Helgarpósturinn - 18.01.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 18.01.1980, Blaðsíða 22
Gunnar Þórðarson — frumherjinn sem hefur aðlagað sig öllum breyting- um i dægurtónlist ára tugsins. Áttundi áratugurinn III. hluti Áttundi árr _______Föstudagur 18. janúar 1980. halrj^rpn^tl irinn hluti Áttundi áratugurinn III. hluti Áttundi áratu SLÆMT ASTAND ÍSLENSKRAR ALÞÝÐUTÓNLISTAR t þessari þriðju og siðustu grein um popptónlist áttunda áratugsins, hvort sem liann er nú liðinn eða ekki, verður f jallað um það sem gerst hefur hér á landi. A seinni hluta sjöunda áratugsins komu fram flestir þeir popparar sem enn I dag eru á toppnum, og þrátt fyrir allar breytingar siðustu tiu ára s.s. innlent stúdió og stóraukna hljómpiötuútgáiu, hefur endur- nýjún ekki orðið eins mikil meðal tónlistarmanna og við mætti búast. Hvað valdið hafi þessari þróun, eða stöðnun, er stærsta spurningin sem upp kemur þegar fjaiiað er um is- lenskt popp og þvf spurning sem leitað verður svara við i þessari grein. Við skulum þó iita fyrst eins og tiu ár aftur i timann, tii réttnefndar gullald- ar islenska poppsins, og athuga hvað siðan hefur gerst. Gullöldin I kringum árið 1970 var mikil gróska i tónlistarlifi hérlendis, mikil samkeppni á meðal vinsælustu hljómsveitanna og unglingarnir fylgdust vel með öllu. Haldnar voru alls kyns hátiöir og samkomur, kosnar voru mestu stjörnurnar og fólk fór á ball til að hlusta á hljóm- sveitirnar. Talað var um jprengingu þegar Trúbrot komu fram á sjónarsviðið (’69), en sú hljómsveit var stofnuð af kjarna tveggja vinsælustu hljómsveita þess tima, Hljóm- um og Flowers. Trúbrot urðu strax mjög vinsælir og vöktu mikiö umtal er eitt lag af fyrstu plötu þeirra var bannaö bæði I útvarpi og sjónvarpi. Um svipaö leyti urðu meðlimir hljómsveitarinnar uppvisir aö þvi að reykja hass, sem i þá daga var talinn mikill glæpur þóekki værislikt bannað með lögum, og var hljómsveit- inni m.a. bannaö að koma fram i nokkrum samkomuhúsum fyrir vikið. Allt féll þetta uppreisnargjarnri æsku vel I geö.sem auðvitað stóð meösin- um mönnum gegn afturhaldi gamla fólksins. Hljómsveitin frumflutti tónverkið Lifun fyrir fulluhusi í Háskólabiói veturinn 1971. hélt siðan strax utan til aö hljóðrrta verkiö, en kom siöan um vorið fram á tónlistar- nátiðinni I Saltvfk, ásamt flestum vinsælustu hljómsveit- utn þess tima. Sú hátið olli suðvitað miklum deilumj jnglingarnir sem mættu voru sagðir útúrdrukknir allan Umann. og talað var um óhóf- legan gróða aðstandenda Spilverkið — brautryðjendur i poppinu. hátíbarinnar. Einn meðlimur Trúbrots var kallaður i sjónvarpssal til umræöu um hátiðina og viðurkenndi hann aö þeir hefðu haft upp úr henni tæp árslaun verkamanns hver, og virtist nú islenskum ráöamönn- um sem tónlistarlífið væri farið að taka á sig einum of alþjóð- legan svip. Trúbrot var þó alls ekki eina stóra nafn þessa tima. þvi aragrúi hljómsveita baröist um vinsældirnar og nóg virðist hafa verið fyrir þær aö gera, bæði á sveitaböllum og I bænum. Allar hljómsveitir lögöu metnaö sinn i aö vera sem frumlegastarj tónlistarmenni rnir flestir nálægt tvitugsaldrinum og létu ekkert glepja sig frá tónlistinni; hún ein skipti máli. Arin um og upp úr 1970 voru hápunktur lifandi tónlistarflutn- ings hér á landi, sem náði hámarki með Saltvikurhátiðinni og öðrum popphátiöum og komu hljómsveitanna Led Zeppelin og Deep Purple. bær voruþá báðar á meðal vinsælustu hljómsveita heimsins, ólikt flestu þvi drasli sem siðan hefur veriö flutt hing- aö. Grundvöllur allra þessara hræringa var þó áhugi almenn- ings, aðallega unglinga, sem fundu I þessaritónlist sina eigin rödd og gáfu skit I allt gamla draslið. Þessiáhugi virðist hafa verið meö óllkindum mikil! og ma m.a. nefna að þegar Led Zeppelin spiluðu i Laugardals- höllinni 1970, seldust allir miðar upp á svipstundu. Hallar undan fæti begar gamall draumur islenskra tónlistarmanna rættist loks 1975 um fulikomiö stúdió hér á landi, hafði flutn- ingur lifandi tónlistar þegar minnkað nokkuö m.a. vegna þjóðíelagslegrar meðvitundar” aukinnar skattheimtu rikisins af dansleikjum og aö þvi er viröist minnkandi áhuga áheyrenda, þó slikt sé erfitt aö fullyrða. Hitt er þó öruggt, að áhugi tón lis t ar manna nna hneigðist meira að plötugerö og til urðu svokallaðar stúdíó- hljómsveitir, sem litið eöa ekkert spiluðu (spila) opin- berlega, nema tíl að kynna plötur sínar. Besta dæmi þess- arar þróunar er auðvitað Gunn- ar Þórðarson, sem á siðustu ár- um hefur stjórnað gerð léttmetis s.s. Visnabókar- plöturnar, Lummuplöturnar og núnasiðastLjúfalIf.sem sumar hafa selst I mjög stóru upplagi. Onnur mikil breyting sem varð með tilkomu Hljóörita h/f, var stofnun nýrra útgáfufyrir- tækja. Tónlistarmenn reyndu bæði sjálfir aö gefa út sinar plötur og framsýnir bisniss- menn sáu hér vaxandi atvinnu- grein. I dag er staðan sú að tvö þessara nýju fyrirtækja, Hljóm- piötuútgáfan h/f og Steinar h/f eru ásamt Fálkanum nánast einir um þennan tónlistarmark- að. Plötuútgáfa stjórnast vegna þessa ekki lengur af þvi að tónlistarmenn vilji koma list sinni til almennings, þó slfkt sé auðvitað fyrir hendi sem betur fer, heldur aöallega af þvi að útgefendur þurfa aö fá mark- aðsvöru. Létt skemmtiefni selst best og er þess vegna mestur hluti útgáfunnar. En á svipaðan hátt og bókaútgefendur vilja hljómplötuútgefendur sennilega llka gefa út skapandi list dagsins i dag, og þá er aftur komið aö tónlistarmönnunum og neytendum vörunnar, plötu- kaupendum. Tónlistin í dag Staða islenskrar popptónlist- ar er slæm I dag, og plötusalan Ellen Kristjánsdóttir — upp- rennandi stirni I lok áratugsins. hefur farið minnkandi undan- farin ár. Fram hafa komiö nýj- ar hljómsveitir eins og Stuð- menn og gert þaö gott um skeið en siðan hætt og liðsmennirnir annað hvort farið erlendis, hætt eða reynt að laga sig að sifellt versnandi aöstæöum. Ollum helstu skemmtistööum borgar- innar hefur verið breytt i diskótek eða stofnaðir sem slik og litið annaö fyrir hljómsveitir að hafa en sveita- og skólaböll, en þeim markaði virðist einnig fara hrakandi. Við þessar að- stæöur er ekki grundvöllur fyrir margar starfandi hljómsveitir, né freistandi fyrir nýjar aö byrja. Afleiðing þessa hefur orðið sú að litiö hefur komið fram af ungum hljóöfæraleikur- um, a.m.k. hefur lítið í þeim heyrst. Helstu hljómsveitirnar i dag eru þvi skipaðar mönnum sem búnireruað vera I bransanum I mörg ár og eru komnir um eða yfir þrítugsaldurinn s.s. Brimkló, Þursaflokkurinn, HLH flokkurinn, kjarninn i Bruna- liðinu o.fl. Aheyrendurnir eru hins vegar á að giska tíu árum yngri. Tónlist þessara hljóm- sveita er I flestum tilvikum mjög vel flutt og lagavalið við hæfi unglinganna, en það sem vantar er sameiginleg tilfinn- ing. Þegar þessir tónlistarmenn komu fram á sinum tima voru þeir úr hópi unglinganna. sem mættu á dansleiki og hljómleika ekki aðeins til að hlusta, heldur til að upplifa sina tónlist flutta af sinum mönnum. Þetta breyt- ist með nýrrikynslóö áheyrenda og þegar hljómsveitin á ekkert oröið sameiginlegt meö þeim jafnvel ekki sama tónlistar- smekk, þá kemur platan að sömu ef ekki betri notum. Þó margar Islenskar hljóm- sveitir hafi verið að gera góöa hluti undanfariö hafaþær vegna þessa ekki náð að skapa hreyf- ingu lika þeirri sem var i upphafi þessa áratugs. Rokkið er og verður fyrst og fremst tónlist og tjáningarform ungs fólks og enginn getur komið þeirra tilfinningum betur til skila en það sjálft. Þrátt fyrir þessa staðreynd er alls ekki hægt aö vanmeta hlut þeirrasem reynt hafa aö halda uppi þessari tónlist, þvi rokkiö er fjölbreytt og hefur mörg andlit. Eitt andlit hefur rokkið þó örugglega ekki, þ.e. að efna til vinsældakosninga ungs fólks og mæta siðan á Hótel Sögu I kjól og hvítt, vera i hópi betri borgaranna og þiggja viöurkenningu úr hendi þeirra. Unglingarnir sem gera þetta mögulegt geta hins vegar ekki verið viðstaddir vegna aldurs. Réttara væri að halda slikar messur i Tónabæ, en þá er enn komið að kynslo'ðabilinu. Framtíðin En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Loksins hafa tóilistarmenn gert sér grein fyrir að þetta ástand getur ekki gengið til langframa, og ætla að bæta starfsskilyrði sin. Fyrsta skrefiö var auðvitaö aö stofna sitt eigið stéttarfélag SATT, og má furðu gegna að þeirhafi ekki fyrr klofið sig frá FIH og STEF, þar sem þeir hafa verið nánast réttlaus minnihlutahópur. Helstu vonir sem bundnar eru við þetta félag, er að þvf takist að skapa lifandi tónlistarflutn- ingi viðunandi tækifæri til að öölast aftur verðugan sess i menningarlifi borgarinnar. Þó áhugi almennings virðist hafa minnkað má örugglega vekja hann upp ef tónlistarmenn hafa fram að færa skapandi tónlist, og gefist tækifæri til að þróa hana með þátttöku áheyrenda. Þannig hefur þróunin orðiö erlendis með nýju bylgjuna, sem enn hefurekki komið hing- að svo talandi sé um. , Vandamál islenskrar dægur- tónlistar er að alltaf eru þaö sömu mennirnir sem flytja sömu gömlu lummurnar við minnkandi vinsældir. Þvi veröur ekki breytt nema meö nýjum mönnum og breyttu hugarfari allra sem við tónlist fást. Nýja bylgjan er orðin nauösyn og hún hlýtur að fara að koma. eftir Guðmund Rúnar Guðmundsson Áttundi áratugurinn III. hluti Áttundi áratugurinn III. hluti Áttundi áratugurinn III. hluti Áttundi áratu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.