Helgarpósturinn - 18.01.1980, Page 5
helgarpósturinrL. Föstudagur 18. janúar 1980.
5
ROPKOKTEILL
Ég var boöinn i siðdegis-
drykkju eða kokteil rétt fyrir
áramót. Kokteillinn var fram-
inn á ritstjórn þessa herlega
blaðs, sem festir á hvitt margt
það er ég læt frá mér fara um
hitt og þetta. Jólaundirbúningur
I hámarki, allir meira eöa
minna ruglaðir af erli og
áhyggjum þvi fáir ætla sér af
um þettasinn, kaupæðið hlaupið
I menn fyrir löngu og rennur
ekki af þeim fyrr en jólin eru
horfin fyrir hornið og menn
setjast upp við dogg og spyrja:
Hvað gerðist:
Ég er óskaplega litið fyrir
svona kokteila. Samt mætti ég,
gat ómögulega neitað mér um
ókeypis Fresca sem mér veittu
af rausn, strákarnir sem reka
þennan póst. Þrjár flöskur af
Fresca, sem þeir veittu með
brosi, gáfu mér tilefni til að
halda að liklegast græddu þeir á
þvl að safna saman greinum lið-
legra manna og gefa út á eitt
þrykk til gamans alþýðu manna
sem les næstum þvl allt sem
tollir á pappir. Sérstaklega
hverja guðshelgi, þegar ekkert
er framundan nema safna
dreifðum fjölskylduaðilum
saman á einn stað,smala þeim I
bllinn og aka af stað I veg fyrir
rjómals með súkkulaðildýrfu,
slöan Ægissiðuna út á Nes og
niður á hötn að horfa á Akra-
borgina tyggja bila áður en lagt
er á úfið hafið og salernast á
Akranesi.
Ég kom seint I kokteilinn, hef
reyndar þó gaman af að vera
stundvis svona daglega til að
striða mínum nánustu, sem lifa
I mikilli fjarlægð við apparöt
sem staðsetja timann og telja
niðri okkursekúndur svo maður
geti nú elst I einhverju öryggi.
Þegar maður hinsvegar er
boðinn I veislu eða I leikhús,
þykir mér gaman að koma
mátulega seint, svo allir vití nú
að ég er mættur — þessi elska!
Ég hafði svo gott sem þotið Ur
þeirri vinnu sem ég stunda, þeg-
ar ég er ekki að gera eitthvað
annað, farið i önnur föt, sett upp
bindi og bundið það undir hvitan
flibba. Þegar ég mætti var ég
glerfinn. Ritstjórn þétt staðin
fólkioghölluðusumir sérupp að
afgreisðluborðinu af gömlum
barvana, drukku rauðvin minn-
ir migað það heitien ég á stund-
um vont með að átta mig á lit-
um, kann ekki litina ef svo má
orða það. Stundum brugðu þeir
á leik og brauðsneiðar og
minntu mig stundum á silung-
anaheitnu, sem voru I tjörninni
á Laugum I Reykjadal og átu
fransbraut með sultutaui eins
og kavalerar við danska hirð.
Þaðvar mikiö talað. Ég reyndi
árangurslaust að komast inn I
umræður en án árangurs, há-
vaði máls of; mikill og þeir sem
séu mig opna munninn og loka,
héldu bara að ég væri að tyggja
brauðið, og hugsuðu: hann
tyggur vel þessi!
Ég er ekki til frásagnar um
rauðvinsmagnið, einstaka alúð-
legir menn komu til min og tóku
I hendur mi'nar, og voru glaðir.
Þegar ég hafði lokið úr minni
þriðju Fresca, bauð ég góða
nótt eða eitthvað svoleiðis ög
fór i sjöbió. Menn taka oft upp á
ýmsu skemmtilegu þeir þeir
koma úr kokteil.
Nú læt ég mig ráma I kokteil
sem ég var boðinn i eitt sinn fyr-
ir langa löngu og var um vetur.
Breska sendiráðið hélt boð inni
fyrir söngkonuna ölmu Cogan,
sem lést fyrir aldur fram. HUn
hafði komið að syngja okkur
heita. Núna hafði hún valið mig
sinn escort, þvi ég var klaufi i
etíkettum og samtölum undir
rós. Sendiherra þá varð heims-
frægur fyrir pianóleik á ógnar-
stund, tók sig til og skrifaði bók
um laxveiðar og drykkfelda em-
bættismenn að mig minnir, var
með sjóræningjaskegg við hæfi.
Hann stóð við dyrnar i salinn
þegar við Alma mættum til
leiks. Hann heilsaði henni ljúf-
lega og komst fljótt að þvi að ég
var i'slenskur maður. Tók hann
þá að segja ölmu sogur af is-
lenskum, sem ætu ekkert annað
en bloody fish og ættu litla
framtið fyrir sér i krikkett, eins
og þeir köstuðu grjóti. Ég átti
engin orð til varnar, enda slæm-
ur samkvæmismaður og feim-
inn og þarna sleginn Ut af laginu
strax i fyrstu lotu. Alma bjóst til
varnar oglagði svo til atlögu við
sendiherrann og bar okkur slikt
orð, að það var eins og hún hefði
búið hér lengi. En það man ég
að hún ætlaði sem fyrst á brott
úr þessum kokteil og bað mig
þess i stað koma að skoöa end-
urnar á tjörninni.
Það sækir lika á minni mitt
annar kokteill. England 1951 og
varla búið að taka til i Lundún-
um eftir strlðið. Allt var
skammtað, eitt egg á viku og ég
vissi aldrei hvenærégátti að eta
það. Kjötskammtur vikunnar
dugði i sunnudagsmatinn og
aldrei afgangur handa hundin-
um. Brauð var nóg, aðallega
hvitt og óhollt. Vinur minn einn
átti hænu i horni garðsins, og
var refsað fyrir það, með þvi að
taka af honum einn skömmtun-
arseðil. Virka daga lifði ég á tei
og kleinuhringjum. Eitt sinn
hafði mér tekist að safna sæmi-
legum skammti af kótelettum
og tveimur elskulegum ballett-
námsmeyjum fslenskum tii að
steikjamérþær. Af þeirriveislu
segir fátt, þvi ég fékk matar-
eitrun og missti Ur mérinnvolsið
Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson —Jónas Jónasson —
Magnea J. AAatthiasdóttlr — Páll Heiðar Jónsson — Steinunn
Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson
Hringborðið
I dag skrifar Jónas Jónasson
Hig
IJfC '9 * *| hm A B H IéS
BKm
> t -j; S l |áj Hla i) 1] I í 1 1 'Jl ol 1|lf[ «■ jsT ip «!• w § 1 ». 1 f? & f|||f —<
og var tómur lengi á eftir.
En það var þessi kokteill
þarna. Vinafólk mitt enskt,
bauð mér.
Meðal gesta var kona ein sem
hafði misst son sinn i striöinu.
Aður en ég vissi hvaðan blésu
vindar, réðist þessi konaá mig,
ungamanninn frá tslandi, þessu
voða landisem efnaðistiog eftír
þetta strið á meöan englar
sukku dýpra og dýpra og var
þetta þó ekki þeirra strið, sagði
konan. Ég var lika feiminn og
slæmur samkvæmismaður
þetta sinnið og stóð þarna illa
hönnuð samviska þjóðar, sem
ekki sendi menn á vigvöll að
berjast með breskum i annarra
manna striði. Var fátt um varn-
ir, enda ég þá ekki kominn i vin-
skap við skáld sem i fyrra striði
fór i sparibuxurnar sinar og
sigldi frá Kanada til Evrópu og
gerðist soldát, og labbaði suður
alla Belgi'u að svipast um eftir
striðinu en fann aldrei. Hann
reyndi þó!
Enn varð annar til að bjarga
sóma minum. Vinur minn gest-
gjafinn, sem auk þess var vinur
konungsins og alvanur kokteil-
um i' garði hans, lagði nokkur
orð i rauðan belg og talaði um
sjómennina i'slensku sem sigldu
henni i soðið og komu ekki allir
aftur.
Mig minnir það væri þá sem
ég ákvað að mér þættileiðinlegt
i kokteilum.
Svo man ég kokteil einhvers-
staðar á Miklubraut hjá góðvini
og samstarfsmanni sem hafði
orðið það á að verða eitthvað
eldri. Gestgjafinn söng Glori
Halelúja allan afmælisdaginn,
allt afmæliskvöldið og alla nótt-
ina annars I afmæli, en annar
hver gestur fór á rassinum nið-
ur stígann. Sameiginlegt öllum
þessum kokteilum er það, aö ég
heyrði engan mann ropa! Og
þar með man ég loksins hvaö ég
ætlaði að tala um í þessum
skrifum!
Hafið þið tekið eftir hinum
nýja talsmáta stráklinga, sem
eru nýbúnir að fá náttúruna og
raka sig hvað sem hver segir?
Þeir ropa i tima og ótima. Eink-
um er vinsælt að ropa i kvik-
myndahúsum hátt og snjallt,
einkum i þeim atriðum myndar
hvar rikir þögn. Einnig má
heyra þetta nýja tjáningarform
á götum úti og sérlega ef maöur
mætir nokkrum nýnáttúruðum
strákum i hópi. Þá ropar ein-
hver i hópnum en afgangurinn
hlær óskaplega.
Ekki hef ég orðið fyrir þvi að
mér sé ropaði'einrúmi eða beint
framan i mig og telst heppinn.
Hinsvegar á gamalt fólk, konur
þó miklu mest, erfitt að átta sig
á þessari nýislensku. Þegar þær
voruungar þessargömlu konur,
gengu voðasögur af eskimóum
sem ropuðu takk fyrir matinn.
NU hefur nýjaisland tekið upp
þennan talsmáta og það án þess
að bragða mat.
Éghef ekki enn náö fyndninni
semfýkurút með ropum en án
efa kemur út roporðabók fyrir
eldri menn. Þá getum við tekið
undir ropið og talist fólk.
Þá hlakka ég til aö mæta i
næsta kokteil Helgarpóstsins og
ropa um stund framan i kollega
og njóta uppbyggUegs ropa
þeirra Póstsmanna og gera mér
gott.
Guð hvað ég hlakka til.
Simi 75253. Sjálfvirkur simsvari utan skrifstofutima tekur
viS skilaboSum. Við hringjum siðan i þig.
flKRflft /f
Box 9030, 129 Reykjavik
Smeliupanell er nýstárleg utanhússklæðning sem býður
upp á ótrúlega fjölbreytni i útliti.
+ Auðveld og fljótleg uppsetning.
-— Hönnuð sérstaklega fyrir þá, sem vilja klæða sjálfir.
* Engir naglahausar til lýta.
— Smellupanelnum er smellt á sérstakar uppistöður.
* Loftræsting milli klæðningar og veggjar.
— Þurrkar gamla vegginn og stöðvar þvi alkalískemmdir.
•k Láréttur eða lóðréttur panell i 5 litum.
— Báðar gerðir má nota saman. Skapar ótal útlitsmöguleika.
* Efnið er sænskt gæðastál, galvaniserað með lakkhúð á inn-
hlið. Níðsterk plasthúð á úthlið.
* Allt i einum pakka: klæðning, horn. hurða- og dyrakarmar.
— Glöggar og einfaldar leiðbeiningar á islensku.
Hringið eða skrifið strax eftir nánari upplýsingum.
Ath. Sérstakur kynriingarafsláttur til 15. febrúar n.k.
Smelltu
panel á húsið