Helgarpósturinn - 12.10.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 12.10.1979, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. október 1979 —he/garpásturinn. 71 NAFN: Sighvatur Björgvinsson FÆDDUR: 23. janúar 1942 STAÐA: Þingmaður og formaður þingflokks Alþýðuflokksins HEIMILI: Kríuhólar 2, Reykjavík HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Björk Melax og eiga þau þrjú börn og eitt fósturbarn BIFREIÐ: Scout 2 jeppabifreið, árgerð 74 ÁHUGAMÁL: Ýmis, en lítill timi vegna anna í pólitisku starfi VIÐ ERUM EKKI BORGARSKÆRULIÐAR Fátt er um annaö rætt þessa dagana en pólitlk. Útganga Alþýöuflokksins úr rikisstjórn ólafs Jóhannessonar kom eins og köld vatnsgusa framan i marga. ólafur hefur I framhaldi af þvi beö- ist lausnar fyrir sig og ráöuneyti sitt. Mjög er óvist um stjórnmálaþróunina eins og staöan er I dag. Veröur kosiö i desember eöa veröur mynduö starfhæf rikisstjórn. Ýmsir möguieikar eru innt myndinni. Akvöröun þingflokks Alþýöuflokksins kom öliu þessum stjórnmálahræringum af staö. Flokkur- inn vill kosningar og segist gripa tii alira tiltækra ráöa til aö koma megi þeim á. Sighvatur Björg- vinsson formaöur þingflokks Aiþýöuflokksins er í yfirheyrsiu Helgarpóstsins i dag. 77 Hvers vegna slitu Alþýöu- flokksmenn stjórnarsamstarf- inu jafnskyndilega og raun bar vitni? „Þetta eru alls ekki skyndileg slit, þó svo aö ákvöröunin kunni aö koma á óvart. En viö erum búnir aö reyna aö ná árangri I þessari rikisstjórn I rúmlega eitt ár. Viö höfum þrisvar sinn- um á þessu timbili lagt fram til- lögur um samræmdar aögeröir gegn veröbólgu sem heföu getaö leitt til árangurs og náö verö- bólgunni niöur i 28%-34% verö- bólgustig núna i árslok. Nú er veröbólga hins vegar 53%-55%. Engar af okkar tillögum hafa fengist samþykktar og árangur- inn er þessi,Viö geröum lokatil- raun núna i haust þegar ákveöa átti stefnu ríkisstjórnarinnar i rikisf jármálum og efnahags- málum almennt. Sú fjóröa til- raun rann Iíka út i sandinn. Þá fannst okkur ekki verjandi aö halda þessu áfram. Þiö hafiö lýst þvi yfir, aö þiö heföuö vitneskju aö Alþýöu- bandalagiö hygöist slita I þess- ari viku. Hvaöan kemur sú vitneskja? „ Þaö er ekki hægt aö segja aö vitneskja hafi legiö fyrir. Þaö var aftur á móti okkar mat, aö þeir hafi haft I undirbúningi áform um stjórnarslit.” Haföi þetta mat á ráöagerö- um Aiþýöubandalags einhver áhrif á þessa hraöferö ykkar viö stjórnarslitin. Vilduö þiö um- fram allt veröa á undan? „Nei þaö réöi engu um ákvöröun okkar. Þaö sem réöi ferðinni var einfaldlega þaö, aö rikisstjórnin gæti ekki komiö til þings án sameiginlegrar stefnu I veigamestu málaflokkunum. Rikisstjórnin gat ekki komiö sér saman um úrræöi gagnvart fyrirliggjandi vandamálum. Og rikisstjórn getur ekki komiö fram fyrir þjóöina i upphafi þings meö 55% veröbólgu og tómar hendur. Þaö heföi veriö ábyrgöarleysi. Þess vegna töldum viö eina ráöiö aö hætta þessu og fá nýjar kosningar. Til að kosningar gætu oröiö I haust uröum viö aö slita núna Þú vilt sem sagt ekki staö- festa aö þiö hafiö verið I kapp- hlaupi viö Alþýöubandalagiö um þaö hvor flokkurinn yröi á undan úr stjórninni? „Viö vorum I engu sliku kapp- hlaupi.” Nú hafa ýmsir þingmenn Alþýöuflokksins veriö meö yfir- lýsingar f fjölmiölum alian starfsferil þessarar rikisstjórn- ar aö Alþýöuflokkurinn skyldi út. Hafiiö þiö I raun ekki veriö I stjórnarandstööu allan timann. „Nei, þaö höfum viö ekki ver- iö. Viö sem erum I stjórnmála- ; starfi frá degi til dags sjáum ! þaö fyrir hvaö muni gerast I j hinum ýmsu málum eftir ákveöinn tima. Viö sáum þaö fyrir fljótlega, aö meö óbreyttri stefnu þessarar rikisstjórnar væri ekkert fyrirliggjandi nema þróun niður á viö. Viö vildum breyta stefnunni i rétta átt, en fengum ekki hljómgrunn. Hingað til hefur þetta veriö þannig, aö þótt stjórnmálamenn hafi séö fram á þaö, aö tilraunir þeirra til aö stjórna þjóöfélag- inu skynsamlega hafi mistekist þá hafa þeir samt sem áöur þrjóskast viö aö sitja. Og hafa setið, og setiö og setiö, þangaö til annaöhvort launþegasamtök- in eöa kjósendur hafa sparkaö stólunum undan þeim. Þaö er hinsvegar I samræmi viö okkar viöhorf og starfsaöferöir aö þegar viö sjáum þaö og vitum aö þetta er tilgangslaust þá þrjóskumst viö ekki viö aö sitja, heldur stöndum upp, segjum þjóöinni skoöanir okkar og för- um. Þaö er heiöarlegt, drengilegt og karlmannlegt.” Hafiö þiö Alþýöuflokksmenn veriö fullkomiega ábyrgir I þessari stjórn? „Já.” Og heilir? „Já.” Gátuö þiö nokkurn tima vænst þess aö fá öil ykkar stefnumal I gegn, þar sem þiö voruö 1/3 hluti stjórnarinnar? „Nei, en viö áttum von á þvi aö það næöi fram aö ganga sem viö sömdum um I stjórnarsátt- málanum. Og i stjórnarsátt- málanum er sérstaklega tekiö fram aö rikistjórnin muni draga markvisst úr veröbólgunni meö nýjum úrræöum. Og fyrir þvi böröumst viö I sföustu kosning- um og fengum okkar fylgi út á. þettahafa bara hinir stjórnar- flokkarnir ekki staöiö viö.” Nú geta ný úrræöi veriö á ýmsan veg og þurfa ekki endi- lega aö fara alfariö saman viö ný úrræöi Alþýðuflokks. Var þá stjórnarsáttmálinn ekki of op- inn strax i upphafi? „Jfl, þaö er rétt. Stjórnarsátt- málinn var of opinn. Ég var á sinum tima andvlgur þvl, aö viö gengjum til stjórnarsamstarfs á grundvelli þessa stjórnarsamn- ings. Sú afstaöa min rhótaöist ekki af þvl aö ég væri andvlgur þvl aö vinna meö Alþýöubanda- lagi og Framsóknarflokki. Slöur en svo. En ég vildi ekki aö Alþýöuflokkurinn gengi til neins stjórnarsamstarfs viö þær aö- stæöur sem voru a slöasta hausti, nema þaö væri naglfast hvaö ætti aö gera. Stjórnar- samningurinn naglfesti þetta ekki.” En getur 14 manna þingflokk- ur af 60 nokkurn tima búist viö þvi aö hans stefna veröi sú stefna sem ráöi rikjum? „Nei, 14 manna þingflokkur getur ekki ráöiö feröinni i 60 manna þingi. En 14 manna þingflokkur getur ráöiö því hvort hann tekur þátt I þeim aö- geröum sem hann trúir ekki á. Okkar 14 manna þingflokkur stjórnar sjálfum sér. Þaö sem viö höfum sagt núna, er aö Al- þýöuflokkurinn tekur ekki leng- ur þátt I þessu fyrirtæki.” Heföu ykkar úrræöi þá kannski náö lengra I stjórnar- andstööu? „Þaö veit ég ekkert um. Þá heföum viö aö minnsta kosti getaö reynt aö koma á framfæri meö málflutningi okkar hreinni og ómengaðri stefnu.” Er þessi 14 manna þingflokk- ur Alþýöuflokksins stjórnhæf- ur? „Já, þessir menn okkar hafa sýnt þaö, aö þeir eru ákaflega frjóir, hugmyndarlkir, hafa mikiö baráttuþrek og eru sjálf- stæöir.” Þekkja þingmenn Alþýöu- flokksins hugtakiö málamiölun — þá málamiölun innan rikis- stjórnar? „Viö höfum ekki gert annaö undanfariö ár en fallist á mála- miölanir.” En veröa ekki starfshættir óumflýjanlega slikir I þriggja flokka samsteypustjórn? Lá þaö ekki fyrir strax i upphafi? „Ég læt þaö nú vera. Menn geta aldrei komiö fram með sterka og samræmda stefnu, ef tillögur allra eru útþynntar. Þaö gekk bæöi illa aö koma saman meginlínu ríkisstjórnarinnar I mikilvægum málum, auk þess sem erfiðlega gekk aö fram- fylgja og framkvæma þær meginllnur sem þó var sam- staöa um.” Telja Alþýöuflokksmenn væn- legri leiö aö ná samkomulagi innan rikisstjórnar I gegnum fjölmiöla heldur en á málfund- um innan hennar? „Nei, á hinn bóginn vill Al- þýöuflokkurinn starfa fyrir opn- um tjöldum. Aö menn séu ekki aö dylja hugsanir slnar. Þetta hefur bæöi kosti og galla. En al- menningur verður á aö velja um það, hvort hann vilji stjórnarfar þar sem upplýst er hvaö sé á seyöi, eöa stjórnarfar þar sem baktjaldamakkiö ræöur húsum. Við teljum aö fólkiö eigi um- búöalaust aö fá aö heyra sann- leikann hvort sem hann er þægi- legur eöa óþægilegur.” Þú telur ekki aö striösleturs- yfirlýsingar ykkar i blööum stiöastliöiö ár hafi gengiö of langt? „Nei, þaö tel ég ekki vera.” Er ekki siöferöileg skylda ykkar Aiþýöuflokksmanna aö stýra minnihlutastjórn fram aö kosningum þegar þiö brjótiö upp ólafsstjórnina? „Þaö eru margir möguleikar til i þvl efni, en siöferöileg skylda okkar Alþýöuflokks- manna er aö stuöla aö þvi aö unnt veröi aö kjósa þegar I haust, til aö ný meirihluta ríkis- stjórn geti tekist á viö vandamál ársins 1980. Okkar skylda er aö gera þaö sem gera þarf til kostningar geti fa iö fram á þessu hausti.” Er þá ekki mjög iiklegt aö þiö takiö þátt I rikisstjórn fram aö kosningum? „Okkar skylda er aö tryggja þjóöinni kosningar I haust og ef til þess kemur að Alþýðu- flokkurinn þurfi aö taka þátt I rikisstjórn I stuttan tlma, til aö svo geti oröiö, þá ber okkur skylda til aö gera þaö. Viö höf- um t.a.m. ljáö máls á þvl, aö sitja áfram I núverandi ríkis- stjórn þar til kosningar hafa fariö fram ef forsætisráöherra féllist á þá tillögu okkar aö rjúfa þing og efna til kosninga I haust.” Ef sú staöa kæmu upp aö þiö yröuö aö stýra minnihiutastjórn tii aö tryggja aö kosningar færu fram I haust. Mynduö þiö taka siikan kost? „A þessu stigi málsins er ver- iö aö ræöa þessa möguleika I stofnun Alþýöuflokksins og eng- in afstaöa veriö tekin ennþá meö hvaöa hætti viö þyrftum aö standa aö þingrofi og boöun nýrra kosninga. Þvl get ég ekki svarað spurningunni á þessu stigi málsins? (Jtiiokar þú þennan mögu- leika? „Ég útiloka enga möguleika.” Veröa ykkar lausnir á efna- hagsvandamálum i framtiöinni þær aö efnt veröi tii kosninga? Ef til vill kosningar árlega? „Ég held aö þaö hafi veriö Alþýöubandalagiö sem hafi búiö til slagoröiö, „kjörseöilinn er vopn I kjarabaráttu”. Þegar engin samstaöa er á milli flokka um nein úrræöi I 50-60% verö- bólgu, þá teljum viö aö kjósend- ur eigi aö fá aö nota þetta vopn sitt I kjarabaráttunni.” Er ástæöa til aö ætla aö ykkur takist betur upp meö ykkar stefnumái eftir desemberkosn- ingar, þegar skoöanakannanir sýna aö þiö hljótiö minni þing- styrk en nú er? „Við stefnum ekki I kosningar til aö fá minni þingstyrk. Viö stefnum I kosningar til aö fá þjóöina til aö skera úr um þau mál sem upp eru komin. Ég vænti þess, eöa minnsta kosti vona ég þaö, aö okkar aöstaöa veröi til aö koma okkar málum fram veröi betri og sterkari en nú er.” Þiö eruö ekki meö þessum stjórnarsiitum aö f á á silfurfati Sjáifstæöisflokknum meiri- hiutaaöstööu I Alþingi? „Ég hef ekki nokkra trú á þvl aö hann nái meirihlutafylgi á Alþingi. Þaö er svo skammt sfö- an stefna hans beið algert skip- brot og á ekki von á þvlað tiltrú fólks á þeim flokki hafi aukist aö marki.” Attu von á þvi aö hinir fiokkarnir og stefnumiö þeirra breytist eftir desemberkosn- ingar? „Þaö er ómögulegt aö segja, en ég er aö vona þaö aö kosningaúrslit kenni flokkunum ákveöna lexíu.” Nú viröist sem hægri sveifla sé I gangi 1 öörum Evrópurikj- um.Eru þá kosningar hér heima núna nokkuö annaö en vatn á myllu Sjálfstæöisflokksins? „í kosningum sem fram fara á tslandi, kjósa islenskir kjós- endur en ekki fólk frá öörum löndum.” Er vinstri stjórn úr sögunni næstu áratugi eftir þetta skip- brot? „Nei.” Hafa verið viöreisnardraugar I flokknum ailan þennan rikis- stjórnartima? „Ekki hef ég orðiö var viö þaö. Þaö hefur aö minnsta kosti engin sllkur draugagangur ver- iö nálægt mér. Ferö þú fram á móti Karvei Pálmasyni I prófkjör á Vest- fjöröum? „Ég hef ekki afráöiö neitt um þaö. Ég hef aö auki engar fréttir fengiö af þvl aö Karvel ætli I prófkjör hjá Alþýöuflokknum, þótt ég hafi lesiö I blööum aö von væri á framboðsákvörðunum Karvels og Carters slöar I þess- um mánuöi.” Hvenær kasta kratar næstu sprengju? „Viö höfum nú ekki kastaö neinum sprengjum. Viö erum ekki borgaraskæruliöar.” eför Ouðmund Áma Stefánsson-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.