóla- stjórii Grindavik, Hjálmar Arna- son. Það er óhætt að fullyrða að Hjálmar er meðal þeirra skóla- stjóra sem hafa setið hvað styst i starfi. Hann starfaði sem slikur i aöeins 14 daga. Helgarpósturinn haföi sam- band við Hjálmar Arnason og baö hannrekjaalla sólarsöguna, eins og hún horfði við honum. Grinda- vikurmálinu hefur verið gerö talsverð skii I f jölmiðlum siðustu vikurnar og Hjálmar þar verið i aðalhlutverki. En hver skyldi þessimaöur vera? ÞessiHjálmar Arnason sem skaut eins og spút- nik upp á fréttahimininn og þakti siður dagblaða. ar hefur stundaö kennslu I sam- tals 7 ár. Hann kenndi i 3 ár á menntaskólastigi i Flensborgar- skóla, 3 og 1/2 samtals i grunn- skóla Sandgerðis og um eins árs skeið I Fróðskaparsetri i Færeyj- um. Hjálmar hefur einnig nokkuð unniö við þáttagerö I útvarpi. Var m.a. annar umsjónarmaður þátt- anna „Frá ýmsum hliöum” og „á Tiunda timanum” sem ýmsir muna eftir. Þá les hann söguna „Fiskimennirnir” I útvarpinu um þessar mundir. Þýðir hann þá sögu úr færeysku. „Þettahefur veriö mjögerfiður timi,” sagði Hjálmar viö Helgar- póstinn. „Hefðimig nokkurntima óraö fyrir þvi að umsókn min og setning i starf skólastjóra, hefði orsakaö allan þennan úlfaþyt þá hefðiégaldreisnertá þessu máli. Þaö get ég fullyrt.” óþarfi er að rekja allan feril þessara Grindavikurdeilna i smáatriðum. Þeim hefur verið gerð skil i fjölmiölum undanfarn- ar vikur. Hjálmar sagði við Helgarpóstinn, að i öllum þessum hamagangi, hefði hann haft þaö eitt aö leiöarljósi, aö gera skólan- um þaö gegn sem hann gæti. „Allar þessar deilur og öll þessi heift hafði hins vegar þau áhrif, aö illa gekk að koma skólastarf- inu af stað,” hélt Hjálmar Arna- sonáfram. „Éghélt á timabili, að ef ég færi frá, þá væri vandinn leystur og deilur myndu hjaðna^ Það kom siðar i ljós að svo myndi ekki verða og þvi tók ég þá ákvörðun aö starfa áfram.” Er það lá ljóst fyrir að Bogi Hallgrimsson yrði ekki endurráð- inn sem skólastjóri við skólann vegna málaferla sem voru i upp- siglingu vegna deilna sem hann haföi átt i við skipaöan skóla- stjóra, Friðbjörn Gunnlaugsson, lagði Hjálmar málið fyrir kennarafund. Þar tóku kennarar þann kostinn, aö styöja Hjálmar, þar sem Bogi væri út úr mynd- inni. Köld vatnsgusa „Þá hélt ég að erfiðasti hjallinn væri að baki og nú væri hægt aö fara að vinna að skólastarfinu af heilum hug. En þá samþykktu kennarar yfirlýsingu, þar sem bæöi var hallað réttu máli, auk þess sem mjög neikvæður andi i minn garð kom fram. Þessi yfir- lýsing kennara kom eins og köld vatnsgusa framan i mig.” Og Hjálmar Arnason hélt áfram: „Allundarlega var að þessari undirskriftasöfnun staðið. Halldór Yngvason fyrrum yfir- kennari og Ólafur Rúnar Þor- varðarson kennari sömdu yfir- lýsinguna og tóku siðan einn og einnkennarai einu og fengu til aö skrifa undir. Var þar mikiö bak- tjaldamakk. Þetta bréf gerði það að verkum að grundvöllur veru minnar viö skólann var brostinn. Skólastjóri getur aldrei unnið viö skóla án þess að hafa stuöning og góða samvinnu við kennara. Slikt skólahald getur ekki þrifist og þess vegna lýsti ég þvi yfií að ég myndi segja starfinu lausu, sem ég geröi siðan á þriðjudaginn. I fjölmiðlum var greint frá þvi aö eftir þessa yfirlýsingu mina á nefndum kennarafundi hefði ég skellt hurðum I bræði. Þetta er einn þeirra staðlausu stafa sem hefur veriö haldið á lofti i þessu máli. Sannleikurinn var sá, að ég gekk reiðilaust af fundi og lokaði dyrum kennarastofunnar á hefð- bundinn hátt.” Engin hjálp frá Boga — Nú hefur Bogi Hallgrimsson sagt i blaöaviötali að þú hafir nuddað salti i sár hans? ,,Já, það var kyndug yfirlýsing. 1 þessu sama viötali sagði hann og að hann hefði hætt allri aðstoð við mig eftir 1. okt. s.l.. Ég varö nú aidrei var við eina eöa neina hjálp frá honum fyrir eða eftir þann tima, svo engin timamót urðu I þessu sambandi þann 1. október. Sannleikurinn var sá, að strax fyrsta dag minn i starfi hitti ég Boga að máli. Hafði hann þá gif uryrði á vörum og var allt ann- aðen samvinnufús. Neitaði alfar- ið að aðstoða mig á nokkurn hátt. Afhenti mér þó lykla að skóla- stjóraskrifstofunni og er það fyrsta og einasta „aðstoöin” sem Bogi Hallgrimsson lét af hendi.” „Þess má einnig geta, að bæjarstjórinn i Grindavik, Eirik- ur Alexanderson var ekki of bón- góöur er ég þurfti aö leita til hans fyrir hönd skólans vegna smávið- viks. Það voru sem sé ýmsir sem báru ekki hagsmuni skólans né barnanna of mikið fyrir brjósti þegar á reyndi og létu frdiar einkaskærur og pólitisk upphlaup ráðaferðinni. Menn gleymdusér i þessum bófahasar og nemendur urðu hvaö verst úti. Skólinn má aldrei vera vigvöllur fyrir deilur af þessu tagi. Þessa baráttu átti aö heyja á öðrum vettvangi.” — Hvernig er þér innanbrjósts núna, þegar þú hverfur frá Grindavik eftir öll slagsmálin? Mjög þreyttur „Ég er þreyttur. Mjög þreyttur. Ég lenti þarna á milli steins og sleggju. En ekki ber ég kala til neins eftir þessa lotu og vona ein- ungis að skólastarf I Grunnskóla Grindavikur geti tekist giftusam- lega i' framtiðinni. En umfram allt, er ég þó reynslunni rikari eftir þessa óskemmtilegu upplif- un,” sagði Hjálmar Árnason fyrr- um skólastjórii'Grindavik að lok- um. Kenndi i 7 ár Hann er 29 ára gamall og upp- alinn i Kópavogi. Ctskrifaðist sem stúdent fráHamrahliðaskóla og stundaði nám i islensku og bókmenntasögu við Háskóla Is- lands. A hann ef tir 1 /6 hluta af BA . námi sinu i þeim fræöum. Hjálm-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.