Helgarpósturinn - 12.10.1979, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 12.10.1979, Blaðsíða 19
helgarpásturinn Föstudagur 12. október 1979 19 Nóg að heyra ÞaB hellast yfir tónleikarnir og sér ekki högg á vatni, þótt Hermann Prey forfallist og fresta verði tveim þeirra. Gítarar. Ifyrri viku lékuþeir Siegfried Koblizi og Sfmon H. ivarsson sigilda spænska gitartónlist i Norræna húsinu. Einhverjir munuhafabúist viö, að nú gæfi aö heyra trylling og tæting, þvl að á okkar öld hefur gitarinn óspart verið nýttur i þágu þeirr- ar ærustu, sem ætlað er að brjála mannfólkið i sinnuleysi daginn út og inn, svo það verði meðfærilegra. t þessu skyni hef- ur gitarinn m.a. verið rafur- magnaður. En meistari Segovia sagði i sambandi við bitlana: „Rafmagnsgi'tarar eru viðbjóöur. Hver hefur nokkru sinni heyrt um rafmagnsfiölu? EBa rafmagnsselló? EBa ef útl það er fariö, rafmagns- söngvara?” Hvað sem þessum ummælum liður, munar litlu, að manni bregði viö aö heyra svona hóg- legaoghárfintspilaðá gitar. Og spænska músikin var ekki heldur sú, sem á okkar dögum hefur verið blásið út aö túlkaði sérspænskan blóöhita og ástriður og væri einkar hentug til að seiða og forfæra konur. En þessi gitarmúslk á þó að hafa verið fullboðleg til sama brúks á sfnum tima, eftir þvi sem 16. aldar skáld segja. Og það þurfti ekki aö fara framhjá neinum, sem hlustaði á þá Simon og Siegfried, þóttaðrir og djUptækarieiginleikar þessarar þjóðlegu tónlistar létu meir á sér bera. Gitarinn mun hafa borist til Spánar meö Márum á miðöld- um, og elstu þekktar tónsmiðar fyrir hann (4ra strengja) eru prentaðar 1554. Og svo aftur sé vikiö aö kvenþjóðinni, þá er til spænskur málsháttur, sem hljóðar nokkurnveginn á þessa leið: Það gilda sömu notkunar- reglur fyrir kvenmenn og gitara, menn veröa að kunna að stilla þá. Fiðla og pianó Það er ekki nema ailt fagurt að segja um fiðluleikarann Hlif Sigurjónsdóttur og tónleika hennarog Ikk Sjú MUná laugar- daginn var. Fiðlusónötur Beethovens (1770—1827) eru iheild naumast af alveg sama gæöaflokki og pi'anósónöturnar. Einhvern veg- inn virðist áslátturinn honum hugstæðari fyrir einleik, enda standa leikar 32:10 fyrir pfanósónötur og 5:1 fyrir pianó- konserta móti fiölukonsert. Engu að sfður eru þrjár af fiðlusónötum hansauövitað með þvi besta, sem samið hefur veriðaf þessari tegund. Kreutz- ersónatan op. 47 er þeirra frægust, en auk hennar op. 30 og svo op. 24, sem stundum er köll- uö Vorsónatanog nú var einmitt leikin. Mikið jafnrétti rikir hér milli hljóðfæranna beggja, og ekki þori ég að setja útá flutning þeirra hjUa og langar heldur ekkert til þess. A eftir fiðlusóló i partítu Bachs (1685—1750) i d-moll kom svo sónata Césars Franck (1822—1890). Þessi belgiski lár- viðarorganisti af þýskum ætt- um, sem starfaöi I Paris, reyndi yfirleitt aö samræma hina þýskuogfrönsku tónlistarstefnu ásbl. 19. aldar. Þetta verkhans er af hinu glaðværa rómantiska taginu og er ásamt sónötum Brahms (1833—97) ein af fáum 19. aldar fiðlusónötum eftir daga Beethovens, sem enn halda vel velli. Maður og pianó Siðan hefst norræn menn- ingarvika og Jorma Hynninen reynist harla hressilegur baritón baktryggður af Ralf Gothóni. Hann byrjaði á Feröasöngv- um eftir enska þjóöernissinnan Ralph Vaughan Williams (1872—1958) við texta eftir Robert L. Stevenson. Ensk hljómsalamúsik hafði i hálfa aðraöld eða frá dögum Purcells (1659—95) mestmegnis veriö endurómur af þýskri og Italskri tónlist. Vaughan Williams vildi klippa á þessi tengsl og skapa meiriháttar þjóðlega enska músik. Hann fór straxum alda- mótin að safna enskum þjóðlög- um og vinna Ur þeim. Hann gat gengiö svo langt i þjóðrembunni að kalla tónlist Verdis „gamalt Italskt gaul” og segja um Gustav Mahler, að hann væri svo sem „viðunandi eftirliking af tónskáldi”. En hann sagði lika um mannsröddina, að hún væri elst allra hljóðfæra og hefði ekki breyst um aldir. HUn væri I senn hið frumstæðasta og nútimaleg- asta, enda nærfærnasta tjáningarform mannsins. Jorma fór rétt þokkalega með þessa Songs of Travel, en færðist allur i aukana, þegar kom að landa hans Yrjö Kilpinen (1892-1959). Þessi tón- smiður er vist ekki ýkja kunnur hérlendis, en hann hefur verið ljóðsöngvakóngur Finna á þessari öld. Og I þessum söngvum skildi maður, hvað Jorma var að fara, þótt ekki skildist eitt einasta orð nema kannski Millh maksan maammon maion. Enda söng hann af talsverðum hita. Breyting andrúmsloftsins frá ensku lögunum yfir I þau finnsku minnti raunar duggunarlitið á það, þegar Islendingar og Finnar á sam- norrænum fundum rotta sig saman i móttökum, af þvi þeim liður illa innanum allt þetta skanódaniska mállýskubabl. Þar úti hornum geta þeir gert sig skiljanlega hvor öðrum á hinni taktföstu finnsk-sænsku ellegar notast bara við ,,skál„ og „kippis”. Ég held við geymum gamla Sibelius til betra næðis, en nokkrum orðum verður aö fara um sföasta ljóðameistarann á efnisskránni, austurrikis- manninn Hugo Wolf (1860-1903). Hann hlýtur að teljast mestur þeirra af þýsku bergi — á eftir Schubert (1797-1828) og Schumann (1810-1856). Hugo var harla óstýrilátur eldhugi á ýmsa vegu, tolldi illa I tónlistarskóla og var ofstækis- fullur dýrkandi Wagners, en fjandmaður Brahms. Kom þetta ekki sist fram i eitruðum, en litt yfirveguðum skrifum hans sem tónlistargagnrýnanda á yngri árum, sem auðvitaö uröu eftir- sótt lestrarefni. Hann vann yfirleitt 1 skorpum og lauk löngum söngvaflokkum við ljóö stórskálda á nokkrum vikum eða mánuöum. Þess á milli lá hann i þvi með eftir- fylgjandi þunglyndis- og sjálfs- fyrirlitningarköstum, sem við túristar þekkjum. Siðan reis hann upp á ný svo fullur af sjálfstrausti, að hann veigraði sér ekki við að semja lög við sömu ljóð og þeir Schubert eða Schumann höfðu gert áður. Hugo varð ekki langlifur fremur en þessir fyrirrennarar hans og dvaldi reyndar 6 siðustu æviárin á spitala með sambland af sjúkdómum þeirra beggja. En á sinum bestu stundum var sem honum tækistað lifa sig svo inn i sál ljóðskálda, að fullkom- inni einingu ljóðs og lags virðist náð. Mörg kvæði, sem áður þóttu fullgóö af eiginverðleik- um, verða vart lesin án innra söngs, a.m.k. siðan Hugo Wolf tónskreytti þau. Jorma söng 5 stykki af 51 úr von Eichendorff-ljóöaflokknum og fór oft á kostum. Einkum skal tiltekiB lagið Heimþrá, sem að visu hefur óvenju mikinn farnað af sjálfu sér. Skuggsjá sendir frá sér 20 bókatitla í bókaflóðið Pælingar og léttrokk Bókaútgáfan Skuggsjá sendir frá sér i haust hvorki meira né minna en 20 bækur. Af þcim eru reyndar fjórar bækur heildarUt- gáfa á verkum Einars Benedikts- sonar. ,,L jóðasafn I-IV” er i handhægu broti, ekki ósvipuðu frumUt- gáfunni. Kristján Karlss. sem annaöist Utgáfuna, ritar formála að fyrsta bindi. I þvi er einnig m.a. Kvæði, Ur Kvæðum og sögum. I öðru bindi er m.a. aö finna Hrannir og Voga, i þriðja bindi ritgerðSigurðar Nordal um Einar og ritgerð Guðmundar Finnbogasonar um skáldskap hans, og i' fjóöa bindinu er Pétur Gautur, auk ýmissa kvæða og at- hugasemda, sem ekki voru i frumUtgáfunum. Asgeir Jakobsson hefur skráð „Tryggva sögu Ófeigssonar”, sem er mikil bók aö vöstum og rikulega myndskreytt. „Syrpa Ur handritum Gisla Konráðssonar” hefur að geyma safn þjöðsagna hvaöanæva að af landinu, en l bókinni „Undir merki llfsins” eft- ir dr. Vilhjálm Skúlason, er fjallaö um störf heimskunnra vis- indamanna. I bókinni eru 20 mannamyndir eftir Eirik Smith listmálara. „Frá Hllðarhúsum til Bjarma- lands” er endurprentun minningarbókar Hendriks Ottós- sonar, en hún hefur verið ófáan- leg i áratugi. 1 bókinni segir Hendrik frá æskuárum sinum i Vesturbænum i upphafi þessarar aldar. Þá sendir Skuggsjá frá sér þriöja og siðasta bindið i bóka- flokknum „Móðir min — hús- freyjan”,sem GIsli Kristjánsson ritstjóri hefur séð um. I þessari bók rita sextán Islendingar um mæður sinar. „Umleikinn ölduföldum” eftir Játvarö J. Júliusson er hinsvegar sagalönguliðinna tima og spann- ar yfir tvær aldir, eða sex kyn- slóðir. Fyrirferöamesti þáttur þessarar bókar fjallar um Eggert Ölafsson I Hergilsey og þrjár kon- ur hans, heitkonu og tvær barns- mæður. „Sýnir á dánarbeði” eftir Erlend Haraldsson og Karlis Osis fjallar um dauöann og það aö deyja, og er byggð á rannsóknum og viðtölum viö hundruð lækna og hjúkrunarfólks. „Að sigra óttann og finna lykil lifshamingjunnar” eftir Harold Sherman fjallar hinsvegar um hugrænar aðferöir til aö opna fyrir aukabirgðir af skapandi lifsorku, sem kvað búa með hverjum manni. Takist manni að nýta þessa orku er lifs- hamingja, sigur á óttanum, innri friður, jafnvægi og hamingja tryggð að sögn höfundarins. Gunnar M. MagnUs hefur skráð samtalsþætti við Unu Guðmunds- dóttur i' Sjólyst I Garöi, „Völvu Suðumesja”, þar sem hUn segir frá dulrænni reynslu sinni, m.a. i gegnum si'ma. Þá hefur Skuggsjá Ut tvær svo- nefndar „háspennusögur”. Báðar eru þær norskar og fjalla um baráttu Norömanna gegn nasist- um i seinni heimsstyrjöldinni. Onnur heitir „Barátta Milorg D 13” og er eftir Kjell Sörhus og Rolf Ottesen, hin „Teflt á tvær hættur”, eftir Per Hanson. Þá skulu taldar til þrjár nýjar bækur i bókaflokknum „Rauðu ástarsögurnar”. Þaö eru „Hamingjan handan hafsins” eft- ir Else-Marie Nohr, „Ekkjan unga” eftir Margit Söderholm og „Grýtt er gæfuleiöin” eftir Sigge Stark. Loks má nefna tvær skemmtisögur, sem eftir nöfnunum að dæma eru þó ekki siður ástarsögur en hinar fyrr- töldu: „Leyniþræöir ástarinnar” eftir Theresu Charles og „Tvifari j drottningarinnar” eftir Barböru Cartland. Wajda í Fjalaketti NU stendur yfir á fullu sala Fjalakattarins á vetrarkortum. Tvær myndir hafa þegar veriö sýndar á þessu starfsári á vegum klúbbsins og sú þriðja, Aiit er f alt, verður núna um helgina. Þetta er mynd pólska leikstjór- ans Andrzej Wajda, þess sem væntanlegur er á kvikmynda- hátiðina á næsta ári. Wajda er vafalitið þekktasti og virtasti leikstjóri Pólverja, og sérstak- lega er hann þekktur fyrir sam- starf sitt með leikaranum Cy- bulski, sem lést af slysförum I blóma lifsins. — GA Ciiff Richard & Shadows SU var tiðin er Cliff Richard & Shadows trylltu flestar piur undir og yfir tvitugu uppúr skónum. Nú eru þessar plur orðnar mömmur (og sumar ábyggilega ömmur) og sjálfsagt litið I djamminu lengur (Ó, hve glöð varvor æska!). En Cliff Richard & Shadows láta engan bilbug á sér finna og eru enn sömu „rokkuðu unglingarn- ir” og þeir voru fyrir rúmlega 20 árum, þegar Cliff kom fram sem svar breta við Presley Bandarikj- anna. Og enn eruþeir nokkuð tlðir gestir I efstu sætum vinsældar- listahna. NU slðast Cliff með plöt- una Roch’n Roll Juvenile, sem geymir lagið We Don’t Talk Anymore, og Shadows meö String Of Hits, sem selt aðallega útá Ut- gáfu þeirra af Theme From Deer Hunter. Rock’n’Roll Juvenile inniheldur tólf lög, flest samin af Terry Britten, en Cliff samdi sjálfur titillagið. String Og Hits, inniheldur, svosem titillinn ber með sér, 12 vinsæl lög undanfarinna ára ss. Riders In The Sky, Bridge Oven Troubled Water, You’re The One That I Want, Don’t Cry For Me Argentina og Theme From The Deer Hunter, svo einhver séu nefnd. Santana — Marathon Allt frá þvi Carlos Santana kom fram meö hljómsveit sina á Woodstockhátiöinni fyrir 10 árum siöan hefur hann verið eitt stærsta nafnið i heimi rokktónlistarinnar. NU er ný plata frá honum ab koma á mark- aðinn og heitir Marathon. Marathon er beint framhald plötunnar Inner Secrets sem kom út I fyrra, og boðaði nýja og meira „commercial” stefnu Santana. Og þarsem sú plata náði miklum vinsældum, má búast viö þvi að sama veröi uppá teningnum með Marathon. Þær breytingar hafa orðið á skipan Santana að Greg Walker söngvari er hættur, en I stað hans kominn Alexander J. Ligertwood, sem einnig leikur á gitar. Að öðru leyti eru sömu menn i hljómsveit- inni og á Inner Secrets. Sem fyrr segir er Marathon á sömu linu og Inner Secrets, nema aö minna er um utanaökomandi lög, reyndar engin. öll lögin á Marathon eru eftir Santana og félaga. MIKE Batt — Tarot Suite Mike Batt — sem er einn merkasti rokktónlistarmaður breta seinni ára — var að senda frá sér aðra sólóplötu sina, og kallar hana Tarot Suite. Nú hafa sjálfsagt margir aldrei heyrt Mike Batts getið, hvað þá að hann sé merkilegur músikant. En það kemur til af þvi aö hann hefur starfaö mest af ferli sinum „aö tjaldabaki” ef svo má segja, aöstoöaB fólk, en litið veriö sjálfur i sviðsljósinu. Meðal þeirra sem hann hefur samiö lög, útsett, stjórnað upptökum, og spilar fyrir má nefna Family, Steeley Span, Elkie Brooks, Lindu Lewis, Troggs, David Essex og Art Garfunkel. Einnig hefur hann samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti og sfeð um útgáfu popptónlistar i sinfóniubúningi. Fyrsta sólóplata Mike Batts, Schizophonia, kom út fyrir tveim- ur árum og hlaut mikið lof hjá hljómplötugagnrýnendum. Tarot Suite er samfellt verk sem speglar i tónlist hugmyndir Mike Bratts um tarotspilin. En i staö þess aö túlka tónlistarlega sérhvert af hinum 21 aðalspilum útaffyrir sig, spinnur Mike Batt sögu sem sameinar þau. Tarot- svitan fylgir örlögum manns, sem stendur fyrir Bjálfaspiliö (The Fool), á ferðalagi hans gegnum lifið. Margir kunnir hljóðfæraleikar-: ar aöstoða Mike Batt við flutning Tarotsvitunnar ss. söngvararnir Colin Blunstone og Roger Chap- man, gitarjeikararnir Chris Spedding og Rory Callagher, stál- gitarleikarinnB. J. Cole, og fleiri, að ógleymdri Sinfóniuhljómsveit Lundúna. Sjálfur leikur Mike Batt á öll hljómborðin og syngur. Þó Tarotsvitan sé samfellt verk, þá eru nokkur lög á þessari plötu sem geta staðið ein og sér og fariö inná vinsældarlistana, og ber þar hæst lagiö Run like The Wind, en Losing Your Way In The Rain og Lady Of The Dawn fylgja fast á eftir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.