Helgarpósturinn - 18.01.1980, Qupperneq 17
Föstudagur 18. janúar 1980
77
Stjórnmálaflokkarnir og menningarmálin:
HVER ER STEFNAN?
Nokkrar umræður hafa farið
fram i fjölmiðlum um menn-
ingarm álastefnu stjórnmála-
flokkanna —eða skort á henni— i
kjölfar greinar, sem Sveinn
Einarsson þjóðleikhiisstjóri skrif-
aði i eitt blaðanna.
Menningarmálastefnan er
nokkuð sem flokkarnir tala litt
eða ekki um i kosningabaráttu,
heldur er hennar einungis getiö á
tillidögum og i skálaræðum,
svona til hátfðabirgöa. Og oft er
það einnigaöathafnir fylgja ekki
orðum.
Helgarpósturinn hafði
samband við talsmenn
stjórnmálaflokkanna fjögurra i
menningarmálum og bað þá aö
gera grein fyrir menningarmála-
stefnu flokka sinna. Þeir eru:
fyrir Sjálfstæðisflokkinn Erna
Ragnarsdóttir, fyrir Alþýðu-
bandalagið Svava Jakobsdóttir,
fyrir Alþýðuflokkinn Jón Baldvin
Hannibalsson og fyrir
Framsóknarflokkinn Haukur
Ingibergsson.
Lesendur verða svo að dæma
um þaðhver fyrirsig, hvert ágæti
þessara stefna er.
Að gera Islenskt
mannlif auðugra
„Við Sjálfstæðismenn triium
þvi að islensk menning sé endan-
legur tilgangur baráttu okkar
fyrir góðum og batnandi lifekjör-
um”, sagði Erna Ragnarsdóttir
formaður menningarmálanefnd-
ar Sjálfstæöisflokksins. „Við telj-
um að fumkvæði og sjdlfstæði i
menningarmálum sé ekki siður
mikilvægt en efnaleg velgengni
og raunar hvort öðru háö.
Að undanförnu hafa þjóðfélags-
umræður hér á landi svo til ein-
göngu sniiist um efnahags og at-
vinnumál. Þvi viljum við
breyta. Vil viljum beita okkur
fyrir heildarathugun á stuðningi
rikisins við hinar ýmsu greinar
menningarmála og á þeim beinu
tekjum sem rikið hefur af slikri
starfsemi. A þeim grundvelli
verði mörkuð stefna sem miði að
þvi að gera islenskt mannlif
auðugra og innihaldsrikara.
Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa
forystu um þróun menningar-
málaogleggurm.a.áherslu á að:
Islensk tunga er undirstaða
menningar okkar og ber að bæta
meðferð hennar i töluðu máli og
rituðu, einkum með þátttöku
skóla og fjölmiðla.
Við viljum hvetja til skapandi
starfs á sviði allra listgreina.
Endurskoða þarf styrkveitingar
með það i huga að ná betri
árangri.
Nauðsynlegt er að framboð
menningarathafna sé sem
fjölbreyttast og sé ekki mál rikis-
ins eingöngu. Við viljum stuðla að
frjálsri list og menningarstarf-
semi einstaklinga og félaga.
Við teljum að skólarnir séu of
laununum til rithöfunda var kom-
ið á i formi Launasjóðs. Við telj-
um einnig að gera þurfi listir i
vaxandi mæli að daglegu viö-
fangsefni almennings, enda eigi
að bjóðast til þess auknar tóm-
stundir. Einn þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, Helgi Seljan, átti
hvað rikastan þátt i að sett voru
leiklistarlög til stuönings frjáls-
um áhugaleikfélögum. Margt
fleira mætti nefna, en i lokin
langar mig að vitna orðrétt i
stefnuskrá okkar sem segir:
„Sósialiskt menningarviðhorf
tekur fyrst og fremst mið af þörf-
um og þroskamöguleikum sjálfs
einstaklingsins og leggur áherslu
á að ytri aðstæður, tengdar eign
og valdi, verði sniðnar eftir
þvi”.”
Styrkir tillistamanna
„Menningarmálastefna
Alþýðuflokksins getur engan
veginn talist fullhugsuð eða
fullmótuð, fremuren stefna ann-
arra flokka i þessum málum”,
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
,,Það er staðreynd, að enginn
stjórnmálaflokkur á tslandi hefur
upp á að bjóða stefnu i menn-
ingarmálum, sem fólgin er i ööru
en frómum óskalistum, sem illa
gengur að standa við i
framkvæmd. Gottdæmi um það,
er sú staðreynd, að af 330
milljarða fjarlögum rikisins, er
0,46% varið til menningarmála
annarra en skólahalds. Fyrsta
spurningin i menningarmála-
stefnu stjórnmálaflokks er yfir-
leitt, hvert skuli vera hlutverk
rikisvaldsins til þess að treysta
einhvern starfsgrundvöll
skapandi listamanna, og þá er
strax komiö að deilumáli um,
hvert eigi að vera hlutverk
kommisarsins i kúltúrnum.
Riki og sveitarfélög veita fjár-
stuðning til leiklistar, áhuga-
manna-og at-
vinnuleikhúsa.
Þaöerekki
fyrr en
' \ núna um
daginn,
aörikið
afsalaði
sér sölu
skatts-
tekjum af
ðgöngumiðum
áhugamanna-
leikhúsa, sem nam
hærri upphæö en
styrkurinn. Að öðru
leyti rekur rikið ein-
hver listasöfn,
veitir svokallaða
listamannastyrki
ogstyrkirstarf
semi frjálsra fé-
laga, sem fást
við menningarmál.
Jafnframt veitir
það einhverjum fjármunum
til hreinna visindarann-
sókna, en sú upphæö er
einhæfir og að þar fari fram ot
mikil mötun. Mun meira skap-
andi og listrænt starf þarf að
koma til. Að mennta fólk í list er
ein forsenda þess að listin sé eðli-
legur þáttur daglegs lifs.
Við viljum auövelda almenn-
ingi þátttöku f listrænu starfi.
Við viljum stuðla að útbreiðslu
Islenskrar listar sem viðast um
heim, ekki siður utan hins
norræna menningarsvæðis en
innan þess.
Við viljum efla listiðn i landinu
bæði meö innlendan og erlendan
markað i huga. Það er
ein forsenda vörugæða og iðn-
aðarstefnu sem hlýtur að
byggjast á islenskum hugmynd-
um og framtaki.
Við viljum endurskoða útvarps
lögin með það tvennt í huga að
tryggja Rikisútvarpinu aukið
sjálfstæði og bolmagn til að rækja
ótvirætt menningarhlutverk sitt.
Við viljum jafnframt veita svig-
rúm fyrirfrjálsan útvarpsrekstur
innan ákveðins ramma.
Islenska kvikmyndagerð þarf
aðefla. Það er mikiö framfara og
nauðsynjamál fyrir okkur öll.
I stuttu svari er ekki unnt að
fjalla um fleiri atriði, en ég leyfi
mér að benda á að stefnuskrá
menningarmálanefndar og lands-
fundarsamþykkt Sjálfstæðis-
flokksins er fjölþættari og þar er
nánar skýrt með dæmum hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn vill
framfylgja stefnu sinni i menn-
ingarmálum.”
Barátta verkalýðsins...
„Mennta- og menningarmála-
stefna Alþýðubandalagsins er
viðtæk og verður ekki sett upp i
örfáa tölusetta liði”, sagði Svava
Jakobsdóttir. „Þegar tekin er
ákvörðun i einstökum málum á
sviði menningar og mennta,
reynum við Alþýðubandalags-
menn eftir bestu getu að hafa að
leiðarljósigildismat, sem
tengt er i senn islenskri
menningararfleið og
þeirra manngildis-og
samfélagshugsjón,
sem sprottin er
upp úr frelsis- og
réttinda-
baráttu alþýðu og
ber öll kennimörk
sósialisma — svo
ég vitni næstum
orðrétt i stefnu-
skrá Alþýðubanda-
lagsins.
I samræmi við mann-
gildishugsjón sósialism-
ans lítum við svo á,
að verkalýðsmál, bar-
átta verka-
lýðsins fyrir mannsæm-
andi lifi, félagsmál og
hin hefðbundnu
menningarmál séu grein
ar á sama meiði og
vart sundurgreind.
Alþýðubandalagið hefur þvi á
stefnuskrá sinni jafnan rétt allra
til menntunar. Þess vegna styðj-
um við öflugt námslánakerfi, við
viljum tryggja fullorðnu fólki að-
stööu á við aöra til aö bæta viö
menntun sina eða þjálfa sig til
starfa, við styðjum starfsemi
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu, svo einhver dæmi séu
nefnd. Við teljum, að allt skóla-
starf skuli jöfnum höndum taka
miðaf því að glæða frumkvæði og
sjálfstæða hugsun nemenda og
efla með hverjum einstaklingi þá
eiginleika sem auðvelda honum
sambúð og samskipti við aðra og
þau viðhorf sem likleg eru til að
gera lífið innihaldsrikara og
auðugra. Við höfum lagt áherslu
á að afnema beri hin tilbúnu og
óeðlilegu skil milli verknáms og
bóknáms bæði skipulagslega
(með stuðningi okkar við
framhaldsskólafrumvarpið) og i
breyttu viðhorfi manna á eðli og
tilgangi menntunar. Við teljum,
aðdagvistarheimilifyrir börn séu
— eða eigi að vera — mennta-
stofnanir eigi siður en aðrar, sem
morgum finnst sjálfsagt að kalla
þvi nafni.
Við teljum að listsköpun eigi að
vera frjáls og styðja beri hvers
konar listsköpun landsmanna og
gera listamönnum kleift að
stunda iðju sina. Ég leyfi mér að
minna á, að einmitt i þessu skyni
átti ég frumkvæði að þvi á Alþingi
fyrir nokkrum árum, að starfs-
{f „í4ÍÉI»v
f < -
lika eitthvert lægsta hlutfall af
þjóðartekjum, sem þekkist i
Evrópu.
Rikisvaldið býr ekki til menn-
ingu, þaö gera bara einstakling-
ar. Þaö ernáttúrlega alkunna, að
rikisvaldi getur lagt fram mikla
fjármuni til að búa til glæsilega
umgerð í túlkandi listum, rikinu
til lofs og dýraðr, sbr. t.d. i
Sovétrlkjunum. A sama tima
hundeltir þetta sama rikisvald
skapandi listamenn eins og rit-
höfunda, málara og tónskáld, ef
þeir falla ekki inn i fyrirfram
ákveöið mynstur um jákvaeð
viðhorf til rik isvaldsins. 1 þessu
er fólgin stórkostleg hætta, aö lit-
ið verði á listamenn sem
pensjónista rikisvaldsins. Lista-
menn veröa að vera frjálsir.
Aðalgallinn á fjárstuðningi
rikisvaldsins við listamenn er sá,
að hann er fremur hugsaður sem -
einhver viðurkenningarvottur
fremur en laun fyrir unnið starf
eða hvatning til starfa. Þess
vegna vill Alþýðuflokkurinn
fremur veita slika styrki i formi
starfslauna, þannig að færri njóti
þess hverju sinni, en þeir komi að
meira gagni.
Einn vandi listamanna, eins
og annarra hér i þessu fámenna
þjóöfélagi, er smæð markaðarins.
Hér getum við, að fordæmi
grannþjóða okkar,látið I té skipu-
lagða þjónustu, með þvi að skipu-
leggja heimsóknir tónlistar-
manna, rithöfunda og sýningar
málara i skóla og félagsheimili
um landið og greiða fyrir þá
þjónustu fullu veröi.
Eitt dæmi þar sem mennta-
málayfirvöld þurfa að stórbæta
sitt ráð, er i músikuppeldi þjóðar-
innar. Tónlistarskólar eru sér-
skólar og á islenskan mælikvaröa
nokkuð dýrir. Að fordæmi þjóöa
eins og Ungverja eigum við að
gera skipulegt átak til að gefa
tónlistaruppeldi fastan sess i
barnauppeldi þjóðarinnar.
Þýðingarmikill styrkur rikis-
^valdsins við rithöfunda, væri að
fella niöur skattlagningu á inn-
lenda bókagerð,og um leið fjölga
beinum starfsstyrk jum til
rithöfunda og greiða fyrir þýðing-
um okkar bestu rithöfunda á er-
lend mál, þannig aö þeirgetilifað
af Bst sinni ekki siður en þeir
kennarar sem lifa á þvi að kenna
bækur þeirra I skólum.
Löngu timabært er oröið að
lyfta islenskri kvikmyndagerð af
frumbýlingsstiginu. Hún geldur
mjög smæðar heimamarkaðar.
Þaö getur ekki gerst nema með
þvi að tryggja greininni fasta og
vissa tekjustofna, t.d. með skatt-
langingu aðgöngumiða að kvik-
myndahúsum, og skyldubundinni
samvinnu innlends sjónvarps.
1 núverandi efnahagskreppu
verða fjárveitingar til listsköp-
unar ekki auknar nema með þvi
að draga sem þvi svarar Ur
sólund I skólakerfinu, sem fær i
sinnhlut 96,8% allra fjárveitinga
á vegum menntamálaráöu-
neytis.”
Manngildi
ofar auðgildi
„Það grundvallaratriði
I stefnu 3» ■■ >
AGÆTIS SÖNGKONA
Leiklistarfélag M.H. sýnir
SköIIóttu söngkonuna eftir
E.Ionesco I þýðingu Karls Guð-
mundssonar. Leikstjóri: Andrés
Sigurvinsson.
þó finnst manni oft eitthvað
vanta i leikhúslifiö — einfald-
lega vegna þess að raddir sem
fyrr heyrðust eru þagnaðar.
Við þessar aðstæður getur vel
farið svo að leiksýningar áhuga-
manna i skólum eigi erindi langt
Leiklist
eftir Heimi Pálsson
Það er öllum kunnugt, að
starfsemi frjálsra tilraunahópa
i leiklist höfuðborgarinnar ligg-
ur að langmestu leyti niðri um
þessar mundir. Leikhúsin þrjú
hafa að sönnu sin sérkenni, en
út fyrir það litla samfélag sem
þær eru risnar upp i. Þetta gild-
ir a.m.k. ef vel hefur tekist tii
um val leikstjóra og starf hans.
t félagsheimili nemenda
Menntaskólans viö Hamrahlið
— venjulega nefndu Noröur-
kjallara af heimafólki — hefur
verið breytt um háttu. Við dyrn-
ar tekur á móti manni kjól-
klæddur dyravörður, gestabók
liggur frammi, buktandi hvit-
farðaöir þjónar visa gestum til
sætis og bera þeim siðan te-
blöndu hússins ellegar þá dökk-
an bjór eða ljósan. Við ágætan
undirleik hljómsveitar hússins
og notalegan söng Hönnu Stinu
liggur við að skapist sannfær-
andi krárstemmning.
I þessum stað sem nú hefur
fengið heitið The Cellar of the
North leikstýrir Andrés Sigur-
vinsson einhverju frægasta
absúrdleikriti allra tima,
Sköllóttu söngkonunni.
Ég get enga grein gert mér
fyrir ástæðunni, en af einhverj-
um sökum höfða sum verk
framúrstefnumannanna meira
til min en flest annað. I þeim er
einhvers konar túlkun á firringu
nútimamannsins sem mér
finnst aðrar listgreinar tæpast
lýsa eins átakanlega og á jafn
skemmtinn hátt þó. Og ég varö
ekki fyrir vonbrigðum viö að
endurnýja kynnin við Sköllóttu
söngkonuna.
Andrés Sigurvinsson er ekki
langreyndur leikstjóri, en ef
mér skjátlast ekki eigum við
eftir að heyra meira af honum á
næstunni. Mér sýnist á öllu að
hann hafi unniö verk sitt með
miklum sóma. Skólasýningar
hafa fjarska oft tilhneigingu til
að verða hálfgerður leikskóli,
þar sem ærslin og gleðin rikja
ein. Svo varð ekki þarna. Ungt
og litt reynt fólk var þarna að
leika i alvöru, takast á við erfitt
verkefni og gera sitt besta. Það
er ævinlega ánægjulegt aö sjá
vel unniö — og ekki sist að sjá
leikhúsfólk leggja sig fram við
að vinna með áhugafólki.
Leikhúsið i The Cellar of the
North er ekki stórt. Þess vegna
er borin von að þessi sýning nái
til allra sem ástæða væri til. En
ég held ég geti lofað mönnum
þvi, að kvöldstund á kránni
atarna er vel variö.
Með þökk fyrir skemmtunina.
P.s.: Leikendur heita Magnús
Hákonarson, Birna Bjarnadótt-
ir, Valdimar Helgason, Margrét
Gunnlaugsdóttir, Gubrún Björg
Erlingsdóttir og Ólafur Tryggvi
Magnússon. HP